Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 49
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 eins og músa. Með því að nýta sér mann- erfðafræðina getum við byrjað strax að rýna í líffræði manna sem er að mjög mörgu leyti frábrugðin líffræði músanna. Þetta flýtir að sjálfsögðu fyrir lyfjaþróun.“ Hann þagnar. „Ég vona samt að þessi grein þín verði ekki markviss gagnrýni á músina. Mér þykir vænt um hana,“ bætir hann síðan við, sposk- ur. Því er lofað. Markmiðinu náð Hver er þín framtíð hjá Íslenskri erfðagrein- ingu? „Ég er ennþá tiltölulega ungur, ekki nema 63 ára, og geri ráð fyrir að halda áfram að vinna hér í einhver ár, haldi ég heilsu. Ég hef skrifað undir samning þar um. Þetta er það eina sem ég kann, það eina sem ég uni mér við, þannig að ég lít á mig sem lán- saman mann. Þess utan er ég afar þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að vinna með öllu því stórkostlega fólki sem hér vinn- ur.“ Til að draga þetta saman í lokin, er Ís- lensk erfðagreining á góðum stað í dag? „Fyrirtækið er á eins góðum stað og það gæti verið. Við erum með fjármögnun tryggða til margra ára og erum orðin hluti af stærra fyrirbrigði sem starfar við það að búa til lyf og lækna fólk. Það var markmiðið með þessu öllu. Ég stofnaði þetta fyrirtæki til að hlúa að læknisfræðinni og gera gagn. Það hefur tekist.“ Morgunblaðið/Golli David Altshuler, inn-kirtla- og mann-erfðafræðingur, er einn af stofnendum Broad- stofnunarinnar við Harvard og MIT, sem leggur áherslu á þverfaglegar rannsóknir í læknavísindum, og jafnframt einn helsti keppinautur Kára Stefánssonar. „Ég tel að framfarir í heilbrigðisþjónustu, þar á meðal greining og aðhlynning, eigi mikið und- ir öflugum verkfærum til að rannsaka mann- inn,“ segir Altshuler. „Erfðarannsóknir eru sú nálgun, sem mestu lofar og þar hafa orðið gríð- arlegar framfarir á undanförnum fimm árum. Íslensk erfðagreining er meðal tveggja eða þriggja mikilvægustu, árangursríkustu og frumlegustu hópa heimsins í þessum efnum og einstök að því leyti að byggja erfðafræðilega og klíníska nálgun sína á þjóðarþýði. Með öðrum orðum lít ég svo á að það séu nokkrir hópar í fremstu röð í heiminum og Íslensk erfðagrein- ing stendur jafnfætis þeim öllum. En þar sem starfsfólk fyrirtækisins hefur skapað sér sér- stöðu er það best í heiminum og komst í þá stöðu með því að taka íbúa í einu landi þar sem er að finna marga sjúkdóma, erfðamengið er einstakt og samþætta þetta allt. Þannig hefur fyrirtækið gert mikilvægar uppgötvanir um marga, ólíka sjúkdóma og hvernig þeir tengjast undirliggjandi líffræði og möguleikum að þróa nýjar sjúkdómsmeðferðir. Ég held að þetta sé einstakt í heiminum.“ Altshuler kveðst telja að rannsóknir fyrir- tækja á borð við Íslenska erfðagreiningu lofi mjög góðu, en um leið sé mikið verk enn óunnið eigi að öðlast skilning á ákveðnum líffræðilegum ferlum í líkamanum og hvernig þeir fari úr skorðum þannig að hættan á sjúkdómum aukist og setja fram tilgátur um meðferðir til að leysa þessi vandamál. „Gott dæmi um þetta er nýleg grein, sem Erfðagreining birti um Alzheimer-sjúkdóm- inn,“ segir hann. „Mikið af rannsóknum á Alz- heimer byggist á tilgátunni um amyloid peptíð [sem talið er að valdi útfellingar í heila Alzheim- er-sjúklinga, svokallaðar elliskellur, og sé helsti orsakavaldur sjúkdómsins]. Klínískar rann- sóknir, sem ekki gengu upp, höfðu fengið menn til að draga þessa tilgátu í efa. Uppgötvun Ís- lenskrar erfðagreiningar á erfðabreytileika, sem ver fólk fyrir Alzheimer og er í tilteknu geni, er hins vegar sterk vísbending í átt til staðfestingar á amyloid-tilgátunni og hefur átt snaran þátt í að vísindamenn hafa ákveðið að gera frekari klínískar rannsóknir til að láta reyna á tilgátuna. Þarna á eftir að vinna miklar rannsóknir, en ég tel að bæði aðferðirnar og nið- urstöðurnar hjá ÍE varði veginn fram á við.“ Altshuler segir að vitaskuld muni ekkert eitt fyrirtæki vinna alla vinnuna, sviðið sé stórt og víða góð vísindi að finna. „Enginn einn hópur getur gert nema brot af framlagi heimsins. Hins vegar eru hópar í forustu bæði hvað varðar að- ferðir og niðurstöður og aðrir fylgja. Íslensk erfðagreining er meðal tveggja eða þriggja bestu hópanna af þeim toga í heiminum.“ Fjölmiðlar á villigötum Altshuler segir umfjöllun fjölmiðla um rann- sóknir og vísindi almennt meingallaða. „Leyfðu mér að útskýra hvers vegna,“ segir hann. „Meginatriðin varðandi þróun lyfja og al- mennt séð í heilsugæslu eru í fyrsta lagi að hvað varðar flesta sjúkdóma höfum við ekki með- ferðir sem lækna og þess vegna eyðum við gríð- arlegu fé í hluti, sem ekki virka sérlega vel. Að- almálið hvað varðar þróun lyfja er að flest þau lyf, sem ná því stigi að gerðar eru tilraunir með þau á fólki, reynast ekki gera gagn. Það er meg- inmálið í þróun lyfja. Það á ekki að líta svo á eins og gert er í mörgum blaðagreinum að einhvers staðar bíði gull og grænir skógar eða töfra- lausnir. Ég get sagt það að nú og um alla fram- tíð verður enga gullsjóði að finna, enga töfra- lausn, sem öllu bjargar. Það er kjánalegt að hugsa þannig. Rétta leiðin til að líta á málið er að í okkar þjóðfélagi eru silljónir dollara not- aðar til að þróa ný lyf hjá lyfjafyrirtækjum, líf- tæknifyrirtækjum og háskólum. 95% þeirra lyfja, sem ná því stigi að vera til reynslu í mönn- um reynast ekki skilvirk eða skaðlaus. Öllu því fé, sem fór í að þetta þróunarstarf, er því sóað. Gildi starfs Íslenskrar erfðagreiningar og sam- bærilegra hópa felst í að með því að segja okkur á hvaða sjúkdómum megi vinna með tiltekinni nálgun er hægt að bæta árangurinn í lyfjaþróun og bæta skilvirkni meðferðar, sem til lengri tíma litið mun hafa afgerandi áhrif á heilsufar mannsins. En þegar það gerist er meginatriðið ekki gull og grænir skógar hjá Íslenskri erfða- greiningu, heldur að komið verði fram lyf sem virkar. Spurningin er hvernig við komumst að því hvaða leið við ættum að fara. Þess vegna eru þessi greinaskrif hreinlega kjánaleg. Það besta sem Íslensk erfðagreining getur gert er að gera margar uppgötvanir og birta margar greinar á borð við greinina um Alzheimer-sjúkdóminn. Þá munu ýmis fyrir- tæki, þar á meðal Amgen, sem var að kaupa ÍE, fá skýrari hugmynd um hvernig lyf eigi að þróa þannig að líklegra verði að þau skili árangri og á endanum verði til þess að hjálpa sem flestum sjúklingum. Þá mun fólk hafa gleymt hvaða erfðarannsóknir og -uppgötvanir bjuggu að baki,“ segir Altshuler og bætir hlæjandi við: „Og það er í fínu lagi.“ kbl@mbl.is David Altshuler ÍE í hópi tveggja til þriggja bestu Magnús Lyngdal Magnús- son, aðstoðarforstöðu- maður Rannís, sem nú starfar tímabundið sem sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðu- neytinu, hefur fylgst grannt með starfsemi Ís- lenskrar erfðagreiningar (ÍE) gegnum árin. Hann segir tvennt best til þess fallið að mæla ár- angur líftæknifyrirtækja, annars vegar birt- ingar á niðurstöðum rannsókna í virtum vísindatímaritum erlendis og hins vegar fjármagn sem tekst að afla til rekstrarins. „Íslensk erfðagreining stendur vel að vígi varðandi báða þessa þætti.“ Magnús segir ÍE hafa jöfnum höndum fengið stóra styrki frá Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. „Það sætir sérstaklega tíðindum varðandi Bandaríkin enda eru Bandaríkjamenn yfirleitt ógjarnir á að veita styrki til fyrirtækja í öðrum löndum.“ Hann segir birtingum á niðurstöðum rannsókna í virtum erlendum vísinda- tímaritum, svo sem Nature Genetics og The Lancet, fjölga jafnt og þétt og þær séu nú orðnar á bilinu fimmtíu til sextíu á ári. „Það er afbragðsárangur.“ Ekki er þó nóg að fá greinar birtar, aðallega er horft til til- vitnana í greinarnar eftir að þær hafa birst. „Þar stendur ÍE líka mjög vel að vígi en til- vitnanir í greinar fyrirtækisins eru orðnar yfir fimm þúsund á ári. Það þýðir að vitnað er til þessara greina hvern einasta dag. Það hefur ekki bara mikla þýðingu fyrir fyrir- tækið heldur íslenskt vísindasamfélag al- mennt,“ segir Magnús. Sé Kári Stefánsson skoðaður sérstak- lega kemur í ljós að hann er sá íslenski vís- indamaður sem hefur birt flestar greinar í erlendum tímaritum. Að sögn Magnúsar eru þær á sjötta hundrað. Magnús fagnar því að tekist hafi að tryggja rekstraröryggi Íslenskrar erfða- greiningar til lengri tíma enda sé Ísland af- ar heppilegur staður fyrir mannerfðarann- sóknir vegna legu landsins og allra þeirra upplýsinga sem hér liggja fyrir um erfðir. „Það má heldur ekki gleyma því að Ís- lensk erfðagreining vinnur gjarnan í nánu samstarfi við Landspítalann og Háskóla Ís- lands, stofnanir þar sem þekking er líka á mjög háu plani.“ orri@mbl.is VITNAÐ TIL RANNSÓKNA ÍE Á HVERJUM EINASTA DEGI Magnús Lyngdal Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.