Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 24
F jallapúðarnir frá Markrúnu eru skemmtileg hönnun Leópolds Krist- jánssonar og Steinunar Arnardóttur. Parið er búsett í Berlín og er hver púði handgerður. „Þetta byrjaði sem jóla- gjafahugmynd í fyrra,“ segir Steinunn. Inn- blásturinn að púðunum kemur frá listaverk- um Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, en hann málaði Herðubreið marg- oft. „Við höfum verið miklir aðdáendur hans í gegnum tíðina,“ segir hún og bætir við að Herðubreið sé „drottning íslenskra fjalla“. „Okkur fannst fyndið að gera sama hlut- inn aftur og aftur. Við vorum búin að gera slatta fyrir seinustu jól,“ segir Leópold en síðan þá hefur framleiðslan komist á næsta stig en þetta er enn sannkallaður heimilis- iðnaður. „Við gerum þetta allt sjálf, allavega enn sem komið er,“ segir Steinunn en parið er búsett í hverfinu Friedrichshain í Berlín og kann afskaplega vel við sig þar sem lista- lífið blómstrar. Leópold útskrifaðist með BS-gráðu í arki- tektúr frá TU Berlín í haust og vinnur nú sjálfstætt við gerð þrívíddarteikninga. Stein- unn er í fullri vinnu sem hljóðverkfræðingur. Þau langar til að gera meira með Mark- rúnu og ekki ólíklegt að fleiri gripir líti dagsins ljós. Þau einbeita sér þó að púð- unum sem stendur enda nóg að gera í vinnu. Hérlendis fást púðarnir í Postulínsvirkinu á Laugavegi og í Kaffifélaginu á Skólavörðu- stíg. Ennfremur fást þeir í verslun í Berlín og Kaupmannahöfn og „einhverjar fleiri búð- ir eru að fara að bætast við“. Samvinnan gengur vel. „Við höfum engin föst hlutverk í rauninni,“ segir Steinunn. „Við fáum hugmynd og köstum henni á milli,“ segir Leópold. „Þessi vinna er svo gott mótvægi við tölvuvinnuna sem við er- um í.“ Púðarnir verða líka til sölu á næsta Pop- Up-markaði í Hörpu, 22. og 23. desember. Þau koma til Íslands rétt fyrir jólin og munu sjálf standa vakt- ina á Þor- láks- messu. Púðarnir fást í þremur stærð- um og mörgum litum og er skemmtilegt að raða mis- munandi stærðum saman. HEIMILISIÐNAÐUR Í BERLÍN Fjallmyndarlegir púðar PÚÐARNIR FRÁ MARKRÚNU BYRJUÐU SEM JÓLAGJAFAHUGMYND FYRIR FJÖLSKYLDU OG VINI EN HAFA NÚ FENGIÐ SJÁLFSTÆTT LÍF. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leópold Kristjánsson og Steinunn Arnardóttir eru fólkið á bak við púðana. Herðubreið er „drottning íslenskra fjalla,“ segir Steinunn. *Heimili og hönnunLifandi blóm eru fyrirtaks efni í jólaskreytingar og ekki spillir að hafa smá glimmer með »26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.