Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 S vavar Gestsson, fyrrver- andi ritstjóri, ráðherra og sendiherra, tekur þátt í jólabókaflóðinu með ævi- sögu sinni Hreint út sagt. Hann unir sér hið besta í bókaslagn- um. „Það er heilmikið að gera í kringum bókina sem hefur gengið mjög vel. Mér finnst gaman að taka þátt í þessu ævintýri,“ segir hann. Þú hefur gaman af að skrifa? „Já, mér hefur alltaf þótt gaman að skrifa. Í menntaskóla var ég oft fenginn til að lesa upp ljóð og þótti gera það alveg sæmilega. Svo hætti ég því og fór að lesa upp ræður! Ég hef gaman af að flytja texta þannig að mér finnst óskaplega gaman að standa í þessu stússi öllu saman og lesa upp úr bókinni.“ Hefurðu einhvern tímann í lífsleið- inni skrifað sögur eða ort ljóð? „Á menntaskólaárunum orti ég ljóð sem birtust í skólablaðinu, en þau eru ferlega vondur kveðskapur. Á þessum árum ætlaði ég að verða skáld. Ég man að við Vésteinn Lúð- víksson rifumst óhemju mikið um það hvort maður gæti orðið skáld bara ef maður vildi. Vésteinn Lúð- víksson taldi að menn gætu skellt sér í það að verða skáld og rithöf- undar en ég taldi að menn yrðu að búa yfir sérstakri gáfu til þess. Á þessum árum vorum við félag- arnir mjög uppteknir af íslenskri menningu. Sextán til sautján ára vorum við að lesa bækur eftir Einar Ólaf Sveinsson og drukkum í okkur skáldskap eftir Jón Óskar og Þor- stein frá Hamri sem eru höfundar sem mér þykir enn mjög vænt um. Síðan á Svava Jakobsdóttir mjög mikið í mér, hún er sterkur höfundur og skilur mikið eftir. Svo er Halldór Laxness auðvitað alls staðar.“ Ergelsi sjálfstæðismanna Hvernig myndirðu lýsa þinni bók? „Þessi bók er ævisaga þar sem ég reyni að segja hlutina í jafnvægi. Ef lesandinn segir þegar hann er búinn að lesa bókina: „Hann er allavega að reyna að vera heiðarlegur“ þá verð ég ánægður. Bókin er pólitískt upp- gjör við ýmsa hluti sem voru við- teknir í pólitíkinni hér áður. Ég segi frá þeim eins og ég upplifði þá og ég velti því fyrir mér hvað ég hefði gert öðruvísi ef ég hefði búið að þeirri reynslu sem ég hef núna.“ Nefndu dæmi um hvað þú hefðir gert öðruvísi. „Okkur tókst ýmislegt varðandi efnahagsmál ekki nógu vel. Í gegn- um ríkissjóð átti að lækka verð á vörum og þjónustu, til dæmis land- búnaðarvörum, og niðurgreiða þær í stórum stíl til að minnka verðbólg- una. Þarna tel ég að við höfum geng- ið allt of langt. Vísitölubinding var á öllum sköpuðum hlutum og á þriggja mánaða fresti átti að breyta kaupi vegna breytinga á verðlagi. Ég tel að þessi vísitölupólitik hafi orðið til þess að Alþýðubandalagið missti af því að verða aðili að ríkisstjórnum og slag- urinn um vísitölustig varð til þess að ríkisstjórnir sprungu.“ Er ekki alltaf erfitt fyrir stóra flokka að vinna með flokkum eins og Alþýðubandalaginu og Vinstri græn- um þar sem ríkir innri sundrung? „Það er heilmikið til í því. Flokkar eins og Alþýðubandalagið og Vinstri grænir eru fullir af hugmyndum og hugsjónum og taka sig mjög hátíð- lega og sumir innan þeirra telja að þeir hafi fundið hina einu réttu lausn á öllum mögulegum hlutum. Það hef- ur gengið illa að halda saman vinstri- flokkum hér á Íslandi en svo kom að því að það þurfti að leggja niður Al- þýðuflokkinn og Alþýðubandalagið. Morgunblaðið/Golli Ég er á móti sterkum leiðtogum HREINT ÚT SAGT ER SJÁLFSÆVISAGA SVAVARS GESTSSONAR. HANN ÆTLAR SÉR AÐ SKRIFA FLEIRI BÆKUR EINS OG HANN UPPLÝSIR Í VIÐTALI. HANN RÆÐIR UM BÓKINA, STJÓRNMÁLIN, ICESAVE-MÁLIÐ OG STARFSFERILINN. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Svipmynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.