Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 37
AFP Margir vildu skoða myndband Psy við lagið Gangnam Style á netinu. 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Yfir veturinn er lítið við að vera fyrir fluguveiðimanninn, helst að hnýta flugur og lesa veiðiblöð eða að rifja upp veiðsögur sum- arsins. Það er þó hægt að búa sig undir veiði næsta sumar og æfa flugukastið þrátt fyrir myrk- ur og kulda, meira að segja inn- an dyra með léttri æfingastöng eins og Börkur Smári Kristins- son hefur kynnt sér. Stöngin heitir Micro Practice Rod og er hönnuð af fluguveiði- manninum og stangarhönnuð- inum Tim Rajeff stofnanda bandaríska stangarframleiðand- ans ECHO Fly Fishing. Börkur segir að hún sé gerð með það að markmiði að gera fluguveiðifólki kleift að æfa köstin innandyra, í litlu rými, enda fislétt og stutt, en gefur þó færi á alvöru þjálfun, að hans sögn. „Hún er þannig hönnuð að tilfinningin þegar kastað er með henni er al- veg eins og þegar kastað er með venjulegri flugustöng. Gula bandið í henni líkir eftir sjálfri línunni og rauði hlut- inn eftir frammjókkandi taumi. Þannig má til dæmis æfa yfirhandakast yfir sjónvarpinu, eða að veltikasta á sleipu undirlagi og vera undir það búinn að veltikasta á vatni.“ Börkur segir að menn geti líka æft nákvæmni með því að reyna að kasta í krús eða krukku á stofugólfinu og eins að spreyta sig á speyköstum. „Til að ná færni í flugukasti og viðhalda henni er mikilvægt að æfa sig þótt veiðitímabilið sé liðið,“ segir Börkur. „Kastæf- ingarnar þurfa ekki að vera flóknar né tímafrekar. Hægt er að hafa MPR-stöngina tilbúna inni í stofu og taka nokkur köst áður en farið er til vinnu, með- an spjallað er í símann eða til að hita sig upp fyrir veiðiferð- ina á morgun,“ segir Börkur og bætir við að slíkar æfingar heima í stofu eða námskeið hjá góðum kastkennara geti gert gæfumuninn þegar farið er í veiðina að vori. Börkur öðlaðist kastkennararéttindi frá Federation of Fly Fishers í Svíþjóð og segist hafa kynnst nýrri vídd í fluguveiði í náminu, en þar æfa áhugasamir köstin viku- lega yfir háveturinn og taka í MPR-stöngina áður en þeir fara að sofa og fyrsta sem þeir gera þegar þeir vakna. Börkur hefur haldið námskeið fyrir byrjendur í flugu- veiði sem og lengra komna og segir ný námskeið vera á döfinni. Byrjað verður innandyra en síðan verða nám- skeiðin flutt út. arnim@mbl.is MICRO PRACTICE ROD Flugustöng heima í stofu Börkur Smári Kristinsson með æfinga- stöngina góðu. Morgunblaðið/Ómar Mest í myndum Það var drengjahljómsveitin One Direction sem var oftast leitað að í myndaleit Google á þessu ári. Í öðru sæti var Selena Gomez og í sjötta sæti er kærasti hennar (eða fyrr- verandi, eftir hvaða slúðurvef þú kýst að trúa) Justin Bieber. Á milli þeirra sátu iPhone 5, Megan Fox og Rihanna. Fellibylurinn Sandy Sandy kom og fór og skildi eftir sig slóð eyðilegg- ingar og fjölda stöðuuppfærslna. Fellibylurinn var sá atburður sem skapaði mesta leit á Google árið 2012, og toppaði þar með bæði Ólympíuleikana, Costa Concordia-slysið og geimstökk Felix Baumgartners, svo eitthvað sé nefnt. Hann náði fjórða sæti á lista Facebook yfir atburði sem rætt var um (á eftir forsetakosningunum, Superbowl og andláti Whitney Houston) og var efni í ein 20 milljón tíst. Brasilískt sjónvarp 12 sería af Big Brother Brazil (BBB12) er sá sjónvarps- þáttur sem mest er leitað að á síðum Google og er í tíunda sæti á heildarlistanum. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu, en sjaldan hefur hann vakið jafnmikið umtal og í ár, eftir að einn keppandinn var kærður fyrir að nauðga öðrum keppanda sem svaf áfengisdauða. Annar brasilískur þáttur, Avenida Brasil, hefur náð fáheyrðum vinsældum þar í landi og skipar annað sæti á lista Google yfir leit að sjónvarpsþáttum. Þættirnir njóta slíkra vinsælda í Brasilíu að þeir fengu meira áhorf en úrslitaleikurinn í brasilísku deildinni í fótbolta. Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Tryggðu þér eintak fyrir jól Nýr iMac *Þ a r a f lá n tö ku g ja ld 3 .2 5 % o g þ ó kn u n se m n e m u r 3 4 0 kr .á h ve rj a g re ið sl u . Ísland ekki í leit Enginn Íslendingur (eða fjall) náði á lista yfir umræðuefni ársins á sam- félagsmiðlum. Það má þó kannski segja að okkar fulltrúar í listanum hafi verið kvikmyndin Prometheus og þættirnir Game of Thrones. Prometheus var í tíunda sæti á lista Facebook yfir þær myndir sem mest voru ræddar, og þriðja sæti yfir þær myndir sem leitað var að á Google. Game of Thrones var í sjötta sæti hjá Google á lista yfir sjónvarpsþætti og fjórða sæti hjá Facebook. Það er þó eitthvað. Allir eru að gera það Gangnam Style var eitt af undrum ársins. Dansinn skip- aði annað sæti á lista Google yfir það sem mest var leitað að. Þá er Gangnam Style í fimmta sæti yfir algengustu „meme“ á Facebook. Tíst um íþróttir 150 milljón „tweet“ fjölluðu um Ólympíuleikana meðan á þeim stóð. 267.200 tíst á mínútu fjölluðu um úrslitaleik Spánar og Ítalíu á EM í knattspyrnu meðan á honum stóð. 184.535 tíst á mínútu fjölluðu um úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. 13,7 milljón „tweet“ fjölluðu um úrslitaleikinn í amerísk- um fótbolta, Superbowl, meðan á honum stóð. 700.000 manns tóku undir kveðju knattspyrnumannsins Jermaine Defoe #PrayforMuamba, þar sem hann óskaði þess að Fab- rice Muamba næði heilsu eftir að hann hneig niður með hjartaáfall. 15 ár liðu frá því að Mike Tyson beit eyrað af Evander Holyfield þar til þeir sættust í gegnum Twitter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.