Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012
Í sýningarrýminu Kunstschlager, sem rekið er
af fimm ungum myndlistarmönnum að Rauð-
arárstíg 1, verður um helgina opnaður mynd-
listar-jólabasar. Um sextíu myndlistarmenn á
öllum aldri eiga verk á basarnum en hann
stendur frá 15. desember og fram á Þorláks-
messukvöld. Meðal listamannanna eru Stein-
grímur Eyfjörð, Hildigunnur Birgisdóttir og
Sigtryggur Berg, og þá sýna aðrir á sér nýjar
hliðar, eins og rithöfundarnir Kristín Ómars-
dóttir, sem sýnir teikningar, og Kristín Eiríks-
dóttir, sem sýnir skartgripi.
Listamennirnir hvetja gesti til að líta inn og
skoða allrahanda myndlist og segja unnt að
fjárfesta í áhugaverðum verkum á góðu
verði. Opið er alla daga frá klukkan 16 til 20.
UM 60 SÝNA Í KUNSTSCHLAGER
LISTABASAR
Hluti verks eftir Helga Þórsson sem er á bas-
arnum, en hann er einn aðstandenda salarins.
Wilhelm Beckmann sker út altaristöflu. Hann
naut mikilla vinsælda fyrir list sína hér á landi.
Yfirlitssýning á listaverkum Wilhelms Beck-
manns (1909-1965) opnar í safnaðarheimili
Kópavogskirkju, Borgum, laugardag klukkan
14 í tilefni 50 ára afmælis Kópavogskirkju.
Sýnd verða verk eftir Beckmann sem eru í
eigu kirkjunnar og ljósmyndir Guðmundar
Ingólfssonar af fleiri verkum hans.
Wilhelm Beckmann var fæddur í Þýska-
landi, lærði þar útskurð og höggmyndalist, og
kenndi þar list sína, en flúði nasismann og
kom hingað til lands árið 1935. Hér varð
hann langþekktastur fyrir útskurðarverk sín
en þau er að finna á mörgum heimilum og í
kirkjum. Hann var fyrsti bæjarlistamaður
Kópavogs.
SÝNA LISTAVERK BECKMANNS
VERK MYNDSKERA
Vatíkanið á eitthvert
glæstasta listaverkasafn
sem um getur en páfaríkið
er hinsvegar ekki þekkt
fyrir mikið umburðarlyndi
fyrir stefnum og straum-
um í samtímalist, enda
vinna listamenn iðulega
með ögrandi hugmyndir.
Nú hefur hinsvegar verið
tilkynnt að Vatíkanið verði
eitt átta ríkja sem taka
næsta sumar þátt í Feneyjatvíæringnum í
fyrsta skipti, með sérstökum skála. Ekki hef-
ur verið tilkynnt hverjir verða fulltrúar páfa,
en samkvæmt The Art Newspaper munu
sýnendur vera tíu, víðsvegar að úr heiminum,
og takast á við sköpunarsögu Biblíunnar.
Dagblað Vatíkansins hefur á stundum gagn-
rýnt verk á tvíæringnum fyrir ósiðlega nálgun
listamanna. Katrín Sigurðardóttir verður
fulltrúi Íslands í Feneyjum í sumar.
FENEYJATVÍÆRINGURINN 2013
VATÍKANIÐ SÝNIR
Vatíkanið á sum
frægustu lista-
verk sögunnar.
Hvað viltu, veröld nefnist ný bók með pistlum eftir SigurbjörnEinarsson biskup sem birtust vikulega í Morgunblaðinu umtíma. Fyrsti pistlaflokkurinn birtist vikulega á sunnudögum
haustið 2007, og er heiti bókarinnar sótt í þá. Annar og þriðji flokkur
pistlanna birtust síðan vorið 2008 og sumarið 2009 og nefndust „Leit
og svör“. Þá var Sigurbjörn kominn hátt á tíræðisaldur en hann lést
28. ágúst 2008, 97 ára að aldri.
Pistlarnir vöktu umtalsverða athygli enda Sigurbjörn dáður kenni-
maður. Í þeim ræðir Sigurbjörn ýmsar spurningar varðandi tilgang
lífsins og leitast við að veita svör kristinnar trúar við þeim spurn-
ingum. Í bókinni birtast einnig hugleiðingar Sigurbjörns um ellina
sem aldrei hafa birst áður en hann hafði gengið frá þeim fyrir andlát
sitt.
Til viðbótar pistlunum birtast tvær prédikanir Sigurbjörns. Aðra
flutti hann á Hrafnseyri við Arnarfjörð á Hrafseyrarhátíð 17. júní ár-
ið 2003. Hin er síðasta prédikunin sem Sigurbjörn flutti, réttum mán-
uði fyrir andlátið, á Reykholtshátíð 27. júlí 2008. Báðar þykja þessar
prédikanir merkilegar fyrir þær sakir að þær birta sýn Sigurbjörns á
íslenska þjóð, sögu hennar, tungu og menningu, enda fluttar á stöð-
um sem kalla Íslendinga til vitundar um menningarlegar rætur og
stöðu sína, vonir og þrár. Í bókarlok er síðan birtur sálmur sem
fannst í handriti Sigurbjörns eftir lát hans, og lag sem Þorkell sonur
hans samdi við sálminn.
Þá er komin út hjá Skálholtsútgáfunni á hljóðbók Kristnar íhug-
anir, þar sem Sigurbjörn les fjórtán íhuganir sínar sem áður komu
út á myndbandinu Til íhugunar.
BÓK MEÐ PISTLUM SIGURBJÖRNS BISKUPS
Spurningar um
tilgang lífsins
Sigurbjörn Einarsson biskup var dáður og virtur kennimaður og hafa skrif
hans um trú og trúmál notið mikilla vinsælda.
Morgunblaðið/Einar Falur
SAFN PISTLA SEM SIGURBJÖRN EINARSSON BIRTI Í
MORGUNBLAÐINU, AUK SÍÐUSTU PRÉDIKANA HANS.
Menning
Nonni hefur lengi verið mér hug-stæður, alveg frá því ég las Nonna-bækurnar sem ungur drengur,“
segir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræð-
ingur. Hann hefur skrifað ævisögu Jóns
Sveinssonar, Nonna, jesúítaprestsins og rit-
höfundarins sem ólst upp í Eyjafirði en hélt
barnungur út í heim og öðlaðist á fyrri hluta
20. aldar mikla frægð fyrir bækur sem hann
byggði á bernsku sinni á Íslandi. Bók Gunn-
ars, Pater Jón Sveinsson – Nonni, er til-
nefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.
Gunnar starfar sem skjalavörður kaþólsku
kirkjunnar og tekur á móti blaðamanni í
byggingu fyrir aftan Kristskirkju. Þangað
réðst hann fyrst til starfa fyrir sautján árum
og hefur verið þar síðan, fyrir utan að hafa
unnið sem sagnfræðingur fyrir óbyggða-
nefnd um tíma. Hann segir að fyrrverandi
biskup hafi ákveðið að það yrði hluti af sínu
starfi að skrifa bókina um Nonna.
„Þegar ég fór að skrá skjölin hérna rakst
ég á stóran bunka bréfa sem Jón Sveinsson
hafði skrifað þáverandi biskupi, Meulenberg,
og þá má segja að áhugi minn hafi vaknað,“
segir Gunnar. „Ég held að mjög fáir hafi vit-
að um þessi bréf, ef þá nokkrir. Þegar ég
fór að lesa þessi bréf kynntist ég allt öðrum
manni en maður sér fyrir sér við að lesa
Nonnabækurnar.“
Óvenju hrekklaus sál
Gunnar hafði áður verið handgenginn Har-
aldi Hannessyni sem var mesti sérfræðingur
landsins í sögu og verkum Nonna. Hjá hon-
um kynntist Gunnar safni skjala og gagna
sem Haraldur hafði aflað um Nonna og eru
nú varðveitt í Þjóðarbókhlöðunni.
„Haraldur hafði komið þessu safni saman
af miklum dugnaði. Jón Sveinsson lést í
Köln árið 1944 og fljótlega eftir stríð fór
Haraldur til Þýskalands og sótti skjöl hans.
Hann naut við það stuðnings Jóhannesar
Gunnarssonar biskups en þeir Nonni voru
góðir vinir og skrifuðust á. Haraldur fékk
leyfi jesúítareglunar til að fá þessi gögn til
tímabundinnar notkunar, því hann ætlaði sér
að skrifa ævisögu Jóns. Haraldur vildi fyrst
flokka skjölin og gerði það af geysilegri
vandvirkni. Hann fékk síðan jesúítana til að
fallast á að skjölin yrðu afhent íslensku
þjóðinni til eignar.“
En þótt Gunnar hafi haft aðgang að þess-
um miklu skjalasöfnum hér þurfti hann einn-
ig að heimsækja skjalasafn hins þýska um-
dæmis jesúítareglunnar í München í tvígang
og fór einnig fjórum sinnum til Kaup-
mannahafnar, að skoða heimildir í skjala-
safni kaþólsku kirkjunnar í Danmörku. Kom
sá Nonni sem birtist Gunnari í öllum þess-
um gögnum honum á óvart?
„Að sumu leyti,“ svarar hann. „Við lestur
Nonnabókanna skynjar maður að höfundur-
inn hefur verið óvenju hrekklaus sál. Það
held ég að hann hafi raunverulega verið. En
það kom mér á óvart hvað hann átti að
mörgu leyti erfiða ævi, og hvað hann bar
innra með sér mikinn harm og söknuð. En
hann gerir þennan harm og þennan söknuð
að ævistarfi, sínu viðfangsefni í lífinu.“
Gunnar segir það hafa kostað Jón mikla
baráttu að fá að helga sig skrifum.
„Á tímabili var þetta svo hörð barátta að
hann var á barmi örvæntingar. Nonni var
undir ströngum aga því jesúítar eiga fyrst
og síðast að þjóna kirkju Guðs og reglunni,
þeir eiga ekki að láta stjórnast af eigin
metnaði og löngun. En hann þráði að skrifa,
og sérstaklega eftir að hann hafði orðið fyrir
miklu mótlæti og sorg í lífinu. Það reyndist
erfitt því yfirmenn hans höfðu fyrst ekki
skilning á þessu og þá lagðist hann hrein-
lega veikur. Síðan verður að segja yfirmönn-
um hans það til lofs að þeir sáu fram á það
að til þess að þessi maður fengi að njóta sín
þá yrði að gefa honum frelsi. Hann var
leystur undan öllum helstu skyldum sínum
og það varð beggja hagur, eins og kom í ljós
síðar þegar Nonni var orðinn ein helsta
tekjulind reglunnar á kreppuáraunum.“
Gunnar segir tekjur af Nonnabókunum
hafa runnið til jesúítareglurnar, fyrir utan
að hann virðist hafa gert leynilegt sam-
komulag við útgefanda sinn, Herder í Þýska-
landi, um að hann fengi sjálfur tekjur af
þýðingum Nonnabókanna.
Lét mótlætið aldrei buga sig
„Þegar leið á ævi Nonna var hann eiginlega
kominn í hóp virðingarmanna í reglunni,
NÝ OG VIÐAMIKIL ÆVISAGA HÖFUNDAR NONNABÓKANNA KOMIN ÚT
„Hann bar innra með sér
mikinn harm og söknuð“
„ÞAÐ ÍSLAND SEM HANN ÞRÁÐI VAR ÍSLAND BERNSKUNNAR,“ SEGIR GUNNAR F. GUÐMUNDSSON UM JÓN
SVEINSSON, NONNA. HANN HEFUR SKRIFAÐ ÆVISÖGU KAÞÓLSKA PRESTSINS SEM VARÐ VINSÆLL HÖFUNDUR.
Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Nonni leikur á harmónikku. Hann var vinsæll
fyrirlesari og lék gjarnan fyrir áheyrendur.
Landsbókasafn/Nonnasafn