Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingÍshokkí er hörkuíþrótt sem hópur slökkviliðsmanna æfir nú af kappi þrisvar í viku »22 Þ að er auðvitað best að halda sig við sínar dag- legu venjur í mataræðinu og muna eftir að borða vel af grænmeti og ávöxtum svona á móti jólamatnum og konfektinu og hafa holl- ustuna og hreyfinguna auðvitað í fyrirrúmi þrátt fyrir hátíðarhöldin,“ segir grasalæknirinn Ásdís Ragna. Nú er sá tími ársins sem mataræði fólks á það til að fara úr böndunum, en Ásdís Ragna segir mörg góð ráð til að draga úr streitu á þessum árstíma. „Það er mikilvægt að passa sig að hvílast vel, anda djúpt, slaka á í amstri dagsins með því að kyrra hugann, hreyfa sig, halda koffínneyslu í hófi og borða vel og reglulega næringarríkan mat.“ Kamillute og vallhumalste góð í desember En hvernig má nota jurtir til að ná fram enn betri ár- angri? „Jurtir sem eru góðar gegn streitu eru m.a. burnirót en hún eykur mótstöðu okkar gegn álagi og streitu og hjálpar okkur því að aðlagast og höndla álag betur. Aðrar jurtir sem geta hjálpað okkur að slaka á eru t.d. kamillute og vallhumalste en á þessum árstíma er mikið um að ég blandi svefnblöndur úr völdum jurt- um til að hjálpa fólki að sofa betur.“ Á viðtalsstofu sinni tekur Ásdís Ragna ítarlega sjúkrasögu af hverjum og einum og leiðbeinir fólki hvernig það getur bætt heilsufar sitt með jurtum, heilsusamlegu mataræði og heilbrigðari lífsvenjum. „Í framhaldi sérblanda ég jurtir og set í hylki, en það er nútímalegri aðferð til að taka inn jurtir og gerir fólki mun auðveldara að nýta sér heilsubætandi áhrifa jurta en ella, segir hún að lokum.“ Ásdís Ragna mitt í vallhumalsbreiðu í íslensku sumri, en vallhumall er ekki síður notaður við flensu og kvefi á þessum árstíma. Ljósmynd/Helga Erla Gunnarsdóttir JURTATE DREGUR ÚR STRESSI Minna koffín í desember ÁSDÍS RAGNA EINARSDÓTTIR GRASA- LÆKNIR ER IÐIN VIÐ AÐ SÁ VISKU UM BÆTTA HEILSU OG LÆKNINGAMÁTT JURTA. HÚN HVETUR FÓLK TIL AÐ HUGA AÐ MELTINGUNNI OG SEGIR AÐ NOTA MEGI JURTATE TIL AÐ VINNA Á JÓLASTRESSI. Svanhildur Eiríksdóttir svei@simnet.is Meltingin getur farið úr skorðum hjá sumum í kringum hátíð- arnar vegna mataræðis og streitu og segir Ásdís Ragna að gott sé að hafa við höndina jurtir og önnur náttúruefni sem bæta og örva meltinguna og draga úr meltingartruflunum. „Sem dæmi þá er mjög gott að nota fennelte og acidophilus- gerla gegn uppþembu.“ Hún segir meltingarensím einnig geta verið gagnleg gegn meltingartruflunum og svo eru ýmsar jurtir sem örva melt- inguna eins og túnfífilsrót, triphala-jurt og króklappa. „Sjálf blanda ég gjarnan saman nokkrum jurtum fyrir meltinguna í jurtablöndu til að ná fram sterkari áhrifum á meltinguna. Magnesíumduft og trefjar eins og husk geta verið gagnleg fyr- ir hæga meltingu. Ef fólk fer úr hófi fram í mat og drykk getur verið gott að styðja við hreinsunarferli lifrarinnar með því að nota mjólkurþistil en það er jurt sem er sérstaklega góð fyrir starfsemi lifrar,“ sagði Ásdís Ragna að lokum og gefur les- endum uppskrift að jólatei. Jólate fyrir meltinguna: 2 sneiðar fersk engiferrót 1 kanilstöng ½ msk kardimommufræ 2 negulnaglar Setjið í ½ l af vatni og sjóðið í 15-20 mín. Sigtið frá og kreist- ið eina appelsínu út í og jafnvel smávegis lífrænt hunang. Á fésbókarsíðu Ásdísar Rögnu má finna gagnlegan fróðleik um heilsu, næringu og lækningajurtir, www.facebook.com/ grasalaeknir.is. JURTIR SEM HÆGT ER AÐ NOTA TIL AÐ ÖRVA MELTINGU Magnesíum og trefjar gagnleg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.