Morgunblaðið

Dagfesting
  • fyrri mánaðurinjanuar 2013næsti mánaðurin
    mifrlesu
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 1

Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 1
 Lífeyrissjóðirnir bóka óverð- tryggð ríkisskuldabréf að öllum lík- indum á of háu verði, í trygginga- fræðilegum útreikningi. Skýrist það af því að sjóðirnir færa eign sína til bókar miðað við 2,5% verð- bólgu þótt verðbólgan sé mun meiri. Sjóðirnir eiga nú 160 millj- arða í slíkum bréfum. Sérfræðingar segja að munurinn leiði til þess að réttindi flytjist frá þeim sem nú greiða í sjóðina til þeirra sem taka lífeyri. »18 Lífeyrissjóðirnir ofbóka ríkisbréf Þ R I Ð J U D A G U R 1 5. J A N Ú A R 2 0 1 3  Stofnað 1913  11. tölublað  101. árgangur  MEÐ JÓLA- SKRAUT Á SUÐURPÓLNUM STADDUR Í GAMALLI BÍÓMYND GLÓANDI Á GOLDEN GLOBE BÍLAR SIGURVEGARAR 40LEIFUR ÖRN 10 Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Fulltrúar Samtaka atvinnulífsins og ASÍ gengu um helgina frá plaggi með sameiginlegum hugmyndum vegna endurskoðunar kjarasamninga, sem hefur aukið líkur á að unnt verði að ná samkomulagi á al- mennum vinnumarkaði á næstu dögum. Stjórn Samtaka atvinnulífsins féllst í gær á meginatriði þessara hugmynda en það ræðst af undirtektum á fundum í landssamböndum og aðildarfélögum inn- an ASÍ í dag og á næstu dögum hvort gengið verður frá samkomulagi á þessum grunni. Til að koma til móts við sjónarmið verkalýðs- hreyfingarinnar hafa SA fallist á frekari styttingu samningstímans, þannig að núgildandi samningar gildi til 30. nóvember. Umsamdar hækkanir kæmu þá til framkvæmda 1. febrúar. Jafnframt er gert ráð fyrir að þegar í stað verði hafin vinna við und- irbúning að næstu kjarasamningum, unnið verði markvisst að því með raunhæfum aðgerðum að halda verðbólgu í skefjum og reynt verði að ná sam- stöðu um meginþætti atvinnustefnu til að glæða hagvöxt og skapa störf. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, sagði verkalýðs- hreyfinguna leggja mikla áherslu á aðgerðir til að auka aðhald í verðlagsmálum og forsendur fyrir verðlækkunum, m.a. að skoðaðar yrðu ýmsar álög- ur á vöruveltu og aðhald aukið að bæði fyrirtækjum og opinberum aðilum með raunverulegum aðgerð- um. Þá verði verðlagseftirlit ASÍ hert. Náðu saman um tillögur  Núgildandi kjarasamningar gildi til 30. nóvember  Vinna hefjist þegar í stað við næstu samninga  Aðgerðir gegn verðbólgu og átak um atvinnumál MÚtlit fyrir að kjarasamningar haldi... » 17 Morgunblaðið/Ómar Landspítali Í óefni stefnir í Fossvogi og á Hringbraut vegna uppsagna. Alls hafa 22 geislafræðingar á Land- spítalanum í Fossvogi sagt upp störfum vegna óánægju með breyt- ingar á vaktafyrirkomulagi. Þetta er stór hluti þeirra sem ganga vaktir í Fossvogi en alls starfa 32 geisla- fræðingar þar og 28 á Hringbraut. „Mér skilst að þetta sé í fimmta sinn frá árinu 2008 sem er verið að hringla með vaktirnar. Nú fannst þeim nóg komið,“ segir Katrín Sig- urðardóttir, formaður Félags geisla- fræðinga, við Morgunblaðið. Uppsagnir þeirra bætast við þær 280 sem hjúkrunarfræðingar hafa skilað til sinna yfirmanna á Land- spítalanum síðustu tvo mánuði. „Það hefur komið skýrt fram í við- tölum þessara einstaklinga við sinn yfirmann að þeir vilja vinna áfram á spítalanum fyrir betri kjör. Ég hef sagt að betri kjör getum við ekki boðið miðað við það fjármagn sem við höfum. Ef á að leysa þessa kjara- deilu, þarf aukið fjármagn að koma til,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, um stöðuna á spítal- anum. Vonast hann til þess að deilur leysist áður en uppsagnir koma til framkvæmda. »4 og 16 „Nú fannst þeim nóg komið“  22 geislafræðingar hafa sagt upp á LSH Svandís, álftin sem verpt hefur í hólmanum í Bakkatjörn á Seltjarnarnesi, sést ekki lengur á tjörninni. Þar var í gær steggur með tvo ung- fugla, hugsanlega maki Svandísar með tvo af þeim þremur ungum sem þau komu upp í sumar. Ef svo er hefur eitthvað gerst í fjölskyldunni. Hún er talin hafa verpt þarna í átján ár og ætti því að vera komin yfir meðalaldur álfta. Áhugamenn velta því fyrir sér hvort hennar tími sé liðinn. Svandís sést ekki lengur á Bakkatjörn Morgunblaðið/Ómar Hollustan hefst á gottimatinn.is léttur fiskréttur Sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar frá í gær að hægja á aðildarviðræðum við Evrópusambandið felur í sér, að sögn Össurar Skarphéðinssonar ut- anríkisráðherra, að engar ákvarðan- ir verða teknar korteri fyrir kosn- ingar og að ný ríkisstjórn muni fá tækifæri til að setja mark sitt á samningsafstöðu í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Utanríkisráðherra mætti á opinn fund utanríkismálanefndar í gær til að gera grein fyrir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, segir við Morgunblaðið að ljóst hafi verið að ESB yrði ekki tilbúið að ræða sjávarútvegs- og landbúnaðarmálin fyrir kosningar. Af skýringum Össurar að dæma virt- ist ákvörðunin vera sýndarmennska og til þess ætluð að fela málið fram yfir kosningar, þá væntanlega fyrst og fremst fyrir VG. Ekki mín framtíðarsýn Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra sagði á þingi í gær að hægagangur í viðræðum við ESB væri engin niðurstaða. „Það er ekki mín framtíðarsýn að við verðum hér um næstu ár eða áratugi í viðræðum við Evrópusambandið um þetta efni.“ Jón Bjarnason stóð að tillögu í ut- anríkismálanefnd um að hlé yrði gert á viðræðunum við ESB og þær ekki hafnar nema með samþykki þjóðarinnar. Steingrímur J. Sigfús- son, formaður VG, sagði í Kastljósi að þessi afstaða Jóns, sem hann hefði ekki rætt í þingflokknum eða kynnt fyrir félögum sínum, hefði skipt máli við ákvörðun um kosningu fulltrúa í nefndir. Jón telur sjálfur að and- staða sín við aðild Íslands að ESB hafi valdið því að honum var „úthýst“ úr utanríkismálanefnd. »6 Deilt um hægagang  Ákveðið að hægja á aðildarviðræðum við ESB  VG setur Jón Bjarnason út úr utanríkismálanefnd

x

Morgunblaðið

Publication Type:
Collection:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Language:
Volumes:
111
Issues:
55869
Registered Articles:
3
Published:
1913-present
Available till:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Locations:
Editor:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-present)
Haraldur Johannessen (2009-present)
Publisher:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-present)
Keyword:
Description:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Sponsor:
Supplements:

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar: 11. tölublað (15.01.2013)
https://timarit.is/issue/370835

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

11. tölublað (15.01.2013)

Gongd: