Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Menning Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgun-blaðsins um áratugaskeið, var sem slík-ur ekki aðeins áhorfandi framvindu ís- lenskrar samtímasögu, hann var ötull þátttakandi í henni. Á sinn hátt má jafnvel segja að ritstjórar Morg- unblaðsins hafi haft meira um hana segja en flestir: ríkisstjórnir komu og fóru, en Mogginn haggaðist ekki. Og svo komu þeir Morgunblaðsmenn auðvit- að að samtímasögunni með beinum hætti með því að skrifa hana dag frá degi. Í þessari bók leitast Styrmir við að segja frá og greina innanflokksólgu í Sjálfstæðis- flokknum, sem stóð allt frá sviplegu fráfalli Bjarna heitins Bendiktssonar forsætisráð- herra til þess að Davíð Oddsson náði undir- tökum í flokknum á síðasta áratug liðinnar ald- ar. Fyrst og fremst beinir Stymir sjónum þó að þætti Geirs Hallgrímssonar, en bókina ritar hann ljóslega öðrum þræði til þess að rétta hlut Geirs, vinar síns, samstarfsmanns og sam- herja, í hinu sögulega samhengi. Um bók þessa hafa birst einstaklega harð- orðir ritdómar, bæði í Fréttablaðinu og DV. Ritdómararnir eru þó aðallega meinyrtir um höfundinn, tíma þá og sögusvið, sem bókin greinir frá, en hún sjálf látin liggja meira milli hluta. Fyrir vikið missa þeir mjög marks. En það er samt vert að gefa þeim gaum. Megininntak þeirrar gagnrýni er að Styrmir hafi látið pólitískt hlutverk sitt og Morgun- blaðsins ganga framar blaðamennskunni, að hann hafi í nafni pólitískra, jafnvel „annar- legra“ hagsmuna beinlínis villt um fyrir les- endum Morgunblaðsins, að hann sé „val- kvæður“ á sannleikann og að bókin sé varhugaverð tilraun til þess að endurskrifa söguna. — Nú má auðvitað brosa að því að í Fréttablaðinu séu settar fram ásakanir um að annað blað hafi, áratugum áður, verið vísvit- andi ónákvæmt í fréttaflutningi vegna hags- muna eigenda þess. Eða að fréttastjóri DV saki aðra um að hafa í fyrndinni farið í fjöl- miðlaherferðir og birt forsíðufréttir utan úr bæ. Maður, líttu þér nær! En aðfinnslurnar eru samt réttmætar. Auð- vitað rekst það á ef menn eru bæði að reyna að hafa áhrif á atburðarásina og segja almenningi frá henni (eða ekki eftir atvikum!). Og auðvitað er það óþolandi ef ritstjórar leggja á ráðin um hvernig best sé að villa um fyrir lesendum, þó það sé bara um hvort húsfyllir hafi verið á póli- tískum fundi í Háskólabíói eða ekki. Áður en menn leggjast í bannfæringar verð- ur þó að hafa í huga umhverfi og tíðaranda þeirra daga. Hin stóra deila heimsins, kalda stríðið sjálft, geisaði nefnilega á litla Íslandi líka og þar var dauðans alvara á ferðum. Hug- myndir manna um ríkisvaldið og hagstjórn voru einnig með allt öðrum hætti þá en nú, sem kristallaðist í því að stjórnmálin gegnsýrðu samfélagið allt, ekki síst fjölmiðlana. Og ekki aðeins suma fjölmiðla, heldur alla fjölmiðla. Í höfuðborginni komu út 5 dagblöð, öll flokks- blöð. Þessi hugmyndafræðilegi halli á blöð- unum kom samt ekki mjög að sök, lesendur blaðanna voru læsir og vissu hvar blöðin lágu við stjóra. Styrmir er ekkert að fela í þessum efnum. Þvert á móti dregur hann athygli að því, sem mönnum þykir framandi nú á dögum, og ekki síður hinu, sem menn hefðu lyft brúnum yfir þá. Fyrrnefnd gagnrýni, um að með þessari bók sé Styrmir að reyna að endurskrifa söguna, er óréttmæt og bendir til þess að gagnrýnendur- nir séu ekki jafnvellæsir og blaðalesendur fyrri aldar. Höfundur víkur sérstaklega að því, bæði í formála og inngangi að bókin sé skrifuð „út frá sjónarhóli okkar stuðningsmanna Geirs Hallgrímssonar“, að hann hafi verið náinn samstarfsmaður Geirs, að bókin lýsi hans sýn á atburði og að ekki beri að líta svo á, að hér sé á ferðinni tilraun til einhvers konar hlut- lausrar frásagnar. Svo er ekki.“ Gæti það verið skýrara? Nei, þó að þessi bók fjalli um stjórnmála- sögu, þá er hún ekki sagnfræðirit. En hún er frábær heimild um það sem gerðist, hvað menn voru að hugsa og hvað mönnum hentaði að segja. Þá sögu geta fáir sagt betur en Styrmir, sem var ekki síður Velheyrandi en Velvakandi. Það sem einkennir þessa bók er að þrátt fyr- ir að hún fjalli öll um stjórnmál, þá er nánast ekkert vikið að þeim hugmyndum, sem þar toguðust á. Þvert á móti er það hinn mannlegi þáttur stjórnmálanna, sem er í algerum for- grunni. Nánast allur núningur og ásteytingur, sem vikið er að í bókinni, er persónulegs eðlis. Sumir menn ná saman, aðrir ekki; andstæð- ingar geta borið traust hver til annars, meðan samherjar geta verið fullir tortryggni. Styrmir lýsir þessum samskiptum manna af kostgæfni, enda þekkti hann sögupersónurnar flestar mjög vel. Sumar þó ekki og þá vandast málið. Ólafur Jóhannesson kemur til dæmis talsvert við sögu, en hann er samt eins og sfinx í bók- inni: mikilúðlegur og óbifanlegur, torræður og einhvers staðar í fjarskanum. Þrátt fyrir að Styrmir segi þarna mikla per- sónusögu, þar sem lundarfar manna hefur ein- att úrslitaáhrif á framvinduna, má kvarta und- an því að persónusköpuninni sé ábótavant, umfram þær lýsingar sem atburðarásin krefst. Það stafar hugsanlega af því að Styrmi þyki óþægilegt að grípa til slíkra stílbragða um raunverulegt fólk, en líklegra er þó að efnið og sögupersónurnar standi honum einfaldlega of nærri. Þegar sögusviðið nær marga áratugi aftur í tímann og margar helstu söguhetjurnar horfnar af því er það hins vegar nauðsynlegt að klæða þær holdi og blóði. Þessi nánd Styrmis við efnið háir honum (og lesandanum) einnig hvað varðar ytri aðstæður. Þannig hefst bókin á langri lýsingu á vandræð- um Sjálfstæðisflokksins haustið 1985, flokka- dráttum og smákóngastríði innan þingflokks- ins. Það getur hins vegar verið erfitt fyrir þá, sem ekki þekkja þessa sögu fyrir, að átta sig á henni. Fyrir þá er nánast leyndardómsfullt að lesa um „erfið úrslit“ fyrir Geir í prófkjörinu 1982, pólitíska erfiðleika hans, að Geir hafi kallað þessa daga niðurlægingartíma, og þar fram eftir götum. Því það er ekki fyrr en á síðu 43, sem minnt er á það í framhjáhlaupi að Geir hafði ekki náð kjöri á þing 1983, eftir að hafa húrrað niður listann í fyrrnefndu prófkjöri. Þetta er galli á bókinni; hún hefði verið mun aðgengilegri ef höfundur hefði sagt nánar frá því hvern mann söguhetjurnar höfðu að geyma og gætt þess að veita ókunnugum lesendum meiri yfirsýn. Styrmir veit enda vel að frá þessum atburðum eru allnokkrar kynslóðir fram komnar og þess ekki að vænta að þær þekki alla þá sem koma við sögu, hvað þá þann flóka sem söguþráðurinn er snúinn úr. Af til- litssemi við þær fylgir enda skrá yfir helstu sögupersónur og pólitískan feril þeirra (sú skrá myndi nýtast betur ef væri hún í stafrófs- röð), auk ríkisstjórnatals. Í bókarlok er eftirmáli, mjög laustengdur höfuðefni bókarinnar. Þar er tæpt á stjórn- málaþróuninni í framhaldinu, allt fram í bankahrun. Styrmir telur að sjálfstæðismenn eigi ýmis óuppgerð mál eftir hrunið og hefur ýmislegt fram að færa um það, sem hafa má ýmsar skoðanir á, eins og gengur. Fyrst og síðast telur hann að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að tileinka sér aukið lýðræði á öllum sviðum, bæði í flokksskipulagi og íslensku samfélagi, en Styrmir hefur um langt skeið verið ötull talsmaður beins lýðræðis. Þessi eftirmáli á alveg örugglega erindi við sjálfstæðismenn, en aðrir lesendur kunna að láta sér fátt um finnast. Geir Hallgrímsson í hlutverki forsætisráðherra tekur á móti Helmut Schmidt, kanslara Vestur-Þýskalands, á Keflavíkurflugvelli 1977. Til hægri eru Erna Finnsdóttir, kona Geirs, og Hannelore Schmidt, kona kanslarans. Andrés Magnússon segir að Styrmir Gunnarsson skrifi bók sína „ljóslega öðrum þræði til þess að rétta hlut Geirs, vinar síns, samstarfsmanns og samherja, í hinu sögulega samhengi.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Aftur á móti var annað stríð Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins er höfundur bókarinnar. Morgunblaðið/ÞÖK BÆKUR | STJÓRNMÁL SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN - ÁTÖK OG UPPGJÖR bbbnn Eftir Styrmi Gunnarsson. 280 bls. Veröld gefur út. Andrés Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.