Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Page 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 16.12.2012, Page 37
AFP Margir vildu skoða myndband Psy við lagið Gangnam Style á netinu. 16.12. 2012 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Yfir veturinn er lítið við að vera fyrir fluguveiðimanninn, helst að hnýta flugur og lesa veiðiblöð eða að rifja upp veiðsögur sum- arsins. Það er þó hægt að búa sig undir veiði næsta sumar og æfa flugukastið þrátt fyrir myrk- ur og kulda, meira að segja inn- an dyra með léttri æfingastöng eins og Börkur Smári Kristins- son hefur kynnt sér. Stöngin heitir Micro Practice Rod og er hönnuð af fluguveiði- manninum og stangarhönnuð- inum Tim Rajeff stofnanda bandaríska stangarframleiðand- ans ECHO Fly Fishing. Börkur segir að hún sé gerð með það að markmiði að gera fluguveiðifólki kleift að æfa köstin innandyra, í litlu rými, enda fislétt og stutt, en gefur þó færi á alvöru þjálfun, að hans sögn. „Hún er þannig hönnuð að tilfinningin þegar kastað er með henni er al- veg eins og þegar kastað er með venjulegri flugustöng. Gula bandið í henni líkir eftir sjálfri línunni og rauði hlut- inn eftir frammjókkandi taumi. Þannig má til dæmis æfa yfirhandakast yfir sjónvarpinu, eða að veltikasta á sleipu undirlagi og vera undir það búinn að veltikasta á vatni.“ Börkur segir að menn geti líka æft nákvæmni með því að reyna að kasta í krús eða krukku á stofugólfinu og eins að spreyta sig á speyköstum. „Til að ná færni í flugukasti og viðhalda henni er mikilvægt að æfa sig þótt veiðitímabilið sé liðið,“ segir Börkur. „Kastæf- ingarnar þurfa ekki að vera flóknar né tímafrekar. Hægt er að hafa MPR-stöngina tilbúna inni í stofu og taka nokkur köst áður en farið er til vinnu, með- an spjallað er í símann eða til að hita sig upp fyrir veiðiferð- ina á morgun,“ segir Börkur og bætir við að slíkar æfingar heima í stofu eða námskeið hjá góðum kastkennara geti gert gæfumuninn þegar farið er í veiðina að vori. Börkur öðlaðist kastkennararéttindi frá Federation of Fly Fishers í Svíþjóð og segist hafa kynnst nýrri vídd í fluguveiði í náminu, en þar æfa áhugasamir köstin viku- lega yfir háveturinn og taka í MPR-stöngina áður en þeir fara að sofa og fyrsta sem þeir gera þegar þeir vakna. Börkur hefur haldið námskeið fyrir byrjendur í flugu- veiði sem og lengra komna og segir ný námskeið vera á döfinni. Byrjað verður innandyra en síðan verða nám- skeiðin flutt út. arnim@mbl.is MICRO PRACTICE ROD Flugustöng heima í stofu Börkur Smári Kristinsson með æfinga- stöngina góðu. Morgunblaðið/Ómar Mest í myndum Það var drengjahljómsveitin One Direction sem var oftast leitað að í myndaleit Google á þessu ári. Í öðru sæti var Selena Gomez og í sjötta sæti er kærasti hennar (eða fyrr- verandi, eftir hvaða slúðurvef þú kýst að trúa) Justin Bieber. Á milli þeirra sátu iPhone 5, Megan Fox og Rihanna. Fellibylurinn Sandy Sandy kom og fór og skildi eftir sig slóð eyðilegg- ingar og fjölda stöðuuppfærslna. Fellibylurinn var sá atburður sem skapaði mesta leit á Google árið 2012, og toppaði þar með bæði Ólympíuleikana, Costa Concordia-slysið og geimstökk Felix Baumgartners, svo eitthvað sé nefnt. Hann náði fjórða sæti á lista Facebook yfir atburði sem rætt var um (á eftir forsetakosningunum, Superbowl og andláti Whitney Houston) og var efni í ein 20 milljón tíst. Brasilískt sjónvarp 12 sería af Big Brother Brazil (BBB12) er sá sjónvarps- þáttur sem mest er leitað að á síðum Google og er í tíunda sæti á heildarlistanum. Þátturinn nýtur mikilla vinsælda í Brasilíu, en sjaldan hefur hann vakið jafnmikið umtal og í ár, eftir að einn keppandinn var kærður fyrir að nauðga öðrum keppanda sem svaf áfengisdauða. Annar brasilískur þáttur, Avenida Brasil, hefur náð fáheyrðum vinsældum þar í landi og skipar annað sæti á lista Google yfir leit að sjónvarpsþáttum. Þættirnir njóta slíkra vinsælda í Brasilíu að þeir fengu meira áhorf en úrslitaleikurinn í brasilísku deildinni í fótbolta. Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Laugavegi 182 Virka daga 10-18 | Laugardaga 11 - 16 | Sími 512 1300 Tryggðu þér eintak fyrir jól Nýr iMac *Þ a r a f lá n tö ku g ja ld 3 .2 5 % o g þ ó kn u n se m n e m u r 3 4 0 kr .á h ve rj a g re ið sl u . Ísland ekki í leit Enginn Íslendingur (eða fjall) náði á lista yfir umræðuefni ársins á sam- félagsmiðlum. Það má þó kannski segja að okkar fulltrúar í listanum hafi verið kvikmyndin Prometheus og þættirnir Game of Thrones. Prometheus var í tíunda sæti á lista Facebook yfir þær myndir sem mest voru ræddar, og þriðja sæti yfir þær myndir sem leitað var að á Google. Game of Thrones var í sjötta sæti hjá Google á lista yfir sjónvarpsþætti og fjórða sæti hjá Facebook. Það er þó eitthvað. Allir eru að gera það Gangnam Style var eitt af undrum ársins. Dansinn skip- aði annað sæti á lista Google yfir það sem mest var leitað að. Þá er Gangnam Style í fimmta sæti yfir algengustu „meme“ á Facebook. Tíst um íþróttir 150 milljón „tweet“ fjölluðu um Ólympíuleikana meðan á þeim stóð. 267.200 tíst á mínútu fjölluðu um úrslitaleik Spánar og Ítalíu á EM í knattspyrnu meðan á honum stóð. 184.535 tíst á mínútu fjölluðu um úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu. 13,7 milljón „tweet“ fjölluðu um úrslitaleikinn í amerísk- um fótbolta, Superbowl, meðan á honum stóð. 700.000 manns tóku undir kveðju knattspyrnumannsins Jermaine Defoe #PrayforMuamba, þar sem hann óskaði þess að Fab- rice Muamba næði heilsu eftir að hann hneig niður með hjartaáfall. 15 ár liðu frá því að Mike Tyson beit eyrað af Evander Holyfield þar til þeir sættust í gegnum Twitter.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.