Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.02.2013, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.2. 2013 Matur og drykkir D avíð og Eva eiga fyrirtækið Heilsuþjálfun á Ak- ureyri og lifa samkvæmt þeim boðskap sem þar er predikaður. „Venjulegur“ matur er á borðum; lambakjöt, nautakjöt, hrossa- og folaldakjöt, fisk- ur, kjúklingur og grænmeti. Tilbúnir réttir koma hins vegar aldrei inn fyrir hússins dyr eða önnur slík unnin vara. „Þetta er dæmigerður laugardagsmatur hjá okkur; við er- um yfirleitt með eitthvert gott kjöt í matinn á laugardags- kvöldi,“ segir Eva við Sunnudagsblað Morgunblaðsins, um folaldalundina sem hún gefur uppskrift að. „Við lærðum þetta af Friðriki V þegar hann var hér á Akureyri; hann var reyndar með nautakjöt, en okkur finnst folaldalund, eða hrossalund, betri en nautið,“ segir hún. Hjónin grilla mikið allt árið. Fólk talar stundum um að það fitni yfir sumartímann vegna grillmatarins, en Eva segir mikinn misskilning að samhengi þurfi að vera þar á milli. „Grillkjöt er ekki fitandi heldur eru það sósurnar og annað meðlæti sem skiptir máli í því sambandi. Við borðum til dæmis aldrei sósur.“ Þau nota eins mikið lífrænt hráefni og hægt er, t.d. olíur, grænmeti og ávexti. Hún segir það vissulega nokkru dýrara en aðra vöru. „En þegar upp er staðið er ég nokkuð viss um að ekki muni miklu, ef fólk pælir í allri óhollustunni sem margir kaupa til viðbótar við það nauðsynlega.“ Davíð er heildrænn heilsu- og golfþjálfari, auk þess nær- ingar- og lífsstílsþerapisti, frá CHEK-stofnuninni í Banda- ríkjunum. Þau Eva breyttu um lífsstíl fyrir um það bil ára- tug, að hluta til vegna þess að bæði eru með glúteinóþol. „Við förum þess vegna t.d. aldrei í bakarí heldur bökum öll okkar brauð sjálf.“ Þau elda líka eins mikið og þau geta frá grunni „og búum gjarnan til risastóra skammta og frystum í plastboxum. Fólk spyr stundum hvað við séum eiginlega að gera! Sem dæmi get ég nefnt að þegar við gerum gúllassúpu eru það oft 20 lítrar í einu! Það er ótrúlega handhægt og fljótlegt að geta gripið til þess þegar lítill tími er til að elda. Þetta er okkar skyndibiti …“ Davíð heldur reglulega námskeiðið 30 daga hreinsun á mataræði – sjá 30.is – bæði á Akureyri og í Reykjavík, þar sem hann bendir áhugasömum á leiðir í rétta átt að bættum lífsstíl og betri líðan, eins og hann orðar það. Davíð verður t.d. í Lifandi markaði í Reykjavík mánudaginn 4. mars. Alís Lilja fjögurra ára, Davíð, Eva Ósk og Elísabet, tæplega tveggja ára. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson HOLLUSTAN Í FYRIRRÚMI Grilluð folalda- lund í uppáhaldi HJÓNIN EVA ÓSK ELÍASDÓTTIR OG DAVÍÐ KRISTINSSON HEILSUÞJÁLFARI Á AKUREYRI LEGGJA MIKLA ÁHERSLU Á HOLLA OG GÓÐA NÆRINGU. ÞAU BORÐA AÐEINS „HREINT“ FÆÐI – VENJULEGAN, GÓÐAN MAT – OG KAUPA ALDREI TILBÚNA RÉTTI HELDUR ÚTBÚA SJÁLF SÍNA EIGIN „SKYNDIRÉTTI“. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Folaldalund, krydduð með pipar og sjávarsalti, grilluð eftir smekk. Þegar kjötið er borið á borð setjið ofan á bitana klettasalat (rucola), ferskan parmesan, lífræna kaldpressaða ólífuolíu og sítrónusafa. Sætar kartöflur í ofni: Skerið sæta kartöflu í litla bita, setjið í eldfast mót, hellið lífrænni kaldpressaðri ólífuolíu yfir, stráið oreganó yfir, pressið hvítlauksgeira eftir smekk og blandið saman við. Setjið inn í ofn í 50-60 mín við 200° Gufusoðið brokkolí borið fram með. Dásamleg hrákaka með berjafyllingu 1 bolli valhnetur eða pekanhnetur 1 bolli döðlur ¼ bolli lífrænt kakó ½ bolli kókosmjöl ½ tsk sjávarsalt ½ bolli apríkósur 1 msk appelsínubörkur Öllu blandað vel saman í matvinnsluvél, þrýstið deiginu niður í form. Setjið í frysti í smástund. Fylling 1 bolli blönduð frosin ber 1 msk agavesíróp Allt sett í pott og soðið þangað til berin eru maukuð. Setjið blönduna ofan á botninn og frystið. Súkkulaði ofan á 1 dl kókosolía 1 dl lífrænt kakó ½ dl agavesíróp Bræðið kókosolíuna í vatnsbaði, hrærið öllu saman og smyrjið ofan á kökuna. Frystið, best er að skera kökuna frosna og njóta. Gott er bera kökuna fram með niður- skornum ávöxtum, einnig má bera hana fram með rjóma eða ís. GRILLUÐ FOLALDALUND HRÁKAKA

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.