Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 47
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47
Auður hélt áfram að hitta lækna,
hvern sérfræðinginn af öðrum, og
var skönnuð frá hvirfli til ilja. Nið-
urstaðan var ávallt sú sama. „Ég
finn ekkert að þér, þú ert stál-
slegin!“
Þekkti ekki þetta ástand
Eigi að síður var Auður áfram hás
og nú var henni hætt að standa á
sama – enda styttist ófluga í frum-
sýninguna í Íslensku óperunni. „Ég
vann árum saman sem óperu-
söngkona í Þýskalandi og missti
varla úr sýningu. Ég þekkti bara
ekki þetta ástand – að vera ekki í
lagi. Allt var reynt, ég fór meira að
segja á sterakúr sem ég myndi
venjulega ekki gera.“
Allt kom fyrir ekki og tíu dögum
fyrir frumsýningu gekk Auður á
fund Stefáns Baldurssonar óp-
erustjóra til að tilkynna honum að
hún neyddist til að segja sig frá
verkefninu. Hún treysti einfaldlega
ekki röddinni. „Þetta voru gríðarleg
vonbrigði en það eina rétta í stöð-
unni. Ég gat ekki hugsað mér að
tefla á tvær hættur og jafnvel eyði-
leggja sýninguna fyrir áhorfendum.
Þetta er það erfiðasta sem ég hef
lent í faglega á minni ævi.“
Hulda Björk Garðarsdóttir, sem
vera átti staðgengill Auðar í sýning-
unni, tók við hlutverkinu. Hún þurfti
ekki að æfa frá grunni en Auður
segir Huldu Björk hafa staðið sig
frábærlega. Það sé meira en að
segja það að stíga inn í hlutverk
með nokkurra daga fyrirvara.
Auður segir Stefán Baldursson
hafa sýnt ákvörðun sinni mikinn
skilning og kann hún honum bestu
þakkir fyrir.
Eftir þetta fór Auður á pensilín-
kúr og skánaði talsvert við það.
Fljótlega fór þó allt í svipað far aft-
ur. Hæsin var þó örlítið minni, að
því er henni fannst.
Dóttirin flutti að heiman
Jólin komu og síðan áramót og um
miðjan janúar flutti dóttir Auðar að
heiman. Þar með losnaði eitt her-
bergi á heimilinu og Auður fór að
breyta til í íbúðinni en þar hefur hún
búið í sjö ár. Þá kom dulítið óvænt í
ljós. „Við búum í bókasafni, hér eru
bækur upp um alla veggi, og hug-
myndin var að breyta lausa herberg-
inu í bókaherbergi. Við vorum með
bókaskáp í svefnherberginu og þeg-
ar ég færði hann til blasti við mér
loðið kvikindi í horninu – myglu-
sveppur. Rúman metra frá staðnum
þar sem ég ligg með höfuðið á nótt-
unni. Þar lá skaðvaldurinn í leyni.“
„Það er svo merkilegt að þegar
ég flutti til Þýskalands fyrir rúmum
tuttugu árum tröllreið umræða um
áhrif myglusveppa á heilsu fólks í
öllum fjölmiðlum. Menn þjálfuðu
meira að segja hunda til að finna
óþverrann. Sveppahunda. Alla tíð
síðan hef ég verið með þetta í bak-
þankanum þegar einhver veikist og
hef margoft spurt söngnemendur
mína að því hvort það geti verið
mygla hjá þeim ef röddin er eitt-
hvað að hrella þá. Þegar þetta kem-
ur fyrir mig er ég svo gjörsamlega
grunlaus. Alveg er þetta furðulegt.“
Auður vígbjóst hönskum og
tusku, þreif sveppinn og henti hon-
um út af heimilinu. Að því búnu
hafði hún samband við Hús og
heilsu og fékk ýmsar upplýsingar
þar. „Það er greinilegt að ég hafði
myndað óþol fyrir sveppnum og má
þakka fyrir að hafa ekki myndað of-
næmi. Því lengur sem maður er í
nábýli við sveppinn þeim mun meiri
líkur á því að það gerist. Það er
mjög alvarlegt en gerist sem betur
fer ekki oft,“ segir Auður og bætir
við að ómögulegt sé að segja hversu
lengi sveppurinn hafi hreiðrað um
sig í svefnherberginu. Bókaskáp-
urinn var stór og þungur og hafði
ekki verið hreyfður lengi. „Þetta var
gjörsamlega falið.“
Kjörlendi fyrir myglusvepp
Án þess að Auður hefði grun um
það var svefnherbergið hennar kjör-
lendi fyrir myglusvepp. „Ég hef
lært margt á þessu, þar á meðal
tvennt sem allir ættu að hafa í
huga: Ekki hafa bókaskápa inni í
svefnherbergi og alls ekki hafa þá
við útvegg. Þannig myndast kjör-
skilyrði fyrir myglusvepp. Þetta var
sumsé tvöfalt tabú hjá okkur. Við
bjuggum óvart til kjöraðstæður,“
segir Auður en sveppurinn þrífst
best þegar heitt loft mætir köldu,
aflokaður.
Ekkert bendir til annars en að
Auði hafi tekist að ganga milli bols
og höfuðs á vágestinum. Hún segir
þó brýnt að vera áfram á varðbergi.
Jafnvel þótt sveppurinn sé horfinn
geti áfram leynst gró og samkvæmt
nýjustu rannsóknum, sem Auður
hefur kynnt sér – og takiði nú vel
eftir – veldur hún krónískri bólgu á
raddböndum.
Auður fann strax mun á sér og
eftir að hafa farið í tveggja vikna
frí, þar sem hún slakaði vel á og
naut útivistar, kennir hún sér einsk-
is meins lengur. „Núna þekki ég
mig aftur og get treyst röddinni
minni. Þetta var stórfurðuleg lífs-
reynsla, ætli mér hafi ekki liðið
svipað með röddina mína eins og
nærsýnum manni með vitlaus gler-
augu. Fókusinn fór. Það var mikill
léttir að komast til botns í þessu
máli og eftir að hafa gengið til allra
þessara lækna veit ég að ég er
stálslegin og gæti þess vegna lifað í
hundrað ár í viðbót.“
Hún hlær.
Hvað með Rod Stewart?
Hásar og rámar raddir eru víða eft-
irsóttar og Auður er spurð hvort
henni hafi ekki dottið í hug að
reyna fyrir sér í öðrum stílum tón-
listar. „Þú meinar að syngja djass
eða blús?“ spyr hún brosandi. „Nei,
ég gerði það ekki og það er of seint
núna.“
Nú leggur Kristinn Ingvarsson
ljósmyndari, sem hlýtt hefur á sam-
ræður okkar, frá sér kamilluteið og
segir: „Í ljósi þeirra upplýsinga sem
hér hafa komið fram velti ég fyrir
mér hvort Rod gamli Stewart hafi
verið með myglusvepp við rúmgafl-
inn – áratugum saman.“
Ekki galin pæling hjá Kristni.
Eftir að myglusveppurinn fannst
hjá Auði hefur hún hitt marga sem
hafa svipaða sögu að segja. „Þið vit-
ið hvernig það er, þegar eitthvað
kemur fyrir mann virðast allir hafa
lent í því sama. Eins og þegar mað-
ur er óléttur, þá sér maður bara
óléttar konur.“
Hún segir margt fróðlegt hafa
komið fram í samtölum við það fólk.
Myglusveppir koma algjörlega
aftan að fólki og Auður notar þetta
tækifæri til að hvetja lækna til að
gera ráð fyrir þessum möguleika
þegar illa gengur að greina mein
hjá fólki. Engum lækni sem hún
leitaði til kom þessi skýring í hug.
„Ég hvet alla sem finna fyrir ein-
kennum sem enginn getur skýrt til
að leita vel og vandlega að myglu-
sveppi, bæði heima hjá sér og á
vinnustað. Maður veit aldrei hvar
skaðvaldurinn leynist!“
Auður er staðráðin í að láta
myglusveppinn ekki slá sig út af
laginu enda hefur hún komist í
hann krappan áður. „Einu sinni
hryggbraut mexíkóskur tenór mig –
í orðsins fyllstu merkingu. Hann féll
niður úr stiga í miðri sýningu ofan á
mig, þar sem ég sat fyrir neðan
stigann. Karlinn stóð bara upp og
dustaði af sér rykið en ég var borin
út af sviðinu í spelkum með sam-
fallsbrot í hryggjarlið. Ég var frá
vinnu í nokkrar vikur.
Fyrst tenórinn drap mig ekki læt
ég ekki loðna kvikindið gera það.“
Auður tók sjálf þessa mynd af myglusveppnum sem kom undan skápnum áður
en hún þreif hann og henti honum út úr íbúðinni. Hún er reynslunni ríkari.
SÍMINN MÁ FARA AÐ HRINGJA
Eftir um það bil árs glímu við
þessa dularfullu hæsi er Auður
óðum að ná fyrri raddstyrk aft-
ur. „Ég er komin í fínt form –
síminn má bara fara að hringja,“
segir hún hlæjandi.
Auður lauk MA-prófi í ljóða-
og óperusöng frá Tónlistarhá-
skólanum í Stuttgart og var um
árabil fastráðin við óperuhúsið í
Würzburg, þar sem hún söng
mörg helstu sópranhlutverk óp-
erubókmenntanna. Hún hefur
að auki sungið í mörgum helstu
óperuhúsum Þýskalands og í
Íslensku óperunni.
Auður flutti heim fyrir sjö ár-
um og kann því vel. Hún fæst við
kennslu en neitar því ekki að
útþrá grípi hana alltaf annað
veifið. „Ég hef minnt á mig í
Þýskalandi með ljóðatónleikum
en það er orðið nokkuð síðan
ég tók síðast þátt í óperuupp-
færslu. Ég lít þó alls ekki svo á að
ég sé hætt að koma þar fram.
Bíð bara eftir rétta tækifærinu.“
Hún missti af drauma-
hlutverkinu í Íslensku óperunni í
fyrra vegna veikindanna og von-
ar að fleiri tækifæri bjóðist þar í
framtíðinni. „Mér er mjög hlýtt
til Íslensku óperunnar og minni
á mikilvægi þess að styðja vel
við bakið á henni, ekki síst í
harðæri eins og nú. Leggi Ís-
lenska óperan upp laupana gæti
tekið áratugi að bæta tjónið.
Allir söngskólar eru fullir af
nemendum, þannig að ekki
vantar söngvarana.“
Að ljúka íslenskunámi
Auður hefur sent frá sér tvær
geislaplötur og hefur áhuga á að
bæta fleirum í safnið. Spurð
hvað verði á þeim svarar hún
því til að hún sé að máta sig við
margvíslegt efni í augnablikinu.
Nú er Auður hins vegar að
ljúka BA-prófi í íslensku frá Há-
skóla Íslands í júní. Lokaritgerð-
in fjallar um mál- og tóntöku
barna með áherslu á skynjun
ungbarna á tónlist.
„Þetta er gömul synd,“ segir
hún brosandi. „Ég ætlaði alltaf
að verða íslenskufræðingur og
átti bara tvo kúrsa og ritgerðina
eftir þegar ég elti manninn minn,
Ólaf Héðin Friðjónsson, utan í
nám. Ætlaði að klára þetta í ró-
legheitum þaðan. En plönin
breyttust og skyndilega var ég
komin á bólakaf í söngnám.
Söngurinn hefur haft algjöran
forgang síðan, þangað til nú að
ég gaf mér tíma til að klára ís-
lenskunámið. Ég er mjög ánægð
með það.“
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
REYKJAVÍK • Fiskislóð 1 • Sími 580 8500 • mánud.–föstud. 10–18 • laugard. 10–16
AKUREYRI • Tryggvabraut 1-3 • Sími 460 3630 • mánud.–föstud. 8–18 • laugard. 10–16 • ellingsen.is
ADRIA ACTION 361 PD
Eigin þyngd: 740 kg
Truma miðstöð.
VERÐ 3.890.000 KR.
ADRIA ADORA 462 PU
Eigin þyngd: 1.040 kg
Truma miðstöð.
VERÐ 4.300.000 KR.
ALINER CLASSIC
Eigin þyngd: 750 kg
Lengd: 457 cm
VERÐ 2.980.000 KR.
ALINER EXPEDITION
Eigin þyngd: 952 kg
Lengd: 548 cm
VERÐ 3.490.000 KR.
ALLT AÐ
75%
FJÁRMÖGNUN