Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Side 60
60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 16.12. 2012 Markaskorarar eru íbrennidepli um þessarmundir. Messi hinn arg- entínski, Messías fótboltans, setti heimsmet þegar hann gerði 86. mark sitt á árinu og hinn „heitasti“ leikmaður Evrópu í vetur, Falcao hjá Atletic Madrid, gerði fimm mörk í leik nýverið. Ekki ætla ég að líkja Atla Eð- valdssyni við þessar kempur en vert er að rifja upp þegar hann gerði fimm mörk í leik. Eftir að Messi bætti met Gerds Müllers hefur hann skorað tvö til og á enn tvo leiki eftir á árinu. Því er nú haldið fram að áður hafi leik- maður gert fleiri mörk á einu ári í gamla daga en það hefur ekki verið staðfest og verður því látið liggja á milli hluta að þessu sinni. Enginn efi er hins vegar á afreki Atla. Höfundur þessa pistils var viðstaddur og marktækt vitni! Atli var sannarlega maður dags- ins í Vestur-Þýskalandi laugardag- inn 4. júní 1983. Eintracht Frank- furt var í heimsókn í síðustu umferð deildarkeppninnar og leik- urinn skipti í sjálfu sér engu máli. En Atla var ekki sama; gaf tóninn snemma og linnti ekki látum fyrr en með fimmta markinu skömmu fyrir leikslok. Strax að loknum þessum eftir- minnilega leik stigu Atli, Pétur Ormslev, sem einnig lék með For- tuna, Helgi Daníelsson, formaður landsliðsnefndar, og þrír íslenskir blaðamenn upp í flugvél Arnarflugs og héldu heim á leið undir dyggri stjórn Arngríms Jóhannssonar flugstjóra. Og til að kóróna frá- bæra frammistöðu á laugardeg- inum skoraði Atli í 1:0-sigri Íslands gegn Möltu í undankeppni EM. Sannarlega maður helgarinnar í ís- lenskum fótbolta. Landsliðsmiðherjinn Rudi Völler varð markakóngur í Vestur- Þýskalandi þennan vetur, gerði 23 mörk, Atli og Karl Allgöwer, sam- herji Ásgeirs Sigurvinssonar hjá Stuttgart, gerðu 21 og Karl-Heinz Rummenigge hjá Bayern 20.  Dieter Müller er sá leikmaður sem hefur gert flest mörk í einum leik í þýsku deildarkeppninni. Hann skoraði sex sinnum fyrir 1. FC Köln í leik gegn Werder Brem- en (7:2) árið 1977.  Tólf leikmenn hafa gert fimm mörk í einum og sama leiknum í þýsku deildinni. Einn þeirra, hinn ótrúlegi Gerd Müller sem mikið hefur verið í fréttum undanfarið, afrekaði það fjórum sinnum með Bayern München; fyrst 1972, þá 1973 og síðan tvisvar árið 1976. Meðal annarra eru Karl-Heinz Thielen (sem varð fyrstur til þess, með Köln 1973), Jupp Heinckes, Manfred Burgsmüller, Dieter Hön- eß og Jürgen Klinsmann. Atli Eðvaldsson var stöðugt ógnandi í leiknum eftirminnilega 1983. Eins og sjá má var hans ekki alltaf sérlega vandlega gætt af varnarmönnum! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Atli gerði fimm mörk í einum leik FYRSTU HELGI Í JÚNÍ 1983 GERÐI ATLI EÐVALDSSON SEX MÖRK. FIMM Í DEILDARLEIK Í VESTUR-ÞÝSKALANDI Á LAUG- ARDEGI OG EITT Í LANDSLEIK Í REYKJAVÍK DAGINN EFTIR. Ef þú ert í vítateignum en veist ekki hvert er ákjósanlegast að senda boltann, skoraðu bara og við ræðum valkostina síðar. Bob Paisley, þáverandi knattspyrnustjóri enska liðsins Liverpool. Boltinn SKAPTI HALLGRÍMSSON skapti@mbl.is Ted Drake, leik- maður Arsenal, hefur skorað flest mörk allra í efstu deild á Englandi í einum og sama leiknum. Drake af- rekaði það 14. des- ember árið 1935, þegar Arsenal burstaði Aston villa 7:1 á útivelli; gerði sér þá lítið fyrir og skoraði öll mörkin. Hann ætti reyndar með réttu að vera skráður með átta mörk í leiknum, skv. gömlum fregnum, því einu sinni þrumaði hann boltanum í þverslána en hvorki dómarinn né línuvörðurinn tóku ekki eftir því að hann lenti innan við línuna. Síðan úrvalsdeildin var stofnuð 1992 hafa nokkrir leikmenn gert fimm mörk í einum leik.  Andy Cole, 1995: Man. Utd. – Ipswich 9:0  Alan Shearer, 1999: Newc. – Sh. Wedn. 8:0  Jermain Defoe, 2009: Tottenh. – Wigan 9:1  D. Berbatov, 2010: Man. Utd. – Blackb. 7:1  Tveir leikmenn hafa skorað fimm mörk í deildarleik á Spáni:  Fernando Morientes, febrúar 2002: Real Madrid – UD Las Palmas 7:0  Radamel Falcao, desember 2012: Atletico Madrid – Deportivo La Coruna 6:0  Á Ítalíu og í Frakklandi hefur engum leik- manni tekist að skora oftar en fjórum sinnum í einum og sama deildarleiknum. TED DRAKE GERÐI SJÖ MÖRK Í LEIK MEÐ ARSENAL Ted Drake Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao hefur farið hamförum með Atletico Madrid undanfarið. Markamaskínan og samherjar hans ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur næst, því þeir sækja heim snilling- ana í Barcelona þar sem undrið Messi freistar þess að bæta heims- metið enn frekar. Rétt að benda áhugamönnum um að gleyma því ekki að setjast við sjónvarpið rétt fyrir klukkan átta í kvöld, sunnudag, og stilla á Stöð 2 Sport. Maskínurnar mætast Radamel Falcao hefur farið á kostum. AFP MÖRKIN FIMM 1:0Atli fékk sendingu innfyrir vörnina og skor- aði með föstu skoti rétt innan víteigs. (3. mín) 2:0Atli skoraði meðskalla eftir fyrirgjöf frá hægri. (10.) 3:0Aftur var gefið fyrirmarkið frá hægri; Atli skallaði en markvörðurinn sló boltann í þverslána þaðan sem hann hrökk aftur til Atla og hann skallaði í markið. (36.) 4:1 Fallegasta markleiksins. Atli fékk boltann nokkru fyrir utan víta- teig, tveir varnarmenn sóttu að honum en Atli gerði sér lít- ið fyrir og vippaði boltanum yf- ir þá, skaust svo á milli þeirra og sendi þrumufleyg í bláhorn- ið! Frábært mark. (54.) 5:1 Brotið var á RudiBommer innan víta- teigs. Atli tók vítið og skoraði af öryggi í vinstra hornið niðri. (82.) Dieter Müller Gerd Müller

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.