Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013
Með tilkomu samskiptamiðla
ganga upplýsingar af öllu tagi
hratt manna á milli. Einn af þeim
sem höfðar ávallt til fésbókarnot-
enda er Bangsímon, enda heims-
ins vinsælasti bangsi. Tilvitnunum
í hann er gjarnan deilt í formi
mynda og stuttra setninga úr hin-
um sígildu verkum A.A. Milne.
Þeir sem þekkja Bangsímon
vita að hans uppáhaldsdagur er
dagurinn í dag. Hann kann vel við
fólk sem talar á einföldu máli og
segir setningar eins og „hvað er í
matinn“ en hann skilur lítið í þeim
sem nota flókin og löng orð.
Í Sunnudagsblaðinu í dag er
rýnt í nýja fylgiskönnun sem Fé-
lagsvísindastofnun HÍ gerði fyrir
Morgunblaðið og ástæða þess að
Bangsímon er gerður að umtals-
efni hér er að hann getur nýst
okkur í kjörklefanum.
Þegar við skoðum sendingar á
samskiptamiðli með fallegri setn-
ingu eignaðri þessum merka
bangsa horfum við á myndina,
brosum og erum rórri um stund.
Sjáum jafnvel veröldina í öðru
ljósi eitt augnablik … en svo held-
ur lífið bara áfram. Þrátt fyrir
góðan vilja til að fylgja fordæmi
bangsans; lifa í núinu og treysta
ekki þeim sem nota flókin orð, þá
endist sá vilji ekki alltaf mjög
lengi.
Það er fallegt að horfa á mynd
og hugsa með sér hvað væri gam-
an að geta séð veröldina með aug-
um Bangsímons. Hann tekur ekki
mark á neinu bulli, einfaldar alla
hluti, þykir vænt um þá sem í
kringum hann eru og vill helst
bara borða hunang allan daginn.
Kosningaloforðin eru oft falleg,
myndirnar sem fylgja þeim af inn-
blásnum leiðtogum framtíð-
arinnar sömuleiðis. Við hrífumst
með um stund en svo heldur lífið
bara áfram. Kannski gæti gagnast
að hugsa með sér: Myndi Bang-
símon skilja þetta?
RABBIÐ
Bangsímon í kjörklefann
Eyrún Magnúsdóttir
Edward er í 3. sæti á lista VG og Jens Garðar í
4. sæti Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu. Þeir út-
skrifuðust 1996 og þá hafði Jens verið formaður
HÍMA, hægri manna í MA, en Edward formaður
LOMMA, Lenín- og marxista í MA. Þegar Morg-
unblaðið fékk hægri- og vinstrimenn í skólanum
til að rökræða um pólitík um vorið birtist
myndin hér til hliðar í blaðinu en sú stóra var
tekin á dögunum. Augnablikið sneri aftur!
Blaðamaður settist stutta stund niður með
vinunum í vikunni og augljóst er að þeir hafa
engu gleymt. Voru algjörlega á öndverðum meiði
og tókust á um hugmyndafræði. Hituðu þannig
upp fyrir fund sem þeir boðuðu til um kvöldið
með nemendum í gamla skólanum sínum. En
einu lýstu báðir yfir, sögðu til eftirbreytni og
hvöttu aðra til hins sama: Sögðust gott dæmi
um hvernig menn eiga að haga sér í pólitík; séu
andstæðingar sem rökræði um pólitík en geti
líka rætt um daginn og veginn. „Á milli okkar er
gagnkvæm virðing og vinskapur,“ sögðu þeir
nánast samhljóða. skapti@mbl.is
AUGNABLIKIÐ
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
LOMMA OG HÍMA
EINU SINNI VAR. OG ER ENN … VINIRNIR EDWARD H. HUIJBENS OG JENS GARÐAR HELGASON TÓKUST Á UM
PÓLITÍK Á ÁRUNUM Í MENNTASKÓLANUM Á AKUREYRI. BÁÐIR ERU Í FRAMBOÐI Í NORÐAUSTURKJÖRDÆMI.
Morgunblaðið/Kristinn
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað: Annar leikur Stjörnunnar og
Grindavíkur í úrslitaeinvígi um Íslands-
meistaratitilinn í körfubolta karla.
Hvenær: 19.15 á föstudag.
Hvar: Í Ásgarði í Garðabæ.
Úrslitaeinvígi
Hvað: Uppi-
stand Mið-
Íslands-hópsins.
Hvenær: 20:00
á föstudag.
Hvar: Í Þjóðleik-
húskjallaranum.
Mið-Ísland
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað: Tónleikar Langa Sela og skugg-
anna.
Hvenær: 22:30 á laugardag.
Hvar: Græni Hatturinn á Akureyri.
Langi Seli og skuggarnir
Hvað: Leikir í
undanúrslitaein-
vígi um Íslands-
meistaratitil í
handbolta á milli
Fram og FH og
Hauka og ÍR.
Hvenær: 15.00
Hvar: Í Framhúsi og í Austurbergi.
Úrslitakeppni
Hvað: Stjarnan og Valur og ÍBV og
Fram leika í undanúrslitum um Íslands-
meistaratitil í handbolta kvenna.
Hvenær: 15.00
Hvar: Í Mýrinni í Garðabæ og í Vest-
mannaeyjum.
Úrslitakeppni
Hvað: Söngkeppni framhaldsskólanna
Hvenær: Á föstudag og laugardag
klukkan 19.00.
Hvar: Í Íþróttahöllinni á Akureyri.
Söngkeppni
framhaldsskólanna