Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
HEIMURINN
VENESÚELA
CARACAS Hugo Chavez,
forsetiVenesúela, tilkynnti að hann
væri kominn með krabbamein á ný
og sagði að Nicolas
Maduro varaforseti
yrði eftirmaður
sinn. Síðan fór hann
til Kúbu í sex kluk-
kustunda aðgerð,
sem gekk ekki snurðulaust, en var
sagður á batavegi að henna lokinni.
ÍTALÍA
RÓM Mario Monti, forsætisráðherra utanþingsstjórnar Ítalíu, kvaðst mundu
segja af sér í lok árs þegar atkvæði hefðu verið greidd um
fjárlög næsta árs eftir að flokkur Silvios Berlusconis, fyrrverandi
forsætisráðherra, ákvað að hætta stuðningi við stjórnina. Ber-
lusconi, sem á dögunum áfrýjaði dómi fyrir skattsvik, lýsti yfir
því að hann ætlaði að hella sér út í pólitík að nýju á komandi
ári.Aðeins sjö vikur eru síðan hann kvaðst hættur í pólitík.
MALÍ
BAMAKO Herinn steypti forsætis-
ráðherra Malí, Cheick
Modibo Diarra, af
stóli og sagði hann
af sér í sjónvarpi um
miðja nótt.Valdaránið
var fordæmt víða um
heim. Forsetinn situr
áfram og íslamskir bókstaftrúarmenn
ráða enn yfir norðurhluta landsins.
NORÐUR-KÓREA
PYONGYANG Norður-
Kóreumenn skutu gervihnetti á
braut um jörðu. Fyrri tilraunir
þeirra til þess
höfðu misheppnast.
Geimskotið er hluti
af eldflaugaáæt-
lun landsins, sem
gengur út á að þróa
langdrægar sprengjuflaugar. Kim
Jong Un, einræðisherra landsins, var
gagnrýndur harkalega erlendis fyrir
að skjóta gervihnettinum á loft, en
hlaðinn lofi heima fyrir.
Verslunarkeðjan Ikea breiðistút sem aldrei fyrr. Á tímumsamdráttar víða um heim
hefur fyrirtækið tvöfaldað umsvif
sín í fjárfestingum. „Þetta er hægt
vegna sterkrar fjárhagslegrar
stöðu og framsýns eiganda,“ sagði
Anders Bylund, talsmaður Inter
Ikea, sem á réttinn á vörumerki
fyrirtækisins við sænska viðskipta-
dagblaðið Dagens Industri fyrr í
mánuðinum.
Hann sagði að fyrirtækið ætlaði
að fjárfesta fyrir rúmlega fjóra
milljarða sænskra króna (76 millj-
arða íslenskra króna) á ári.
Slá út McDonald’s
Umsvif Ikea eru með ólíkindum.
Daglega kaupa viðskiptavinir fyrir-
tækisins 7,5 milljónir flata pakka
með ósamsettum húsmunum. Það
er einni milljón meira en hamborg-
ararnir, sem skyndibitakeðjan
McDonald’s selur á hverjum degi.
338 verslanir eru reknar undir
nafni Ikea í 41 landi. Allir þekkja
vörumerkið í sænsku fánalitunum,
bláa stafina á gulum grunni. Í
bæklingi, sem fyrirtækið dreifir til
starfsmanna og birgja segir að
Ikea líti svo á að starf þess hafi
„fyrst og fremst félagslegt“ gildi
og ætlunin sé inna af hendi „mikil-
vægt framlag til eflingar lýðræðis“.
Ingvar Kamprad, stofnandi Ikea,
sagði einhverju sinni að fyrirtækið
ætti að skapa fólki „betri kjör í
daglegu lífi“.
Ímynd fyrirtækisins passar þó
ekki alltaf við raunveruleikann. Í
fyrsta lagi er lítið sænskt við Ikea,
þótt nöfnin á vörunum og kjötboll-
urnar í veitingasölunni gefi annað
til kynna. Að baki Ikea er flókinn
vefur margra fyrirtækja, sem flest
hafa aðsetur í Hollandi, en einnig í
Lúxemborg, Liechtenstein, Dan-
mörku og hollensku Antilla-eyjum.
Kamprad keikur
Kamprad, sem orðinn er 86 ára
gamall, er til heimilis í Sviss og
var greint frá því í lok nóvember
að hann væri ríkasti íbúi landsins
og jafnframt fimmti ríkasti maður-
inn á plánetunni jörð. Sagði í sviss-
neska viðskiptatímaritinu Bilan að
hann væri metinn á 39 milljarða
svissneska franka (5,3 billjónir
króna).
Kamprad á þrjá syni, sem í ár-
anna rás hafa látið æ meira að sér
kveða innan fyrirtækisins, en faðir-
inn kveðst hins vegar engan veginn
sestur í helgan stein. Kamprad
stofnaði Ikea 1943 í heimabæ sín-
um, Älmhult í Svíþjóð.
Ikea framleiðir vörur sem falla
að smekk flestra, auk þess að vera
hagstæðar í verði. Þess utan hefur
Ikea á sér ímynd félagslegrar með-
vitundar og rétthugsunar. Ekki er
þó alltaf allt sem sýnist í þeim
efnum.
Í nóvember viðurkenndi fyrir-
tækið að birgjar þess hefðu notað
pólitíska fanga og afbrotamenn í
nauðungarvinnu í Austur-
Þýskalandi til að framleiða fyrir
sig fyrir 25 til 30 árum. Jafnframt
væri ljóst að yfirmenn Ikea vissu
að líklegt var að pólitískir fangar
hefðu unnið að smíði húsmunanna.
Sögðust forsvarsmenn fyrirtækis-
ins harma þetta og bættu við að
staðlar fyrirtækisins hefðu ekki
verið jafn strangir í þá daga.
Erfitt að lúta eigin kröfum
Ikea setur sér strangar kröfur um
aðbúnað verkamanna og umhverf-
isvernd, en leggur um leið áherslu
á að framleiða ódýra vöru. Ekki er
hægt að útiloka að þar fari eitt-
hvað úrskeiðis þótt yfirmaður fyr-
irtækisins í Þýskalandi hafi sagst
að nánast 100% öruggt sé að það,
sem gerðist í Austur-Þýskalandi,
gæti ekki gerst aftur. Hollensk
stofnun, sem rannsakar fjölþjóða-
fyrirtæki, gerði úttekt á vinnuskil-
yrðum birgja Ikea í Bangladess og
Taílandi og komst að þeirri niður-
stöðu að laun og vinnutími stæðust
ekki alltaf þær kröfur, sem fyrir-
tækið setti sér sjálft. Slík tilfelli
hafa komið upp víðar, þótt þau séu
kannski ekki mörg miðað við
umfang starfseminnar.
Hjá Ikea horfa menn hins vegar
í fleiri áttir. Nú reisir Ikea ný
íbúðahverfi bæði í Hamborg og
London. Hermt er að þær verði í
háum verðflokki þannig að ólíklegt
sé að væntanlegir kaupendur kaupi
sér innanstokksmuni í Ikea. Þá
ætlar fyrirtækið að opna hundrað
hótel í það minnsta í Norður-
Evrópu. Herbergin eiga að vera á
hagstæðu verði og praktísk. Þar á
Ikea-andinn að ráða ríkjum.
Húsgagna-
smiður
heimsins
ALLIR ÞEKKJA VÖRUMERKIÐ IKEA OG ÓFÁ HEIMILI
ERU MEÐ INNANSTOKKSMUNI ÞAÐAN. ÓLÍKLEGT ER
AÐ NOKKUR EINN AÐILI ANNAR SETJI JAFN MIKINN
SVIP Á JAFN MÖRG HEIMILI Í HEIMINUM OG IKEA.
Ingvar Kamprad, stofnandi Ikea, ásamt tveimur starfsmanna sinna við opnun nýrrar verslunar fyrirtækisins í Haparanda í
Svíþjóð 15. nóvember. Kamprad er 86 ára, kveðst hvergi nærri hættur og útilokar að fyrirtækið fari á hlutabréfamarkað.
AFP
* „Ég á mikið starf óunnið og hef engan tíma til að deyja.“Ingvar Kamprad, stofnandi Ikea. Hann er 86 ára að aldri.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL
kbl@mbl.is
Þótt Ikea leggi
áherslu á að fyrir-
tækið sé ekki bara í
viðskiptum heldur
leggi áherslu á gildi á
borð við jafnrétti,
verða viðskiptasjón-
armiðin stundum ofan á. Uppnám varð þegar í ljós kom að myndir
af konum höfðu verið þurrkaðar út úr vörulista Ikea í Sádi-Arabíu.
KONURNAR BURT TIL AÐ ÞÓKNAST SAUDUM