Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 56
BÓK VIKUNNAR Ævisaga hinnar dáðu söngkonu
Elly Vilhjálms eftir Margréti Blöndal er á metsölulista. Tími
ævisagna er alls ekki liðinn, eins og sumir hafa haldið fram.
Bækur
KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR
kolbrun@mbl.is
Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverð-
launanna hljóta að skipta tilnefnda höf-
unda máli en ekki verður þess sérlega
vart að þær skipti lesendur miklu máli.
Bóksalar fullyrða að tilnefningar auki
ekki lengur sölu á viðkomandi bókum,
eins og áður fyrr þegar tilnefning jafn-
gilti góðri söluaukningu. Það er eins og
almenningur sé hættur að treysta því að
smekkur dómnefnda sé í einhvers konar
takti við þeirra eigin smekk. Verðlaunin
skipta því ekki jafn miklu máli og áður.
Æskilegast er að tilnefningar og verð-
laun til bókmenntaverðlauna veki áhuga
almennra lesenda, ekki bara rithöfunda
og útgefendur. Bækur eru nefnilega fyrir
fólk og rithöfundar hljóta að vilja að bæk-
ur séu lesnar.
Nú eru starfandi tvær þriggja manna
nefndir sem velja bestu skáldverk og
fræðibækur ársins. Á liðnum árum hafa
nokkrum sinnum
heyrst sögur um
ósætti innan
nefnda, enda svo-
sem enginn leikur
fyrir þrjá ein-
staklinga að verða
sammála um fimm
bestu bækur árs-
ins. Niðurstöður
dómnefnda hafa
líka oft vakið furðu
og áberandi góðar bækur hafa verið sett-
ar út í kuldann. Þetta á til dæmis við í ár
þegar miðlungsskáldverk fengu tilnefn-
ingu, en mun betri bækur voru afskiptar.
Til að valda ekki misskilningi skal dóm-
nefndinni þó hrósað fyrir að hafa tilnefnt
Suðurgluggann eftir Gyrði Elíasson og
Undatekninguna eftir Auði Övu Ólafs-
dóttur. Enginn vafi er á því að þær eru
meðal bestu skáldverka þessa árs. Gyrðir
er einfaldlega í hópi mestu skáldsnillinga
sem þessi þjóð hefur átt. Hann er undra-
maður í bókmenntum. Bók hans Suður-
glugginn er besta skáldsaga ársins. Auð-
ur Ava er svo rísandi stjarna í bók-
menntaheiminum, eins og útgefandi
hennar auglýsir svo rækilega. En það
mætti nefna ansi margar bækur sem
hefðu átt að fylgja þessum tveimur bók-
um í tilnefningu í stað þeirra sem valdar
voru.
Bókmenntaverðlaun eiga að skipta
máli en Íslensku bókmenntaverðlaunin
eiga á hættu að glata mikilvægi sínu, ef
þau hafa þá ekki þegar gert það. Það er
brýn spurning hvort ekki þurfi að huga
að því að stokka upp fyrirkomulag verð-
launanna. Sama kerfi þarf ekki endalaust
að vera við lýði.
Orðanna hljóðan
VERÐ-
LAUN OG
LESENDUR
Auður Ava Ólafsdóttir
Gyrðir Elíasson
Aukaspyrna á Akureyri, barnabókGunnars Helgasonar, er mest seldabarnabók landsins um þessar mundir.
Aðalpersónan er Jón Jónsson, ungur fótbolta-
maður í Þrótti, sem er jafnframt sögumaður,
en ýmislegt dramatískt hendir hann og félaga
hans á íþróttamóti á Akureyri. Bókin er sjálf-
stætt framhald af Víti í Vestmannaeyjum
sem sömuleiðs naut mikilla vinsælda meðal
lesenda.
„Mig langaði til að skrifa fótboltabækur eft-
ir að ég fór að fara á fótboltamót með strák-
unum mínum, en sjálfur hafði ég lesið slíkar
bækur þegar ég var krakki,“ segir Gunnar.
„Mig vantaði gott efni að fjalla um meðfram
fótboltanum og þegar ég heyrði sögu af mjög
alvarlegu heimilisofbeldi kviknaði hugmynd að
söguþræði. Mig langaði líka til að skrifa bæk-
ur sem strákarnir mínir vildu lesa. Undan-
farin ár hafa birst rannsóknir sem sýna að
drengir lesa ekki. Mig langaði til að gera mitt
til að koma þeim til að lesa. Ég er sammála
þeim sem segja að yndislestur sé mikilvægur
og veit af eigin reynslu að hann er frábær.“
Hafa vinsældir þessara tveggja bóka komið
þér á óvart?
„Já og nei. Ég er keppnismaður og stefni
að árangri. Eigum við ekki að segja að ég hafi
vonað að þetta færi svona. En þegar maður
leggur af stað með bók veit maður að það er
ekki á vísan að róa. Bækur eru frekar keypt-
ar fyrir stelpur en stráka þannig að ég var
alls ekkert öruggur um að þessar bækur
myndu seljast. Upphaflega voru þessar bækur
hugsaðar fyrir drengi og það kom mér þægi-
lega á óvart að stelpur lesa þær líka.“
Í Aukaspyrnu á Akureyri er ákveðinn siða-
boðskapur, til dæmis um samskipti og heiðar-
leika. Finnst þér mikilvægt að koma boðskap
eins og þessum til skila í skáldverki?
„Þetta er mjög erfið spurning. Ef ég segi:
Já, það er mjög mikilvægt þá heldur fólk að
ég sé siðapostuli. Mér finnst ég skyldugur til
að predika aðeins hvað er rétt og hvað er
rangt inni á fótboltavellinum. Ég reyndi hins
vegar að forðast siðaboðskap í þeim hluta sög-
unnar sem fjallar ekki um fótbolta heldur
snýr að mannlegu drama. Þar er það ekki að-
alpersónan Jón sem upplifir slæma hluti held-
ur Ívar, strákur sem hann kynnist og verður
síðan besti vinur hans. Ég óttaðist að ef sögu-
maðurinn í bókinni lenti í hörmungum þá
myndu lesendur ekki geta sett sig í spor hans.
Þeir eiga betra með að setja sig í spor Jóns
þegar hann verður vitni að ýmsu er varðar Ív-
ar, einhverju sem hann vissi ekki að væri til
og skilur ekki af hverju er til. Um leið upplifir
meirihluti lesenda vonandi það sama og Jón
og augu þeirra opnast fyrir því að sumar
manneskjar glíma við mikla erfiðleika.“
Það er nokkuð mikið lagt á Ívar, vin aðal-
persónunnar. Það er ljóst að það verður að
koma framhaldsbók til að leysa úr málum
hans.
„Þegar ég var að byrja að vinna að bókinni
leitaði ég ráða hjá fólki sem vinnur í barna-
verndarmálum og spurði út í ýmislegt sem
varðar Ívar og lífsreynslu hans. Þetta fólk
svaraði spurningum mínum það vel að sögu-
þráðurinn raðaðist rétt upp. Þegar ég var bú-
inn að skrifa söguna sendi ég þessu sama
fólki fullbúið handrit í tölvupósti sem það las.
Það sendi mér svo niðurstöðu sína sem var:
Miðað við það sem þú ert að leggja á þetta
litla barn þá þarf að setja saman sérfræð-
ingateymi til að drengurinn sleppi heill út úr
þessu. Ég er að hugsa um að biðja um sér-
fræðingateymi því ég veit ekki hvernig ég á
að hjálpa Ívari litla út úr þeim vanda sem
hann er kominn í. En ljóst er að það verður
að hjálpa honum.“
Ertu byrjaður á næstu bók?
„Ég bjó til söguboga fyrir þrjár bækur en
fór út af járnbrautarteinunum í þessari og
þarf því kannski að breyta bókaflokknum frá
því að vera þriggja bóka flokkur yfir í fjög-
urra bóka flokk til að leysa úr þeim vanda-
málum sem hafa hrannast upp.“
GUNNAR HELGASON SLÆR Í GEGN MEÐ BARNABÓK OG HUGAR AÐ FRAMHALDINU
Ég er keppnismaður
„Undanfarin ár hafa birst rannsóknir sem sýna að drengir lesa ekki. Mig langaði til að gera mitt til að
koma þeim til að lesa,“ segir Gunnar Helgason en barnabók hans hittir í mark.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
VIÐ SAMNINGU BARNABÓKAR
SINNAR LEITAÐI GUNNAR HELGA-
SON RÁÐA HJÁ FÓLKI SEM VINNUR
AÐ BARNAVERNDARMÁLUM.
Ég læt mig hafa það að vera ófrumlegur, en af bókum sem hafa haft mikil áhrif á
mig fyrir málsnilld, djúpvitra speki og örlagalýsingar sem taka til hjartans, hlýt
ég að nefna Fátækt fólk, Heimsljós, Gísla sögu Súrssonar og Háva-
mál. Ofvitinn kemur mér alltaf í gott skap. Ennfremur
var Þórarinn Eldjárn besti vinur minn þegar ég var um
þriggja mánaða skeið í Danmörku að syngja Ástardrykk-
inn, en þá hló ég upphátt daglega að Sagnabelgnum.
Um þessar mundir getur hin nýútkomna bók, Ljúfmeti
úr lækningajurtum, talist uppáhaldsbókin mín. Þar er
nýr tónn sleginn í matreiðslubókum, þar sem Anna Rósa
grasalæknir segir frá lækningamætti jurta og krydds í
mat, en jafnframt á sambýlismaður minn, Albert Eiríks-
son, heiðurinn af flestum uppskriftunum, og sonur minn,
Bragi Bergþórsson, af ljósmyndunum.
Af því ég er svo forn má ég einnig til með að nefna Úr byggðum Borgar-
fjarðar eftir Kristleif á Stóra-Kroppi með sínar ljóslifandi aldarfarslýs-
ingar, Kurteisi eftir Rannveigu Schmidt, Vínlandsgátuna eftir föður
minn og Jón Leifs eftir Árna Heimi Ingólfsson. Enn eru Gyrðir, Guð-
mundur Andri og margir aðrir uppáhaldshöfundar ótaldir, en hér læt ég
staðar numið.
Í UPPÁHALDI
BERGÞÓR PÁLSSON
SÖNGVARI
Bergþór Pálsson hefur unun af bóklestri og margt er í uppáhaldi.
Morgunblaðið/Eggert
Þórarinn Eldjárn
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012