Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 53
16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Tríóið Ljómur heldur jóla- tónleika í Garðakirkju á sunnudag klukkan fimm. Á efnisskránni eru fjölbreytt klassísk jólalög, íslenskar og erlendar Ave-Maríur og verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson. 2 Jólastemning verður í Café Flóru í Grasagarðinum um helgina. Klukkan 14 á laug- ardag syngja félagar í Gra- duale Futuri jólalög víða í Laugardal. Á sama tíma á sunnudag er aðventu- stund þar sem söngvaskáldið Svavar Knútur og presturinn Bjarni Karls- son syngja og ræða um hið góða líf. 4 Frostrósir taka menningar- húsið Hof á Akureyri yfir á laugardag og verða þá með þrenna tónleika. Mikið er lagt í allan umbúnað og efnisskrána og hefur Frostrósahópurinn eignast fjölda aðdáenda um land allt. 5 Mikið verður um að vera í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag. Listakonur og hönnuðir stilla vörum sínum fram í anddyri, brúðuleikhús og jóla- ball fyrir börnin verða í bókasal og hægt er að njóta málverkasýningar Eddu Heiðrúnar Backman sem prýðir veggi verslunarinnar og veit- ingastofunnar. 3 Árlegir aðventutónleikar Björgvins Halldórssonar, Jólagestir, verða haldnir í Laugardalshöll um helgina. Meðal gesta eru Ragnar Bjarnason, Stefán Hilmarsson, Svala Björgvins- dóttir og Sigga Beinteins. VIÐBURÐIR HELGARINNAR 1 Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur í sam-starfi við Smekkleysu sent frá sérnýjan hljómdisk þar sem Einar Jó- hannesson klarínettuleikari er í aðal- hlutverki og leikur fjóra klarínettukonserta með hljómsveitinni. Diskurinn er góður vitnisburður um list Einars, sem hefur um árabil verið í hópi okkar virtustu tónlistar- manna en konsertarnir eru eftir Mozart, Weber, Debussy og Jón Nordal. Einar hefur verið 1. klarínettuleikari Sin- fóníuhljómsveitarinnar síðan 1980, hann er stofnfélagi í Blásarakvintett Reykjavíkur og hefur skapað sér gott orð sem framúrskar- andi flytjandi á alþjóðlegum vettvangi. Hann segir að byrjað hafi verið að hljóð- rita konsertana fyrir um áratug. „Konsert Mozarts var augljós byrjun, enda hápunkt- ur bókmenntanna fyrir klarínettu,“ segir hann. „Svo fórum við í næsta tímabil, það rómantíska með Weber, en hann samdi dásamlega tónlist fyrir klarínettu eins og Mozart.“ Einar varð fyrir því óhappi að meiðast þegar upptökur voru hálfnaðar á verki Webers, datt og fékk í kjölfarið brjóskeyðingu við þumalinn. „Það er álag að standa í svona upptökum og sjálfsagt hef ég æft of grimmt og þumalliðurinn gafst upp og ég komst ekki lengra. En ég fann leið út úr þessu og svo héldu upp- tökur áfram. Þá þurfti að finna fleiri verk og við völdum Debussy sem fulltrúa fyrri hluta 20. aldarinnar, og þá var ég búinn að frumflytja konsert eftir Jón Nordal, sem hafði verið hljóðritaður og flaut með.“ Er Einar sáttur við útkomuna? „Þegar þetta er í vinnslu er maður yfirmáta gagn- rýninn og vill breyta nánast hverjum takti, en þegar diskurinn er tilbúinn er ekkert annað að gera en slaka á og njóta. Ég er mjög sáttur við útkomuna. Þetta gefur rétta mynd af því hvernig músíkant ég er, ekki alveg hefðbundinn í þessum alþjóðlega klarínettuskóla. Ég leyfi mér að fara nokk- uð persónulegar leiðir og stend við það.“ EINAR JÓHANNESSON LEIKUR FJÓRA KLARÍNETTUKONSERTA Á NÝJUM DISKI „Ekki alveg hefðbundinn“ „ÉG LEYFI MÉR AÐ FARA NOKKUÐ PERSÓNULEGAR LEIÐIR,“ SEGIR EIN- AR JÓHANNESSON UM LEIK SINN Á HLJÓMDISKI MEÐ SINFÓNÍUNNI. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Einar Jóhannesson leikur hér ásamt félögum úr Sinfóníuhljómsveit Íslands við útgáfu disksins. Morgunblaðið/Árni Sæberg þessi maður sem skrifaði í dagbók sína þeg- ar hann var í Danmörku: Ég er úrhrak mannlegrar tilveru! En vaxandi virðing og sá áhugi sem bækurnar vöktu gerðu hann hamingjusaman. Hvernig Nonni varð ham- ingjusamur heitir ein bókin, og hann lætur þar í það skína að hann hafi orðið hamingju- samur þegar hann gerðist kaþólskur og fékk menntun í skólum kirkjunnar; en nei, ham- ingjan kom síðar.“ Gunnar segir Jón aldrei hafa sagt frá myrkustu árum ævi sinnar. „Hann vill ekki dvelja við sorgina og dapurleikann því bæk- ur hans áttu að flytja fólki boðskap um birtu og von – og ekki einhverja falska von, því hann var sjálfur til vitnis um það að björt- ustu vonir manna geta ræst.“ Jón Sveinsson ól aldur sinn á meginlandi Evrópu. Hann kom í heimsókn til Íslands árið 1930 en togaði Ísland í hann? „Ég held að eftir að hann kom til Íslands 1930 og kynntist landi og þjóð, hafi hann komist að þeirri niðurstöðu að þetta væri ekki landið þar sem hann vildi búa og starfa. Hann hreifst að þeim miklu framförum sem höfðu orðið hér en það Ísland sem hann þráði var Ísland bernskunnar. Hann gat allt- af átt athvarf í því hugljúfa fallega landi og hann vildi eiga það einn með sjálfum sér. Þar fyrir utan þá vissi hann að það væri hið saklausa fagra land sem lesendur hans í Þýskalandi vildu kynnast og heyra um. Það var mikilvægt í sögum hans og fyrirlestrum að hann hafði alist upp í villtri náttúru landsins í norðri.“ Hversu vinsæll var Nonni á sínum tíma? „Nonni var mjög vinsæll á hinu þýska málsvæði. Hann færði fólki birtu og von á erfiðum tímum og síðan höfðaði söguheim- urinn, þar sem allt var saklaust, villt og frumlegt, sérstaklega til Þjóðverja; sögurnar tengdust hugmyndum um hið upprunalega germanska. En ekki má gleymast að sterkt bakland Nonna hjálpaði til við útbreiðslu bókanna, jesúítareglan var öflug víða um heim og Nonnabækurnar komu víða út á vegum trúboða kaþólsku kirkjunnar.“ Þykir Gunnari vænt um Nonna, eftir alla vinnuna við að skrifa bókina? „Já, mikil ósköp. Auðvitað hafði hann sína galla og veikleika, eins og allir menn. Hann var til að mynda mjög sjálfhverfur eins og ef til vill má segja um marga listamenn, en líka sjálfhverfur eins og sum börn eru. Hann mat fólk og veröldina út frá sjálfum sér. Hinsvegar vann Jón Sveinsson vel úr sínu lífi og sínu mótlæti; hann lét mótlætið aldrei buga sig. Hann var líka afskaplega þakk- látur fyrir það sem vel var fyrir hann gert. Hann þakkaði aldrei sjálfum sér árangurinn, heldur öðrum, og þá fyrst og síðast almætt- inu. Hann miklaðist ekki af sjálfs sín verk- um.“ „Þegar leið á ævi Nonna var hann eiginlega kominn í hóp virðingarmanna í regluni, þessi maður sem skrifaði í dagbók sína þegar hann var í Danmörku: Ég er úrhrak mannlegrar tilveru!“ segir Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.