Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Markaskorarar eru íbrennidepli um þessarmundir. Messi hinn arg- entínski, Messías fótboltans, setti heimsmet þegar hann gerði 86. mark sitt á árinu og hinn „heitasti“ leikmaður Evrópu í vetur, Falcao hjá Atletic Madrid, gerði fimm mörk í leik nýverið. Ekki ætla ég að líkja Atla Eð- valdssyni við þessar kempur en vert er að rifja upp þegar hann gerði fimm mörk í leik. Eftir að Messi bætti met Gerds Müllers hefur hann skorað tvö til og á enn tvo leiki eftir á árinu. Því er nú haldið fram að áður hafi leik- maður gert fleiri mörk á einu ári í gamla daga en það hefur ekki verið staðfest og verður því látið liggja á milli hluta að þessu sinni. Enginn efi er hins vegar á afreki Atla. Höfundur þessa pistils var viðstaddur og marktækt vitni! Atli var sannarlega maður dags- ins í Vestur-Þýskalandi laugardag- inn 4. júní 1983. Eintracht Frank- furt var í heimsókn í síðustu umferð deildarkeppninnar og leik- urinn skipti í sjálfu sér engu máli. En Atla var ekki sama; gaf tóninn snemma og linnti ekki látum fyrr en með fimmta markinu skömmu fyrir leikslok. Strax að loknum þessum eftir- minnilega leik stigu Atli, Pétur Ormslev, sem einnig lék með For- tuna, Helgi Daníelsson, formaður landsliðsnefndar, og þrír íslenskir blaðamenn upp í flugvél Arnarflugs og héldu heim á leið undir dyggri stjórn Arngríms Jóhannssonar flugstjóra. Og til að kóróna frá- bæra frammistöðu á laugardeg- inum skoraði Atli í 1:0-sigri Íslands gegn Möltu í undankeppni EM. Sannarlega maður helgarinnar í ís- lenskum fótbolta. Landsliðsmiðherjinn Rudi Völler varð markakóngur í Vestur- Þýskalandi þennan vetur, gerði 23 mörk, Atli og Karl Allgöwer, sam- herji Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart, gerðu 21 og Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern 20.  Dieter Müller er sá leikmaður sem hefur gert flest mörk í einum leik í þýsku deildarkeppninni. Hann skoraði sex sinnum fyrir 1. FC Köln í leik gegn Werder Brem- en (7:2) árið 1977.  Tólf leikmenn hafa gert fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku deildinni. Einn þeirra, hinn ótrúlegi Gerd Müller sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið, afrekaði það fjórum sinnum með Bayern München; fyrst 1972, þá 1973 og síðan tvisvar árið 1976. Meðal annarra eru Karl-Heinz Thielen (sem varð fyrstur til þess, með Köln 1973), Jupp Heinckes, Manfred Burgsmüller, Dieter Hön- eß og Jürgen Klinsmann. Atli Eðvaldsson var stöðugt ógnandi í leiknum eftirminnilega 1983. Eins og sjá má var hans ekki alltaf sérlega vandlega gætt af varnarmönnum! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Atli gerði fimm mörk í einum leik FYRSTU HELGI Í JÚNÍ 1983 GERÐI ATLI EÐVALDSSON SEX MÖRK. FIMM Í DEILDARLEIK Í VESTUR-ÞÝSKALANDI Á LAUG- ARDEGI OG EITT Í LANDSLEIK Í REYKJAVÍK DAGINN EFTIR. Ef þú ert í vítateignum en veist ekki hvert er ákjósanlegast að senda boltann, skoraðu bara og við ræðum valkostina síðar. Bob Paisley, þáverandi knattspyrnustjóri enska liðsins Liverpool. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Ted Drake, leik- maður Arsenal, hefur skorað flest mörk allra í efstu deild á Englandi í einum og sama leiknum. Drake af- rekaði það 14. des- ember árið 1935, þegar Arsenal burstaði Aston villa 7:1 á útivelli; gerði sér þá lítið fyrir og skoraði öll mörkin. Hann ætti reyndar með réttu að vera skráður með átta mörk í leiknum, skv. gömlum fregnum, því einu sinni þrumaði hann boltanum í þverslána en hvorki dómarinn né línuvörðurinn tóku ekki eftir því að hann lenti innan við línuna. Síðan úrvalsdeildin var stofnuð 1992 hafa nokkrir leikmenn gert fimm mörk í einum leik.  Andy Cole, 1995: Man. Utd. – Ipswich 9:0  Alan Shearer, 1999: Newc. – Sh. Wedn. 8:0  Jermain Defoe, 2009: Tottenh. – Wigan 9:1  D. Berbatov, 2010: Man. Utd. – Blackb. 7:1  Tveir leikmenn hafa skorað fimm mörk í deildarleik á Spáni:  Fernando Morientes, febrúar 2002: Real Madrid – UD Las Palmas 7:0  Radamel Falcao, desember 2012: Atletico Madrid – Deportivo La Coruna 6:0  Á Ítalíu og í Frakklandi hefur engum leik- manni tekist að skora oftar en fjórum sinnum í einum og sama deildarleiknum. TED DRAKE GERÐI SJÖ MÖRK Í LEIK MEÐ ARSENAL Ted Drake Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur farið hamförum með Atletico Madrid undanfarið. Markamaskínan og samherjar hans ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur næst, því þeir sækja heim snilling- ana í Barcelona þar sem undrið Messi freistar þess að bæta heims- metið enn frekar. Rétt að benda áhugamönnum um að gleyma því ekki að setjast við sjónvarpið rétt fyrir klukkan átta í kvöld, sunnudag, og stilla á Stöð 2 Sport. Maskínurnar mætast Radamel Falcao hefur farið á kostum. AFP MÖRKIN FIMM 1:0Atli fékk sendingu innfyrir vörnina og skor- aði með föstu skoti rétt innan víteigs. (3. mín) 2:0Atli skoraði meðskalla eftir fyrirgjöf frá hægri. (10.) 3:0Aftur var gefið fyrirmarkið frá hægri; Atli skallaði en markvörðurinn sló boltann í þverslána þaðan sem hann hrökk aftur til Atla og hann skallaði í markið. (36.) 4:1 Fallegasta markleiksins. Atli fékk boltann nokkru fyrir utan víta- teig, tveir varnarmenn sóttu að honum en Atli gerði sér lít- ið fyrir og vippaði boltanum yf- ir þá, skaust svo á milli þeirra og sendi þrumufleyg í bláhorn- ið! Frábært mark. (54.) 5:1 Brotið var á RudiBommer innan víta- teigs. Atli tók vítið og skoraði af öryggi í vinstra hornið niðri. (82.) Dieter Müller Gerd Müller
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.