Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Með tilkomu samskiptamiðla ganga upplýsingar af öllu tagi hratt manna á milli. Einn af þeim sem höfðar ávallt til fésbókarnot- enda er Bangsímon, enda heims- ins vinsælasti bangsi. Tilvitnunum í hann er gjarnan deilt í formi mynda og stuttra setninga úr hin- um sígildu verkum A.A. Milne. Þeir sem þekkja Bangsímon vita að hans uppáhaldsdagur er dagurinn í dag. Hann kann vel við fólk sem talar á einföldu máli og segir setningar eins og „hvað er í matinn“ en hann skilur lítið í þeim sem nota flókin og löng orð. Í Sunnudagsblaðinu í dag er rýnt í nýja fylgiskönnun sem Fé- lagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir Morgunblaðið og ástæða þess að Bangsímon er gerður að umtals- efni hér er að hann getur nýst okkur í kjörklefanum. Þegar við skoðum sendingar á samskiptamiðli með fallegri setn- ingu eignaðri þessum merka bangsa horfum við á myndina, brosum og erum rórri um stund. Sjáum jafnvel veröldina í öðru ljósi eitt augnablik … en svo held- ur lífið bara áfram. Þrátt fyrir góðan vilja til að fylgja fordæmi bangsans; lifa í núinu og treysta ekki þeim sem nota flókin orð, þá endist sá vilji ekki alltaf mjög lengi. Það er fallegt að horfa á mynd og hugsa með sér hvað væri gam- an að geta séð veröldina með aug- um Bangsímons. Hann tekur ekki mark á neinu bulli, einfaldar alla hluti, þykir vænt um þá sem í kringum hann eru og vill helst bara borða hunang allan daginn. Kosningaloforðin eru oft falleg, myndirnar sem fylgja þeim af inn- blásnum leiðtogum framtíð- arinnar sömuleiðis. Við hrífumst með um stund en svo heldur lífið bara áfram. Kannski gæti gagnast að hugsa með sér: Myndi Bang- símon skilja þetta? RABBIÐ Bangsímon í kjörklefann Eyrún Magnúsdóttir Edward er í 3. sæti á lista VG og Jens Garðar í 4. sæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þeir út- skrifuðust 1996 og þá hafði Jens verið formaður HÍMA, hægri manna í MA, en Edward formaður LOMMA, Lenín- og marxista í MA. Þegar Morg- unblaðið fékk hægri- og vinstrimenn í skólanum til að rökræða um pólitík um vorið birtist myndin hér til hliðar í blaðinu en sú stóra var tekin á dögunum. Augnablikið sneri aftur! Blaðamaður settist stutta stund niður með vinunum í vikunni og augljóst er að þeir hafa engu gleymt. Voru algjörlega á öndverðum meiði og tókust á um hugmyndafræði. Hituðu þannig upp fyrir fund sem þeir boðuðu til um kvöldið með nemendum í gamla skólanum sínum. En einu lýstu báðir yfir, sögðu til eftirbreytni og hvöttu aðra til hins sama: Sögðust gott dæmi um hvernig menn eiga að haga sér í pólitík; séu andstæðingar sem rökræði um pólitík en geti líka rætt um daginn og veginn. „Á milli okkar er gagnkvæm virðing og vinskapur,“ sögðu þeir nánast samhljóða. skapti@mbl.is AUGNABLIKIÐ Ljósmynd/Þórhallur Jónsson LOMMA OG HÍMA EINU SINNI VAR. OG ER ENN … VINIRNIR EDWARD H. HUIJBENS OG JENS GARÐAR HELGASON TÓKUST Á UM PÓLITÍK Á ÁRUNUM Í MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI. BÁÐIR ERU Í FRAMBOÐI Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI. Morgunblaðið/Kristinn Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Útgefandi Óskar Magnússon Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal Umsjón Eyrún Magnúsdóttir, eyrun@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hvað: Annar leikur Stjörnunnar og Grindavíkur í úrslitaeinvígi um Íslands- meistaratitilinn í körfubolta karla. Hvenær: 19.15 á föstudag. Hvar: Í Ásgarði í Garðabæ. Úrslitaeinvígi Hvað: Uppi- stand Mið- Íslands-hópsins. Hvenær: 20:00 á föstudag. Hvar: Í Þjóðleik- húskjallaranum. Mið-Ísland Í fókus VIÐBURÐIR HELGARINNAR Hvað: Tónleikar Langa Sela og skugg- anna. Hvenær: 22:30 á laugardag. Hvar: Græni Hatturinn á Akureyri. Langi Seli og skuggarnir Hvað: Leikir í undanúrslitaein- vígi um Íslands- meistaratitil í handbolta á milli Fram og FH og Hauka og ÍR. Hvenær: 15.00 Hvar: Í Framhúsi og í Austurbergi. Úrslitakeppni Hvað: Stjarnan og Valur og ÍBV og Fram leika í undanúrslitum um Íslands- meistaratitil í handbolta kvenna. Hvenær: 15.00 Hvar: Í Mýrinni í Garðabæ og í Vest- mannaeyjum. Úrslitakeppni Hvað: Söngkeppni framhaldsskólanna Hvenær: Á föstudag og laugardag klukkan 19.00. Hvar: Í Íþróttahöllinni á Akureyri. Söngkeppni framhaldsskólanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.