Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 28
*Matur og drykkir Einfaldleiki virkar best í eldhúsinu að mati húsfreyjunnar á Rauðalæk sem bauð heim í vikunni »32 Þ essi eftirréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér, rosalega bragðgóður og gott að útbúa hann dag- inn áður en gesti ber að garði og eiga inni í ís- skáp,“ segir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, rit- stjóri nýrrar matreiðslubókar, Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð. Rétturinn er á matseðli Hótels Varmahlíðar en í nýju bókinni eiga Skagfirðingar og skagfirsk veitingahús uppskriftir en bókin er til- einkuð skagfirskri matarmenningu. „Ég fékk til liðs við mig veitingahús og áhuga- og at- vinnumatreiðslumenn en hugmyndin er að nýta það hrá- efni sem finna má í skagfirsku matarkistunni og í þess- ari uppskrift er það karamellujógúrt frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga. Frumkvæðið að bókarskrif- unum kom upphaflega frá þáverandi sviðsstjóra mark- aðs- og þróunarsviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ás- keli Heiðari Ásgeirssyni, en forsagan nær allt aftur til ársins 2004 þegar verkefninu Matarkista Skagafjarðar var hleypt af stokkunum. Hugmyndin að því verkefni hófst með samstarfi Hólaskóla og háskólans í Guelph í Kanada en markmið verkefnisins var að leita leiða til að þróa matarferðaþjónustu í dreifbýli á Íslandi og Skaga- fjörður varð tilraunastaður til að byrja á.“ Meðal þeirra sem eiga uppskriftir í bókinni er Nanna Rögnvaldardóttir sem ættuð er úr Skagafirði en hún út- býr creme brulee úr ábrystum og Ásta Búadóttir sem matreiðir Drangeyjarlunda. „Bókinni er skipt í kafla eft- ir árstíðum og þá er líka sérkafli með þjóðlegri matar- hefð sem tengist Skagafirði.“ Ljósmyndarar bókarinnar eru þeir Pétur Ingi Björns- son og Óli Arnar Brynjarsson og að sjálfsögðu var út- gefandinn líka skagfirskur; Nýprent á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Golli AF MATSEÐLI HÓTEL VARMAHLÍÐAR Hráefni Skaga- fjarðar HEIÐDÍS LILJA SAMEINAÐI SKAGFIRSKA KOKKA OG VEITINGASTAÐI Í BÓK SEM HÚN TILEINKAR SKAGFIRSKRI MATARMENNINGU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, laganemi, blaðamaður og rit- stjóri matreiðslubókar sem tileinkuð er heimahögunum. 600 ml rjómi 600 ml mjólk 10 msk. sykur 1 vanillustöng 600 g karamellusúrmjólk frá Mjólkursamlagi KS 9 blöð matarlím (gelatín) Hitið rjóma, mjólk, sykur og vanillustöng saman að suðu. Kælið. Fjarlægið vanillu- stöngina. Leggið matarlímið í kalt vatn og leysið svo upp í einni ausu af volgu rjómablandinu. Hrærið uppleysta matarlímið saman við afganginn af rjóma- blandinu. Hrærið hluta af rjóma- blandinu saman við kara- mellusúrmjólkina og blandið loks öllu saman. Hellið þessu í vínglös eða fallegar skálar á fæti og skreytið með bökuðu mangói og pistasíum. Upp- skriftin nægir í 12 skálar. Bakað mangó 1 mangó 3 msk. hrásykur Skerið mangó í miðlungs- stóra teninga og stráið hrá- sykri yfir. Bakið við 180° í 12 mínútur. Karamellusúrmjólkur- pannacotta með bökuðu mangói og pistasíum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.