Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Síða 24
F jallapúðarnir frá Markrúnu eru skemmtileg hönnun Leópolds Krist- jánssonar og Steinunar Arnardóttur. Parið er búsett í Berlín og er hver púði handgerður. „Þetta byrjaði sem jóla- gjafahugmynd í fyrra,“ segir Steinunn. Inn- blásturinn að púðunum kemur frá listaverk- um Stórvals, Stefáns Jónssonar frá Möðrudal, en hann málaði Herðubreið marg- oft. „Við höfum verið miklir aðdáendur hans í gegnum tíðina,“ segir hún og bætir við að Herðubreið sé „drottning íslenskra fjalla“. „Okkur fannst fyndið að gera sama hlut- inn aftur og aftur. Við vorum búin að gera slatta fyrir seinustu jól,“ segir Leópold en síðan þá hefur framleiðslan komist á næsta stig en þetta er enn sannkallaður heimilis- iðnaður. „Við gerum þetta allt sjálf, allavega enn sem komið er,“ segir Steinunn en parið er búsett í hverfinu Friedrichshain í Berlín og kann afskaplega vel við sig þar sem lista- lífið blómstrar. Leópold útskrifaðist með BS-gráðu í arki- tektúr frá TU Berlín í haust og vinnur nú sjálfstætt við gerð þrívíddarteikninga. Stein- unn er í fullri vinnu sem hljóðverkfræðingur. Þau langar til að gera meira með Mark- rúnu og ekki ólíklegt að fleiri gripir líti dagsins ljós. Þau einbeita sér þó að púð- unum sem stendur enda nóg að gera í vinnu. Hérlendis fást púðarnir í Postulínsvirkinu á Laugavegi og í Kaffifélaginu á Skólavörðu- stíg. Ennfremur fást þeir í verslun í Berlín og Kaupmannahöfn og „einhverjar fleiri búð- ir eru að fara að bætast við“. Samvinnan gengur vel. „Við höfum engin föst hlutverk í rauninni,“ segir Steinunn. „Við fáum hugmynd og köstum henni á milli,“ segir Leópold. „Þessi vinna er svo gott mótvægi við tölvuvinnuna sem við er- um í.“ Púðarnir verða líka til sölu á næsta Pop- Up-markaði í Hörpu, 22. og 23. desember. Þau koma til Íslands rétt fyrir jólin og munu sjálf standa vakt- ina á Þor- láks- messu. Púðarnir fást í þremur stærð- um og mörgum litum og er skemmtilegt að raða mis- munandi stærðum saman. HEIMILISIÐNAÐUR Í BERLÍN Fjallmyndarlegir púðar PÚÐARNIR FRÁ MARKRÚNU BYRJUÐU SEM JÓLAGJAFAHUGMYND FYRIR FJÖLSKYLDU OG VINI EN HAFA NÚ FENGIÐ SJÁLFSTÆTT LÍF. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Leópold Kristjánsson og Steinunn Arnardóttir eru fólkið á bak við púðana. Herðubreið er „drottning íslenskra fjalla,“ segir Steinunn. *Heimili og hönnunLifandi blóm eru fyrirtaks efni í jólaskreytingar og ekki spillir að hafa smá glimmer með »26

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.