Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Blaðsíða 47
góð tilfinning að fullt af fólki er að vinna í þessu með okkur og sér um þessa hluti fyrir okkur. En þetta er alltaf svolítið stress hvort fólk mæti. Maður er alltaf himinlifandi þegar íslenskar hljómsveitir slá í gegn en eina öf- undin sem maður finnur fyrir þegar maður sér hvernig svona grúppum eins og Of Mon- sters and Men gengur er að þær losna alveg við óttann um hvort það verður mætt á tón- leikana hjá þeim. Því maður er alltaf smá óttasleginn með mætinguna. Á Íslandi þarf maður oft að bíða eftir áhorfendum áður en við troðum upp.“ Úr stressinu í friðinn Aðspurður hvort það sé ekki gott að losna úr stressinu á Íslandi segir hann að það sé svo sannarlega svo. „Það er mjög gott að losna við stússið hérna á Íslandi. Það er heilmikil menningarpólitík á Íslandi, sem er gott að losna við. Það er oft metingur og þrýstingur um hver er að spila hvar, það er verið að velja á festivöl og veita styrki og það er svo- lítið truflandi. Mig langar bara að semja og spila tónlist. Þegar maður kemst út þá getur maður einbeitt sér miklu betur að því. Varðandi pólitík þá veltir maður því stund- um fyrir sér hvað það gæti gert fyrir Ísland ef svona fólk eins og Björk yrði menningar- málaráðherra, hvað það myndi þýða fyrir Ís- land. Ég held að þvílíkir kontaktar myndu myndast við landið, en auðvitað nennir fólk því ekki, þegar það hefur tækifæri til að semja tónlist alla daga. En maður sér þetta stundum í öðrum fögum eins og þegar fólk úr atvinnulífinu fer í stöður í háskólunum, þá hefur það oft heilmikil jákvæð áhrif. En það er önnur saga.“ Að deila er gott Aðspurður hvort allir þessir túrar og þessi samvera við hina hljómsveitarmeðlimina sé ekki erfið til langs tíma litið. Því eins mikið hjarðdýr og mannskepnan er að þá er alltaf erfitt að vera of nálægt öðrum manndýrum of lengi. „Jú, það er alveg rétt að allir þessir túrar þar sem við erum saman allan sólar- hringinn reyna stundum á en á móti kemur að þótt þetta sé oft erfitt er þetta alltaf meira skemmtilegt en erfitt. Við búum líka að reynslu annarra hljómsveita á Íslandi. Menn vita hvenær á að taka hlé og það er komin reynsla á þetta. Þetta álag er alþekkt í brans- anum og til margar sögur af því. Þannig að allir eru viðbúnir þegar það koma vandræði upp á hjá okkur. Álagið í stúdíóinu hins vegar fellur ekki svo mikið á alla meðlimina því við höfum komið okkur upp mjög ákveðinni verkaskiptingu á milli okkar. Við Logi bróðir minn, Styrmir Hauksson og Sveinbjörn Thor- arensen erum mest í eftirvinnslunni. Þessi plata sem við vorum að gefa út er mikil eftir- vinnsluplata. Ekki bara í hljóðinu heldur fór einnig heilmikil hugmyndavinna í önnur mikil- væg atriði eins og plötuumslagið. En auðvitað eigum við það til að deila í þessu ferli en það er skapandi.“ Valsararnir á heimavelli Næstu tónleikar hljómsveitarinnar á Íslandi verða haldnir í Vodafone-höllinni, Valsheim- ilinu, 30. desember. „Það er dálítið steikt ástand á Íslandi í dag hvað varðar tónleika- staði. Borgin virðist ekki vita hvort það eigi að leyfa NASA að lifa eða ekki. Það eru margar borgir á meginlandinu með svona tónleikastaði sem bæjarfélögin reka. Við er- um reyndar allir Valsarar og þess vegna mjög ánægðir með að spila í Vodafone- höllinni. Nema Haraldur sem er KR-ingur en hann er líka að hverfa á brott úr hljómsveit- inni um tíma á meðan hann fer í leiklistarnám til London. Þá verður Retro Stefson hrein Valsarahljómsveit. En maður saknar hans samt.“ Varðandi vangaveltur um hvert hljóm- sveitin muni þróast segir Unnsteinn að það verði líklegast í áttina að sönglögum. „Logi bróðir minn er reyndar alltaf að þróast meira sem dj. En það er mikið að gerast í tónlist- inni í dag. Orkudrykkjakynslóðin er ráðandi í Bandaríkjunum í augnablikinu, svokallað orkudrykkjarave. Svo er Asía að koma til. Það varð til popptónlist í Evrópu og Banda- ríkjunum af því að millistéttirnar urðu til. Nú er millistétt að verða til í Asíu og það finnst í tónlistinni. Kóreska lagið Gangnam Style er vinsælasta lagið í heiminum í dag. Það er spennandi að fylgjast með þessu,“ segir Unn- steinn. Morgunblaðið/Kristinn * „Ég er frekar viðkvæmur fyrirkulda. Gaman að fá að vera í hlýrabol á sviðinu og Haraldur næstum því allsber alla tónleikana,“ segir Unnsteinn. 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 OLÍS er einn af aðalstyrktaraðilum Slysavarnafélagsins Landsbjargar og styður við samtökin bæði með fjár- framlögum og verulegum afslætti af eldsneyti og öðrum vörum. Þá er einnig samstarf á öðrum sviðum samkvæmt samkomulagi hverju sinni, svo sem um nýtingu Slysavarnafélagsins Landsbjargar á þjónustu- stöðvum Olís á útkallstímum. Starfsfólk Olís er stolt af þessu góða samstarfi og stuðningnum við frábært starf björgunarsveitanna, sem unnið er af fórnfýsi, landsmönnum til heilla. PI PA R\ TB W A · SÍ A · 12 12 37 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.