Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 19

Morgunblaðið - 15.01.2013, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JANÚAR 2013 Úrvalsvísitalan OMXI6 hefur hækk- að um 7,3% það sem af er árinu, en til samanburðar hækkaði vísitalan um rúmlega 16% allt árið í fyrra. Mest hækkun hjá Icelandair Þá hefur mikil velta einkennt þessa fyrstu viðskiptadaga ársins á hlutbréfamarkaði en veltan hefur numið að meðaltali rétt rúmlega 1,5 milljörðum á dag en allt árið í fyrra var veltan að meðaltali um 352 millj- ónir á degi hverjum. Þetta kemur fram í morgunkorni greiningardeild- ar Íslandsbanka í gær, en veltan það sem af er árinu er um 14% af heild- arveltu síðasta árs. Hlutabréf Icelandair hafa hækkað mest á þessu ári eða um tæplega 14%. Félagið tilkynnti í síðustu viku kaup á tveimur notuðum Boeing 757- 200-farþegaflugvélum og munu þær bætast í flota félagsins í vor. Ice- landair mun þannig vera með 18 vél- ar í rekstri sumarið 2013 samanborið við 16 vélar sumarið 2012. Reginn hefur hækkað um rétt tæplega 12% og Hagar hafa hækkað um tæplega 10%. Þá hefur virði bréfa í Eimskipi aukist um tæplega 9% á árinu og í Marel um 6%. Hlutabréf Össurar hafa á sama tíma færst upp um 4%, en hjá nýjasta skráða félaginu, Vodafone, hefur hækkunin aðeins verið tæplega 1%. Morgunblaðið/Ernir Hástökkvarinn Hlutabréf Icelandair hafa hækkað mest það sem af er ári, eða um tæp 14%. Bréf Regins hafa hækkað um tæp 12% og Haga um 10%. Úrvalsvísitalan upp um 7,3%  Dagleg velta liðlega 1,5 milljarðar Aukablað um bíla fylgir Morgunblaðinu alla þriðjudaga Lyftarar og staflarar í yfir 600 útgáfum Fáanlegir sérútbúnir fyrir íslenskan fiskiðnað ▪ Handlyftarar með eða án palls. Allt að 5.350 mm lyftihæð og 3.000 kg lyftigetu. ▪ Tínslu- og þrönggangalyftarar með allt að 14.250 mm lyftihæð. ▪ Rafmagns- og dísellyftarar með allt að 9.000 kg lyftigetu. ▪ Hillulyftarar með allt að 12.020 mm lyftihæð. ÚTSALA allt að 50% afsláttur Metravara Rúmföt Rúmteppi Handklæð i Dúkar Z-Brautir og gluggatjöld Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | S. 525 8200 | www.z.is | Opnunartími: virka daga kl. 10-18 og laugardaga 11-15

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.