Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 15
Það var ekkert annað hægt að gera, þessir flokkar voru að veslast upp. Mistökin sem urðu við myndum Samfylkingarinnar voru þau að það varð til pláss vinstra megin við Sam- fylkinguna sem reyndist vera nokkuð stórt fyrir Vinstri græna.“ Heldurðu að það hefði verið hægt að koma í veg fyrir að þetta pláss myndaðist? „Ég held að það hefði verið hægt að minnka það. Samfylkingin hefði þurft að hafa pláss fyrir þá sem voru á móti aðild að Evrópusambandinu. Það hefði gjörbreytt flokknum. Að vísu hefði það hugsanlega orðið til þess að einhverjir Evrópusinnar hefðu yfirgefið Samfylkinguna. Núna þurfa vinstrimenn að gæta þess að láta ekki mál af þessu tagi kljúfa sig.“ Hefurðu sterka tilfinningu fyrir því hvaða flokkar muni mynda næstu ríkisstjórn? „Já, ég hef tilfinningu fyrir því að stjórnarflokkarnir tapi einhverju og fari niður í 25-26 þingmenn. Ég hef þá trú að þeir vilji halda ríkis- stjórnarsamstarfinu áfram og muni reyna að fá Framsókn til liðs við sig og ég held að Framsókn vilji það. Ég dæmi það af því að Framsókn hefur undanfarið verið að reyna að finna á sér vinstri fótinn.“ Það er ekki góð staða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. „Það er mjög vont fyrir Sjálfstæð- isflokkinn að vera í stjórnarandstöðu. Sjálfstæðismenn eru reiðir og pirr- aðir yfir því, því að þeim finnst að flokkurinn eigi alltaf að vera í stjórn. Það er að einhverju leyti almennt ergelsi í röðum sjálfstæðismanna sem veldur því að svipurinn á þinginu er aðeins geðverri en hann þyrfti að vera. Sjálfstæðisflokkurinn er að leita að aðferð til að vera í stjórnarandstöðu og hefur ekki fund- ið hana.“ Það er stundum talað um að það vanti sterka leiðtoga í íslenska póli- tík. Forsetinn Ólafur Ragnar er tal- inn hafa tekið að sér hlutverk sterka leiðtogans. Hvernig horfa þessi mál við þér? „Ég er á móti sterkum leiðtogum. Ég vil að þjóðin og lýðræðið ráði og tel að það sé hættulegt að kalla á sterka leiðtoga. Ég held líka að það sé misskilningur að Ólafur Ragnar sé sterkur leiðtogi. Þessar tvær þjóð- aratkvæðagreiðslur um Icesave voru ekki honum að þakka heldur stjórnarskránni. Hann gat ekkert annað en sett málin í þjóðaratkvæði því þjóðin vildi ekki semja. Þjóðin fékk að ráða og þannig á það að vera. Eina skrýtna ákvörðunin í sam- bandi við þjóðaratkvæði og Ólaf Ragnar snýr að fjölmiðlalögunum. Það var að mörgu leyti prýðileg lög- gjöf og það var mjög sérkennilegt af forsetanum að beita 26. greininni á hana. En úr því hann gerði það þá varð hann að setja Icesave-málin í þjóðaratkvæði.“ Þú fékkst á þig harða gagnrýni sem samningamaður í Icesave. Tókstu þá gagnrýni inn á þig? „Mér fannst hún að sumu leyti óþægileg. Ég er reyndar vanur per- sónulegum árásum þannig að ég er kannski minna viðkvæmur fyrir þeim en aðrir. Ég er eiginlega feginn að ég tók þetta verkefni að mér. Ein- hver varð að gera það. Ég lagði þennan samning fyrir ríkisstjórnina sem hélt svo áfram með málið. Veru- leikinn var sá að Ísland var ein- angrað og ekki til peningar til að kaupa lyf eða olíu. Ísland var á hryðjuverkalista sem var svívirðilegt. Hér var allt í uppnámi. Við í samn- inganefndinni gerðum eins vel og hægt var miðað við aðstæður. Ísland var tekið af hryðjuverkalista og Bretar og Hollendingar samþykktu að taka eignir þrotabús Landsbank- ans upp í. Síðan kom Buchheit og gerði annan samning en það var aug- ljóst að þjóðin vildi ekki semja. Hún vildi dóm. Sá dómur er á leiðinni og ég vona að hann verði góður fyrir land og þjóð.“ Hvað var það erfiðasta á starfs- ferlinum? „Verðbólguárin voru oft mjög erfið í pólitíkinni og átökin í Alþýðu- bandalaginu sömuleiðis. Innri átökin í Alþýðubandalaginu voru að mörgu leyti það sárasta og erfiðasta.“ Það kom ýmsum á óvart að þú skyldir gerast sendiherra. Á ein- hverju tímabili í lífi þínu hlýtur þér að hafa fundist sendiherraembætti vera óþarfi. „Þegar ég var á Þjóðviljanum og lengi eftir það var ég alltaf að fá endalaus boð í sendiráð. Ég mætti aldrei því ég taldi slíkt vera full- komna tímasóun. Síðan breyttust þessar skoðanir mínar. Mér fannst það persónulegur sigur þegar ég, vinstrimaður og harður herstöðvar- andstæðingur, var gerður að sendi- herra og mér fannst myndarlegt af stjórnvöldum að gera það. Svo fannst öllum gott að koma mér eitthvað annað. Samfylkingin vildi ekki hafa mig í framboði fyrir vinstri græna og vinstri grænir vildu ekki hafa mig í framboði fyrir Samfylkinguna og ég held að Davíð Oddssyni hafi svo bara þótt það pínulítið fyndið að gera mig að sendiherra með Halldóri Ásgríms- syni sem réði. Sendiherratímabilið var skemmtilegt og við Guðrún unn- um þétt saman. Ég tel að þjóðin hafi þarna fengið tvo fyrir einn, eins og sagt er.“ Var erfitt að hætta í pólitík? „Já, en það var ekkert annað að gera. Þetta var rétti tíminn. Ef upp- stokkun vinstri hreyfingarinnar átti að takast þá urðu einhverjir þeirra sem höfðu verið áberandi á sviðinu að stíga til hliðar. Jón Baldvin og Ólafur Ragnar höfðu gert það og ég tel að ég hafi sömuleiðis hjálpað til með því að stíga til hliðar. Ég er pólitískt dýr og það var tilfinninga- lega erfitt að kveðja félaga sem ég hafði unnið með í áratugi. En póli- tískt og persónulega var þetta rétt niðurstaða.“ Ætlarðu að skrifa fleiri bækur? „Ég gaf út bók árið 1995 sem heit- ir Sjónarrönd og fjallar um framtíð- arþjóðfélagið á Íslandi eftir 20 ár sem virtist þá vera óralangt í burtu. Ég hef velt því fyrir mér að endur- skrifa þá bók. Svo er ég að fara yfir allt annað mál sem eru örlög lang- ömmu minnar sem hét því sjaldgæfa nafni Haraldsína og endaði líf sitt sem vatnsberi á Hellissandi. Það eru þessi verk sem ég er með í huganum og ætla að skrifa.“ * Þessi bók er ævisaga þar sem ég reyniað segja hlutina í jafnvægi. Ef lesand-inn segir þegar hann er búinn að lesa bók- ina: „Hann er allavega að reyna að vera heiðarlegur“ þá verð ég ánægður. 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 GLÆSILEG GJÖF FYLGIR FRAMTÍÐARREIKNINGI Við stofnun eða innlögn á Framtíðarreikning barns að upphæð 5.000 kr. eða meira fylgir Stóra Disney heimilisréttabókin með*. Tilvalin jólagjöf sem vex með barninu. Komdu við í næsta útibúi Arion banka. Framtíðarreikningur — gjöf til framtíðar *Á meðan birgðir endast ©DISNEY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.