Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 D yrnar á skrifstofu forstjóra opnast og hann gengur hæg- um skrefum í áttina til mín, réttir út höndina. „Kári Stef- ánsson.“ Ég segi líka til nafns en minni hann á að við höfum áður hist, heima hjá Kristjáni Davíðssyni listmálara í sumar. „Mér er vel kunnugt um það,“ segir hann. „Fannst bara kurteislegra að kynna mig.“ Hann snýst á hæli áður en ég sé hvort hann setur upp glott. Ég fylgi Kára inn á skrifstofuna, þar sem mér er vísað til sætis við burðugt fundarborð. Í þann mund sem ég er að fá mér sæti grípur forstjórinn hins vegar inn í. „Nei, þú verður þarna. Ég hér, nær dyrunum. Ég þarf að geta verið fljótur að komast út.“ Hvað sem það nú þýðir. Að baki er salan á Íslenskri erfðagrein- ingu til bandaríska líftækni- og lyfjafram- leiðslufyrirtækisins Amgen fyrir 52 milljarða króna í vikunni. Gjörningur sem Kári Stef- ánsson hefur lýst velþóknun sinni á. „Fjárfestarnir sem áttu fyrirtækið fá fjár- festingu sína til baka áttfalt. Það hljóta að teljast góð viðskipti,“ byrjar Kári og viður- kennir að sér þyki íslenskir fjölmiðlar hafa einblínt um of á „tap“ Íslenskrar erfðagrein- ingar í umfjöllun sinni um söluna undanfarna daga. Bókhaldslegt slys „Það er bókhaldslegt slys að svona fjárfest- ing sé kölluð tap. Reglurnar eru þannig að þegar þú fjárfestir í gerð hugverka er það bókfært sem tap. Bókhaldslegt tap Íslenskr- ar erfðagreiningar felst í því að búa til hug- verk sem þarf alls ekki að vera slæm fjár- festing til lengri tíma litið. Væri ég að kaupa byggingu þá gæti ég bókfært verðmætið sem liggur í henni á móti peningunum sem settir eru í verkefnið. Verðmæti hugverka er hins vegar svo huglægt að þetta er ekki gert. Nú þegar Amgen kaupir fyrirtækið á þessu háa verði byggist það á þeirra mati, þeir telja að Íslensk erfðagreining sé þessara peninga virði.“ Er umræða um tap þá villandi? „Hún er það. Með því að tala sýknt og heilagt um tap fæla menn fólk frá því að búa til verðmæti af þessari gerð og fjárfesta í þeim. Undanfarin fimmtán ár hef ég reynt að sannfæra þá sem fjalla um viðskipti á Ís- landi um að ekki sé hægt að meta hátækni- fyrirtæki af þessari gerð á sama hátt og menn meta venjuleg iðnaðarfyrirtæki. Það er með ólíkindum á tímum, þegar illa hefur gengið að draga erlenda fjárfestingu inn í landið, að menn skuli bara hugsa og tala um tap fyrirtækisins þegar það hefur verið keypt af erlendum aðilum á hæsta verði sem nokkru sinni hefur verið greitt fyrir íslenskt fyrirtæki. Væri ekki eðlilegra að fagna því að öflug erlend fyrirtæki séu loksins tilbúin að koma hingað aftur – og það af fullum krafti?“ Rekstur tryggður um langan tíma Færir hið nýja eignarhald Íslenskri erfða- greingu aukinn stöðugleika? „Já, það gerir það. Nú er rekstur fyrir- tækisins tryggður um langan tíma, auk þess sem þetta gefur okkur möguleika á að auka við þessa starfsemi, frekar en að minnka hana. Það sem gleður mig sem gamlan vís- indamann er að núverandi eigendur fyrir- tækisins hafa hvatt okkur af miklum krafti til að halda áfram að gera uppgötvanir og leiða mannerfðafræði í heiminum í gegnum uppgötvanir sem við snúum yfir í vísinda- greinar. Það gerir það að verkum að ekki þurfa að koma til landsins önnur fyrirtæki til að taka yfir þann hluta starfseminnar sem hefur verið til þess fallinn að auka veg og virðingu íslenskra vísinda svo um munar.“ Finnst þér Íslensk erfðagreining hafa mætt takmörkuðum skilningi hér á landi? „Á því eru tvær hliðar. Fyrirtækið hefur mætt gífurlega miklum skilningi hjá almenn- ingi í landinu sem að mörgu leyti hefur borið okkur á herðum sér með því að taka þátt í rannsóknum og stutt okkur með ráðum og dáð. Íslenska pressan hefur á hinn bóginn verðið okkur heldur köld. Mikið hefur verið fjallað um uppgötvanir okkar erlendis og stórblaðið The New York Times meðal ann- ars slegið þeim upp á forsíðu. Íslenska pressan hefur aftur á móti sjaldan gert sér mat úr þessum uppgötvunum. Skýringin get- ur legið í því að það er ekki nægilega mikil sérhæfing í íslenskri blaða- og frétta- mennsku og ekki hefur ástandið batnað eftir að ritstjórnir hafa verið skornar niður. Ég hef stundum pínulítið á tilfinningunni að ís- lenskir fjölmiðlar trúi því ekki að upp- götvanirnar sem við erum að gera í þessu fyrirtæki séu raunverulegar. Fjölmiðlum til varnar má þó benda á að við erum svolítið skringilegt fyrirtæki í þessu samfélagi. Sam- an við hvað á að bera okkur?“ Slæmt hlaut að vera gott Geturðu nefnt dæmi um vanhæfi íslenskra fjölmiðla? „Það get ég gert. Einu sinni hringdi til mín blaðamaður Morgunblaðsins sem tjáði mér að verið væri að flytja fréttir af rann- sóknum okkar á ráðstefnu í Montreal í Kan- ada. Átti rannsóknin að fjalla um tengsl fóta- óeirðar og háþrýstings. Ég sagði blaðamanninum að mér þætti þetta skrýtið, þar sem ég kannaðist ekki við téða rann- sókn, og bað um frest til að kynna mér mál- ið. Eftir að hafa hringt út um allan heim komst ég að því að maður, sem ég þekki ágætlega, hafði án míns leyfis sett nafn mitt á fyrirlestur sem hann var að flytja í Mont- real. Ég fór í gegnum málið allt saman og komst að raun um að vinnan sem hann var að kynna þarna var léleg og vísindin fyrir neðan allar hellur. Því næst hringdi ég í blaðamanninn og bað hann í guðanna bænum að flytja ekki frétt af þessu, þar sem rannsóknin væri ómerkileg og málið svona vaxið. Blaðamaður- inn brást þunglega við þessu og daginn eftir birtist frétt á forsíðu Morgunblaðsins um þessa stórkostlegu uppgötvun. Fyrst ég sagði að þetta væri slæmt, hlaut það að vera gott. Ég gat alla vega ekki skilið þetta öðru- vísi.“ Er algengt að menn í heimi vísindanna hegði sér svona, hengi nöfn annarra vísinda- manna og fyrirtækja við sína vinnu? „Því get ég ekki svarað. Þessi tiltekni maður hélt að þetta væri í lagi. Sem það var ekki. Ég fór yfir málið með honum og hann mun aldrei gera þetta aftur.“ Ekki komið að fótum fram Er áhugi íslenskra fjölmiðla á rekstrarhlið Íslenskrar erfðagreiningar tilkominn vegna vanþekkingar þeirra á vísindahliðinni? „Það er ekki ósennilegt. Vandinn er hins vegar sá að þeir hafa ekki almennilegan skilning á rekstrarhliðinni heldur vegna þess að þeir eiga erfitt með að horfa til verðmæta sem til verða í formi hugverka. Þetta er fínt dæmi um það,“ segir Kári og tekur Við- skiptablaðið upp af borðinu. „Þegar þeir fjalla um ársreikning okkar frá í fyrra taka þeir ekki inn í myndina að fyrirtæki eins og þetta mótast af því hvers konar fjárhagslega bakhjarla það hefur. Þegar verið er að búa til hugverk af þessu tagi færðu ekkert tekju- streymi til að byrja með. Mér þykir merki- legt að eftir að fyrirtækið var selt fyrir 52 milljarða króna hélt Viðskiptablaðið áfram að halda því fram á vefútgáfu sinni að fyrir- tækið hefði verið komið að fótum fram og að um nauðungarsölu hefði verið að ræða. Það er gjörsamlega út í hött. Áhugi á fyrirtækinu var þvert á móti mikill, Amgen var ekki eini aðilinn sem reyndi að kaupa.“ Hvað voru mörg raunhæf tilboð á borðinu? „Þrjú fyrirtæki höfðu áhuga. Tvö lögðu fram raunhæf tilboð og það þriðja var að vinna í því að leggja fram slíkt tilboð.“ Hefði mátt fá hærra verð fyrir fyrirtækið? „Menn geta alltaf látið sig dreyma en ég held að þetta sé mjög myndarlegt verð fyrir fyrirtækið á þessu augnabliki. Ef við skoðum þetta sem verð fyrir hvert kílógramm af uppgötvunum sem hér hafa verið gerðar er þetta allt í lagi.“ Hann brosir. Gera þarf fleira en gott þykir Hvaða væntingar um arðsemi hafði þú þegar þú lagðir af stað í þessa vegferð árið 1996? „Ég hafði hvorki væntingar né skilning á því. Ég var prófessor við Harvard-háskóla og hafði aldrei komið nálægt viðskiptum. Mitt framlag hefur fyrst og fremst verið sem vísindamaður en mér hefur um leið tekist að fjármagna rannsóknirnar gegnum viðskipta- lífið. Margar hliðar á þeim heimi eru mér ekki bara framandi heldur eru þær ekkert sérstaklega aðlaðandi. Það verður bara að segjast eins og er. En í vísindum verða menn að gera fleira en gott þykir, hvort sem það er að sækja um styrki eða fá til liðs við sig fjárfesta. Þessi fjármögnun hefur gert okkur kleift að sinna okkar rannsóknum og sennilega hefur enginn, hvorki stofnun né fyrirtæki, lagt meira af mörkum til mann- erfðafræðinnar í heiminum en Íslensk erfða- greining undanfarin sextán ár. Það er kjarni málsins.“ Eru viðskiptin nú í vikunni staðfesting á því? „Já, þau eru staðfesting á því. Amgen er ekki að kaupa neitt annað en okkar getu, eins og þeir meta hana, til að gera upp- götvanir. Að sama skapi eru þeir sannfærðir um að þeir geti snúið þessum uppgötvunum okkar yfir í lyf til að lina þjáningar og lækna sjúkdóma. Það hlýtur að vera af hinu góða.“ Amgen hlýtur samt líka að gera sér vonir um að fjárfestingin skili arði í nálægri fram- tíð? „Það tekur tíu til fimmtán ár að búa til lyf og koma því á markað. Það sem eigendurnir vilja sjá er að uppgötvanir okkar fari að hafa áhrif á það ferli frá upphafi til enda. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það fari að ger- ast bráðlega, þá er ég að tala í vikum en ekki árum. Við erum með ýmislegt í okkar kistu. Amgen þarf á okkar þekkingu að halda til að gera þetta ferli skilvirkara. Eitt af stóru vandamálum lyfjaiðnaðarins er að menn byrja gjarnan á því að rýna í líffræði dýra Vont að meta hugverk til fjár KÁRI STEFÁNSSON, FORSTJÓRI ÍSLENSKRAR ERFÐAGREININGAR, ER HÆSTÁNÆGÐUR MEÐ SÖLUNA TIL AMGEN Í VIKUNNI, HÚN TRYGGI REKSTRARGRUNDVÖLL FYRIRTÆKISINS TIL LENGRI TÍMA. HANN BENDIR HINS VEGAR Á TAKMARKAÐAN SKILNING ÍSLENSKRA FJÖLMIÐLA Á FYRIRTÆKINU, BÆÐI VÍSINDA- OG REKSTRARHLIÐINNI. SKOÐA ÞURFI TAP ÞESS Í RÉTTU SAMHENGI, ERFITT SÉ AÐ META HUGVERK TIL FJÁR. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Þessi fjármögnun hefur gert okkur kleift að sinna okkar rannsóknum og sennilega hefur enginn, hvorki stofnun né fyrirtæki, lagt meira af mörkum til mannerfðafræð- innar í heiminum en Íslensk erfðagreining undanfarin sextán ár,“ segir Kári Stefáns- son forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.