Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 32
Mandarínur með chilipipar eru skemmtileg borðskreyting. M ér finnst mjög gaman að halda matarboð – eða réttara sagt að bjóða fólki heim til mín. Mitt mottó í því er að flækja ekki líf mitt um of og vel ég því oftast einfalda eldamennsku fram yf- ir flókna og tímafreka rétti. Eins elska ég mat sem eldar sig sjálfur á löngum tíma. Ég er með lítil börn og hjá mér er það ekki þannig að allir hjálpist brosandi að við eldamennskuna eins og maður sér stund- um í blöðum og bókum – börnin með svuntur að hræra brosandi í pott- unum og mamman mild og þolinmóð á svipinn að aðstoða. Hjá mér þurfa börnin aldrei eins mikla athygli og þegar verið er að elda, þannig að það virkar best á okkar heimili að hafa hlutina einfalda og lítill tími til að dúlla við hvern rétt fyrir sig,“ segir Nathalía, sem ásamt því að vera óp- erusöngkona rekur ráðningarfyrirtækið Ráðum atvinnustofu. Hún telur félagsskapinn skipta jafnvel meira máli en matinn. „Þegar maður býður fólki til sín heim er það vegna þess að maður vill njóta sam- verunnar við það. Maturinn á ekki að vera aðalatriðið, en það er náttúr- lega skemmtilegra að hann sé bragðgóður og girnilegur á að líta. Ég vil að allt klárist í mínum veislum, finnst ekki gaman að ganga frá afgöngum a la Nigella,“ segir hún. Ekki útbúa rétti í fyrsta skipti þegar von er á gestum Nathalía rifjar upp sögu af því þegar hún, þá búsett í Bandaríkjunum ásamt manni sínum, lærði hversu mikilvægt er að ætla sér ekki um of í eldhúsinu. „Ég var búin að bíta í mig að hafa „shaslik“ í matinn, einn af uppáhaldsréttum mínum frá því ég var krakki – marinerað kjöt á teini, grillað í ofni a la mamma. Þetta var metnaðarfullt verkefni og dálítið fyrir þessu haft, finna góða teina, símtal til Íslands til að fá leiðbeiningar frá mömmu og svo framvegis. Það vildi svo til að þarna í Rochester vorum við með forláta gaseldavél sem ég kunni illa á. Nú, gestirnir komu og við með forrétt sem við borðum meðan AÐALrétturinn grillast í ofninum. Síðan fer ég inn í eldhús að sækja fínu kjötteinana mína og fékk áfall! Við mér blasti teinahrúga með svörtum agnarsmáum kolamolum á! Ég fékk svona hláturs-móðurssýkiskast sem og restin af gestunum. Þetta var klár- lega hápunktur kvöldsins og fátt sem gat klikkað í partíinu eftir þetta. Þarna lærði ég þá dýrmætu lexíu að vera ekki að útbúa rétti í fyrsta skipti þegar von er á gestum,“ segir hún og hlær. Rauðrófusalat, laxasalat og brokkolí og chorizo salat voru á matseðli kvöldsins. Nathalía segist hafa valið að útbúa þrjú salöt af því hún hafði nauman tíma og þetta hafi verið það sem henni datt í hug þegar hún kom í búðina. MATARBOÐ Á RAUÐALÆK Bauð í mat án þess að elda „EKKERT VAR ELDAÐ, NEMA EIN FALLEG OG RJÓÐ RAUÐRÓFA. ALLT HITT VAR SKORIÐ, SAXAÐ OG HRÆRT. ÞETTA ERU EKTA RÉTTIR TIL AÐ BORÐA SEINNIPART KVÖLDS, GRÆNT, VÆNT OG LÉTT Í MAGA,“ SEGIR NATHALÍA DRUZIN HALLDÓRSDÓTTIR SEM BAUÐ VINKONUHÓP HEIM Í VIKUNNI. Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Matur og drykkir 1 meðalstór rauðrófa 2-3 msk. sýrður rjómi (eða majones ef vill) vænn hvítlauksgeiri salt og pipar AÐFERÐ Rauðrófan soðin í potti í um 30 mín. Afhýdd og röspuð á fínum raspi (hægt að nota mat- vinnsluvél, en ekki eins gott!). Þeir sem vilja losna við að verða rauðir á höndunum við verkið geta notað hanska. Sýrð- um rjóma/majonesi blandað út í þar til blandan verður fagur- bleik. Hvítlaukurinn pressaður út í og saltað og piprað eftir smekk. Hrært vel saman og sett í kæli. Rauðrófusalat 1 haus brokkólí lúka af rúsínum lúka af ristuðum sólblómafræjum væn flís af chorizo-pylsu (eða sambærilegri harðri pylsu) 1 lítill rauðlaukur, fínt saxaður AÐFERÐ Brokkólíhaus smátt saxaður í skál, rúsínum og sólblómafræjum bætt út í. Chorizo-pylsan skorin smátt og sett út í ásamt rauð- lauknum. Hrært vel saman. SÓSAN 1 dós sýrður rjómi 3-4 msk. majones slurkur af rauðvínsediki (smakkist til) 1-2 tsk. síróp (eða hunang eða sykur, allt eftir löngun og smekk) salt og pipar Allt hrært vel og látið „taka sig“ í ísskáp. Sósan borin fram með salatinu. Brokkólí og chorizo-salat Skálað í freyðivíni fyrir góðum mat og enn betri félagsskap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.