Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Einfaldleiki virkar best í eldhúsinu að mati húsfreyjunnar á Rauðalæk sem bauð heim í vikunni »32 Þ essi eftirréttur er í miklu uppáhaldi hjá mér, rosalega bragðgóður og gott að útbúa hann dag- inn áður en gesti ber að garði og eiga inni í ís- skáp,“ segir Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, rit- stjóri nýrrar matreiðslubókar, Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð. Rétturinn er á matseðli Hótels Varmahlíðar en í nýju bókinni eiga Skagfirðingar og skagfirsk veitingahús uppskriftir en bókin er til- einkuð skagfirskri matarmenningu. „Ég fékk til liðs við mig veitingahús og áhuga- og at- vinnumatreiðslumenn en hugmyndin er að nýta það hrá- efni sem finna má í skagfirsku matarkistunni og í þess- ari uppskrift er það karamellujógúrt frá Mjólkursamlagi Kaupfélags Skagfirðinga. Frumkvæðið að bókarskrif- unum kom upphaflega frá þáverandi sviðsstjóra mark- aðs- og þróunarsviðs sveitarfélagsins Skagafjarðar, Ás- keli Heiðari Ásgeirssyni, en forsagan nær allt aftur til ársins 2004 þegar verkefninu Matarkista Skagafjarðar var hleypt af stokkunum. Hugmyndin að því verkefni hófst með samstarfi Hólaskóla og háskólans í Guelph í Kanada en markmið verkefnisins var að leita leiða til að þróa matarferðaþjónustu í dreifbýli á Íslandi og Skaga- fjörður varð tilraunastaður til að byrja á.“ Meðal þeirra sem eiga uppskriftir í bókinni er Nanna Rögnvaldardóttir sem ættuð er úr Skagafirði en hún út- býr creme brulee úr ábrystum og Ásta Búadóttir sem matreiðir Drangeyjarlunda. „Bókinni er skipt í kafla eft- ir árstíðum og þá er líka sérkafli með þjóðlegri matar- hefð sem tengist Skagafirði.“ Ljósmyndarar bókarinnar eru þeir Pétur Ingi Björns- son og Óli Arnar Brynjarsson og að sjálfsögðu var út- gefandinn líka skagfirskur; Nýprent á Sauðárkróki. Morgunblaðið/Golli AF MATSEÐLI HÓTEL VARMAHLÍÐAR Hráefni Skaga- fjarðar HEIÐDÍS LILJA SAMEINAÐI SKAGFIRSKA KOKKA OG VEITINGASTAÐI Í BÓK SEM HÚN TILEINKAR SKAGFIRSKRI MATARMENNINGU. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, laganemi, blaðamaður og rit- stjóri matreiðslubókar sem tileinkuð er heimahögunum. 600 ml rjómi 600 ml mjólk 10 msk. sykur 1 vanillustöng 600 g karamellusúrmjólk frá Mjólkursamlagi KS 9 blöð matarlím (gelatín) Hitið rjóma, mjólk, sykur og vanillustöng saman að suðu. Kælið. Fjarlægið vanillu- stöngina. Leggið matarlímið í kalt vatn og leysið svo upp í einni ausu af volgu rjómablandinu. Hrærið uppleysta matarlímið saman við afganginn af rjóma- blandinu. Hrærið hluta af rjóma- blandinu saman við kara- mellusúrmjólkina og blandið loks öllu saman. Hellið þessu í vínglös eða fallegar skálar á fæti og skreytið með bökuðu mangói og pistasíum. Upp- skriftin nægir í 12 skálar. Bakað mangó 1 mangó 3 msk. hrásykur Skerið mangó í miðlungs- stóra teninga og stráið hrá- sykri yfir. Bakið við 180° í 12 mínútur. Karamellusúrmjólkur- pannacotta með bökuðu mangói og pistasíum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.