Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Föt og fylgihlutir M ikið hefur borið fögrum feldum þetta haustið, sem punt- að hafa upp á ófá dressin á mannamótum og götum úti. Ekki er úr vegi að benda þeim sem eiga eftir að kaupa jólagjafirnar fyrir elskurnar sínar á að erfitt er að klúðra málum með eins og einum loðkraga. Feldir um axlir eða háls hafa átt miklum vinsældum að fagna undanfarin misseri. Er margt vitlausara en að eiga einn slíkan til að sveipa um hálsinn á köldum dögum, hvort sem haldið er í jóla- glögg eða á Laugaveginn. Loðhúfur að hætti kósakka eru einnig eilífðareign og fátt betra til að halda hita á annars köldum höfðum í mesta skammdeginu. Pelsar og loðin vesti eru einnig ómetanleg þegar frystir, hvort heldur um er að ræða dýrari týpurnar eða vin- tage-flíkur sem fást oftar en ekki á góðu verði í verslunum á borð við Rokk og rósir, Spútnik og Gyllta köttinn. Hægt er að fá feldi í hinum ýmsu útgáfum, hvort heldur sem er úr kanínuskinni, af ref, úlfi, mokkaskinni eða öðru. Þá hefur úrval- ið af gerviskinnum sjaldan verið meira og fallegra, fyrir þá sem ekki geta hugsað sér að ganga í alvöru skinnum samviskunnar eða pyngjunnar vegna. Einnig skal bent á að í Hvítlist er hægt að kaupa skinn í metratali auk silkiborða sem hægt er að festa á. Eitt er víst, fátt er hlýrra að sveipa um sig í mestu vetrarhörkunum en fallegur feldur, hvort sem hann er gamall og notaður, eða nýr. Kolfinna Kristófers klæddist töff, hvítri slá á Kjarvalsstöðum á dögunum. Blaðamaðurinn Ellý með feld-trendið á hreinu á snyrtivörukynningu fyrir skömmu. MJÚKT OG HLÝTT Í MYRKRINU VETRINUM FYLGIR AÐ BÚA SIG VEL, HVORT SEM HALDIÐ ER Á MANNAMÓT EÐA Í JÓLAINNKAUPIN. ENGIN ÁSTÆÐA ER TIL AÐ SLÁ AF STÍLNUM ÞÓTT MAÐUR BÚI SIG VEL OG KOMA FELDIR Í HINUM ÝMSU MYNDUM ÞAR STERKIR TIL LEIKS. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Dorrit Moussaieff, forsetafrú, var glæsileg í skinnvesti við opnun ATMO. HLÝJAR JÓLAHUGMYNDIR Vesti úr kanínuskinni Verð: 29.900 kr. Myconceptstore.is Húfa úr kanínuskinni Verð: 3.900 kr. Myconceptstore.is Stílhreinn loðkragi Verð: 6.600 kr. Oasis Loðkragi úr þvottabjarnarskinni Verð: 22.900 kr. Myconceptstore.is Úlfafeldur um háls Verð: 18.900 kr. Kastanía, Höfðatorgi Mokkavesti Siggu Heimis frá Varma Verð: 65.900 kr. Geysir Shops Helga Lind Björgvinsdóttir, líkamsræktar- kennari, með fallegan feld um hálsinn. Fallegir feldir hentugir í fimbulkulda mál að hafa systkini í stíl um hátíðirnar. Á strákana fást til að mynda rauðköflóttar skyrtur með kínakraga eða mjúkir bolir með köflóttum skyrtukrögum. Á sama tíma eru jólakjólarnir á stelpurnar köflóttir, sem minnir erlaust marga á klassíska jólakjóla fyrri tíma. Kjólarnir fara mjög vel við mjúkar leggings eða sokkabuxur. Mikil áhersla er sem fyrr lögð á að fötin frá ÍGLÓ séu þægileg og mjúk, svo gott sé bæði að hreyfa sig í þeim sem og leika sér. Einungis er notast við gæðaefni við fram- leiðsluna, sem eiga að endast vel og lengi eft- ir hátíðirnar. Hægt er að kynna sér vöruúrvalið, ýmist í verslun Ígló í Kringlunni eða á öðrum sölu- stöðum. Þá er einnig handhægt að kaupa vörurnar á vefsíðunni iglo.is. gunnhildur@mbl.is JÓLAFÖTIN Á BÖRNIN - ÍSLENSK HÖNNUN Doppur, slaufur og köflótt hjá Ígló fyrir jólin Íslenska barnafatamerkið Ígló hefur átt mikl- um vinsældum að fagna á undanförnum ár- um. Auk Íslands eru Ígló-vörurnar í dag seld- ar í verslunum í Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi og Noregi. Klassískur en jafnframt léttur og skemmti- legur andi svífur yfir vötnum í jólalínu Helgu Ólafsdóttur yfirhönnuðar og félaga í ár. Línan einkennist einkum af köflóttu efni, doppum og slaufum, enda afar jólalegt. Litirnir í jólalínunni taka mið af hátíðinni, þ.e. rauður, blár, bleikur, grár og svartur með hvítum doppum. Stelpur og strákar í stíl Hvort sem um er að ræða stelpu- eða strákafatnað eru sömu efni notuð í köflóttu jólafötin á bæði kynin að sögn Tinnu Ólafs- dóttur framkvæmdastjóra. Þannig er auðsótt Köflóttu jólaskyrturnar, sem eru með stroffi og kínakraga, kosta 6.490 kr. og jólakjólarnir 8.490 kr.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.