Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Matur og drykkir S pessi ljósmyndari heldur friðarmáltíð sína í 16. sinn laugar- daginn 22. desember. Í þetta sinn er hann í samvinnu við Sollu og veitingastaðinn Gló og verður boðið upp á ítalskan jólamatseðil. Af þessu tilefni gefur Spessi hér uppskrift að hefðbundnum jóla- mat sínum, hnetuhleifi, sem eins og meðfylgjandi mynd sýnir er allt- af borinn fram með friðarfána. Enda kemur hugmyndin að friðar- máltíðinni frá jólamatnum. „Friðarfáninn þýðir uppgjöf enda vægir sá sem vitið hefur meira,“ segir Spessi og útskýrir að jólin séu hátíð friðar og stríð hafi verið stöðvuð yfir jólin. „Þá hefur verið settur upp friðarfáni og þess vegna er ég með þennan friðarfána. Þegar maður gefst upp er mað- ur frekar til í að hlusta. Það vantar svo oft að fólk hlusti hvað á ann- að. Lykillinn að sáttum er að gefast upp og spyrja: Hvernig eigum við að gera þetta? Það verður að hætta að berjast svo hægt sé að tala saman og semja frið.“ Þessa hugsun vildi hann taka með í friðarmáltíðina sína. „Ég reyni að ná þessari stemningu þegar ég elda á veitingastað og fara með þennan anda inn í máltíðina.“ Hefur gaman af jólakortaskrifum Spessi nýtur aðventunnar og hefur gaman af mörgu í kringum jólin. „Það er kannski eitthvað hægt að gagnrýna kaupmennskuna í kring- um jólin en samt er þetta gott mál. Fólk er að æfa sig í að gefa og ætti að hugsa svona allt árið, “ segir hann og útskýrir að einhverjar bestu stundir hans fyrir jólin séu við jólakortaskrif. „Þá er maður að senda fallegar hugsanir og setur eitthvað persónulegt í það. Í jólagjafavali ertu líka að hugsa um manneskjuna, hvað myndi gleðja hana. Það er fín æfing fyrir mannkynið að halda jól.“ Síðast var friðarmáltíðin haldin í Kansas í Bandaríkjunum en þar var Spessi búsettur tímabundið. „Þetta var 400 manna bær og það komu 150 manns í veisluna.“ Tónlistin er ómissandi þáttur í friðarmáltíðum Spessa. Í ár verður það hljómsveitin ADHD sem sér um stuðið, því stuð er það en ekki hefðbundin dinnertónlist. Í sveitinni eru bræðurnir Óskar og Ómar Guðjónssynir, Davíð Þór Jónsson og Magnús Trygvason Elíassen. Máltíðin er sem fyrr grænmetismáltíð. „Ég er búinn að vera grænmetisæta í yfir 30 ár, eða síðan 1981,“ segir hann og er hug- sjónin aldrei langt undan. „Fyrst og fremst er það gott fyrir heim- inn og umhverfið að borða grænmetismat. Það eru svo margar góð- ar ástæður fyrir því að koma jurtamat meira á framfæri.“ Spessi borðar ávallt hnetuhleif á jólunum og þá er hann jafnan skreyttur með friðarfána. Ljósmynd/Spessi FRIÐARMÁLTÍÐ SPESSA HALDIN Í SEXTÁNDA SINN FYRIR JÓLIN Jólin eru góð æfing fyrir mannkynið LJÓSMYNDARINN SPESSI ER FRIÐARSINNI OG GRÆNMETISÆTA OG SAMEINAR ÞETTA TVENNT Í FRIÐARMÁLTÍÐINNI SINNI SEM HANN BÝÐUR JAFNAN UPP Á FYRIR JÓLIN. Í ÞETTA SKIPTI ER HÁTÍÐIN Á GLÓ OG VERÐUR MEÐ ÍTÖLSKU SNIÐI. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Spessi er matgæðingur og hugsjónamaður. Morgunblaðið/Sigurgeir S. Fyrir 10 manns: 3 b. soðnar linsubaunir 3 b. soðið hirsi 3 b. soðin brún hrísgrjón 1 b. rifið heilhveitibrauð ½ b. haframjöl ½ b. muldar cashewhnetur ¼ b. sólblómafræ ¼ b. ólífuolía 1 b. niðursneiddur laukur fersk salvía eftir smekk ½ tsk. sellerífræ hvítlaukur - þrjú rif salt eftir hendinni ferskur chili, smátt skorinn eftir smekk Öllum efnum blandað saman og hrært þar til deigið er mátulega stinnt og sett í mót með smjörpappír á botninum. Baka í rúma klukkustund við 200°C. Ef yfirborðið byrjar að brenna er hægt að setja plötu yfir hleifinn. Meðlætið hans Spessa er líka girnilegt: Kartöflumús gerð úr sætum kartöflum, trönuberjasulta, smjörsteikt sellerírót, villi- sveppasósa og ferskt salat. Svo ef maður vill vera eins og Spessi er um að gera að skreyta hleifinn með heimagerðum friðarfána til að kóróna hátíðarstemninguna. HNETUHLEIFUR SPESSA Forréttur Eggaldinrúllur með geitaosti og kletta- salati. Aðalréttur Canneloni úr spelti með spínati, ríkotta og parmesanostafyllingu. Grænt salat og granatepla- og byggsalat. Einnig verður hægt að fá glútenlausan mat og vegan-mat. Eftirréttur Tiramisu Verð 6.500 krónur og renna 1.000 krónur af hverri máltíð til Konukots. Friðarmáltíðin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.