Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 57
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Hobbitinn, hin sígilda saga J.R.R. Tolkiens, hefur verið endurútgefin. Bókin kom fyrst út árið 1937 og hefur frá þeim tíma selst í milljónum eintaka. Allir verða að kynna sér ævin- týri Hobbitans og félaga hans og leit þeirra að fjársjóði. Peter Jackson hefur kvikmyndað verkið og augu heimsins eru því enn á Tolkien. Þessi útgáfa er skemmtilega myndskreytt. Sígildur Hobbiti Hver var versta kona sög- unnar? Vera Illugadóttir og Helgi Hrafn Guðmundsson eiga svar við því. Í Svörtu bókinni kynna þau okkur fyrir greifynjunni Elísabetu Bath- ory sem lokkaði til sín sveita- stúlkur og pyntaði þær til bana. Vera og Helgi Hrafn segja einnig frá hryll- ingnum í Úralfjöllum árið 1959 þar sem ungir skíðamenn létu lífið á skelfilegan hátt. Líka frá ræningjanum sem breyttist í skó og sömuleiðis mannætukeisaranum í Mið-Afríku. Venjuleg am- erísk húsmóðir með 300 persónuleika kemur við sögu, en hún sagðist hafa étið um 2.000 manns á einu ári. Fjölmargar aðrar sögur um myrkar hliðar mannlífsins eru raktar í læsilegri, spennandi og hrollvekjandi bók sem þeir fróðleiksfúsu lesa upp til agna. „Engin lífvera getur keppt við mann- inn í grimmd,“ segja höfundarnir og bókin stað- festir það álit. SAGAN UM VERSTU KONU SÖGUNNAR OG ANNAR MERKILEGUR FRÓÐLEIKUR Elísabet Bathory er talin versta kona sögunnar. Samkvæmt Bókatíðindum er dýrasta bókin í ár hátíðarútgáfa bókarinnar Ís- lenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal en hún kostar 230.000 krónur. Það segir sig sjálft að bókin er öll hin veglegasta. Hún er nákvæm eftirgerð handrits Benedikts sem hann sagðist hafa lokið við alda- mótaárið 1900. Önnur og ódýr- ari útgáfa sömu bókar kom út fyrir jólin í fyrra og kostar fullu verði 14.900 kr. en hátíðar- útgáfan er aðeins gefin út í 100 tölusettum eintökum. Hún er handinnbundin og handsaumuð saman í sérsútað leður af ís- lenskum sauðum og í trékassa sem smíð- aður er sérstaklega fyrir hverja bók, oftast úr sænsku birki, en einnig öðrum viðarteg- undum, nú síðast íslensku birki úr Hall- ormsstaðarskógi. Bókin er prentuð í Odda á gæðapappír frá sænsku Munken-verksmiðjunum, sem stæra sig af því að vera umhverfisvænasta pappírsverksmiðja í heimi og framleiða pappír sem endist öldum saman. Íslenskir fuglar er gefin út í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands en þar er handrit Benedikts varðveitt. Bókelskir fag- urkerar geta skoðað bókina í hönnunar- versluninni ATMO við Laugaveg og hjá út- gefanda, Crymogeu við Barónsstíg. Veglegir fuglar Benedikts Gröndal. DÝRASTA JÓLABÓKIN Aðalpersónan í Ósjálfrátt, skáldsögu Auðar Jónsdóttur, er Eyja sem sest að í sjávarþorpi, gift drykkfelldum manni sem er miklu eldri en hún. Það er ekk- ert launungamál að Auður byggir bókina á eigin lífsreynslu og segir sögu sína og fjölskyldu sinnar. Umfram allt er þetta þroskasaga Auðar sjálfrar og lýsing á því hvernig hún verður skáld. Bókin er skemmtileg aflestr- ar, full af hlýju og húmor. Kon- urnar í sögunni eru sérlega eft- irminnilegar, miklir karakterar, sterkar og svipmiklar. Með betri skáldsögum ársins. Skáld og sterkar konur Eitthvað fyrir alla ÁHUGAVERÐAR BÆKUR UNNENDUR ÆVISAGNA ÆTTU AÐ PANTA ÆVISÖGU NONNA Í JÓLAGJÖF. SÚ BÓK SVÍK- UR EKKI. BÓK AUÐAR JÓNSDÓTTUR HEFUR VAKIÐ ATHYGLI OG SELST VEL. HOBBITINN ER SVO KLASSÍK SEM RÉTT ER AÐ RIFJA UPP ÁÐ- UR EN KVIKMYNDIN VERÐUR SÝND. ÖNNUR FANTASÍA ER SVO Á MARKAÐI, METSÖLUBÓK EFTIR RANSOM RIGGS, HEIMILI FRÖKEN PERE- GRINE FYRIR SÉRKENNILEG BÖRN, EN HÚN VERÐUR SENN KVIKMYNDUÐ. ÞAÐ ER NÓG AF BÓKUM Á MARKAÐI OG ALLIR ÆTTU AÐ FINNA EITTHVAÐ VIÐ SITT HÆFI. Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn eftir Ransom Riggs er fantasíubók fyrir unglinga og þá fullorðnu sem eru svo lánsamir að hafa varðveitt barnið í sér. Sérkennilegar og áhugaverðar myndir bókar- innar eru hluti af söguþræðinum og kalla á sérstaka athygli lesandans. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og vakið athygli. Tim Burton hyggst gera kvikmynd eftir sögunni og er einmitt rétti maðurinn til að fara góðum höndum um ævintýraríkt söguefni. Aðalpersónan er hinn sextán ára Jakob sem fer til afskekktrar eyjar og kynntist starfsemi á merkilegu barnaheimili. Íslenskir bóksalar settu þessa bók í annað sæti yfir bestu þýddu táningabókina. Myndrík fantasíubók Ævisaga Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson er ótvírætt ein af bókum ársins. Höfundurinn hefur lagt mikla vinnu í verkið og um- fjöllun hans einkennist af fagmennsku og djúpri virðingu fyrir við- fangsefninu. Í bókinni tekst að draga upp lifandi mynd af merkilegum manni sem kvaddi ættjörð sína tólf ára gamall og varð heimsfrægur rithöfundur en varðveitti alltaf barnið í sér. Það er einstaklega fallegur tónn í þessu vandaða og vel skrifaða verki. Ævisaga sem á skilið að fá mikla athygli. Einstaklega falleg ævisaga Nonna * Fyrstu ástir skipta naumast jafnmiklu höfuð-máli og greint er frá í skáldskap. Fyrnast einsog annað og nýtt tekur við. Menn lifa víst fram á við. Álfrún Gunnlaugsdóttir BÓKSALA 2.-8. DESEMBER Allar bækur Listinn er byggður á upplýsingum frá Rannsóknasetri verslunarinnar 1 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 2 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 3 KuldiYrsa Sigurðardóttir 4 HáriðTheodóra Mjöll 5 ÚtkallÓttar Sveinsson 6 HúsiðStefán Máni 7 Aukaspyrna á AkureyriGunnar Helgason 8 EllyMargrét Blöndal 9 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir 10 Jólasyrpa 2012Walt Disney Uppsafnað frá áramótum 1 Grillréttir HagkaupsHrefna Rósa Sætran 2 Iceland Small WorldSigurgeir Sigurjónsson 3 Heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 4 ReykjavíkurnæturArnaldur Indriðason 5 Fimmtíu gráir skuggarE.l. Jones 6 HáriðTheodóra Mjöll 7 Gísli á UppsölumIngibjörg Reynisdóttir 8 Heilsuréttir HagkaupsSólveig Eiríksdóttir 9 Eldar kviknaSuzanne Collins 10 HungurleikarnirSuzanne Collins MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Allt er leyfilegt í ástum og hernaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.