Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Ég fékk það ónotalega á tifinninguna þegarkröfum kínversks auðmanns, sem vildifesta kaup á víðfeðmu landi á Grímsstöðum á Fjöllum, var endanlega vísað frá undir lok síð- asta árs, að hann ætlaði að bíða átekta. Enda kom það á daginn að hann sagði að málið yrði tekið upp að nýju með vorinu. Hann þurfti ekki að botna hugsun sína með því að minna á að þá hefðu kosn- ingar farið fram á Íslandi og óskandi að ný stjórn væri tekin við, alla vega nýr innanríkisráðherra. Til voru þeir sem mislíkaði stórlega þegar ég sem innanríkisráðherra neitaði að verða við ósk- um hans um að fá undanþágu frá lögum um er- lenda fjárfestingu og heimila kaup á Grímsstöðum á Fjöllum. Í kjölfarið var þá reynt að finna göt í löggjöfinni til að smjúga inn um. Allt kom hins vegar fyrir ekki og var málaleitan kínversku fjár- festingasamsteypunnar hafnað. En nú bregður nýrra við. Fréttir herma að sömu aðilar ásamt íslenskum samverkamönnum séu aftur að fara á kreik. Það er ekkert undarlegt. Kosningar eftir viku og skoðanakannanir spá inn- anríkisráðherranum falli í hans kjördæmi. En vill almenningur selja stórt landsvæði á borð við Grímsstaði á Fjöllum út fyrir landstein- ana? Ég tel svo ekki vera. Ég held að þjóðin al- mennt vilji að eignarhald á landi haldist innan landsteina Íslands. Ég held líka að ríkur vilji sé til þess í landinu að halda eignarhaldi þjóðarinnar allrar yfir auðlindunum, sjávarauðlindinni, jarð- varmanum, fallvötnunum og vatninu. Það er ekki síst fyrir þær sakir að eignarhald á grunnvatni er – illu heilli – tengt einkaeignarrétti að það skiptir miklu máli hver á landið. Það skiptir máli innan hvaða samfélags sá réttur hvílir. Okkar samfélagi en ekki austur í Kína, í Bandaríkjunum eða Evrópusambandinu. Er þetta þjóðernistal? Þetta tal snýr að sam- félagshagsmunum og einnig að nálægð eign- arhaldsins. Hvað fyrra atriðið snertir er merg- urinn málsins vitanlega sá hvort eignarhaldið verði háð duttlungum markaðs- og samkeppn- ishagsmuna annars vegar eða háð hagsmunum samfélagsins hins vegar. En það er líka munur á því hvort þú eignast land sem er hluti af tilveru þinni eða fjárfesting á fjarlægri slóð, hvort landið sé þeirra sem á því dvelja eða í eigu fjárfesta úti í heimi. Ég hef stundum vísað til þess að á máli Græn- lendinga ber land þeirra heitið Kalaallit Numat, sem þýðir land þeirrar þjóðar sem landið byggir. Mennirnir með seðlabúntin og stórveldin sem hugsa samkvæmt langtímaáformum, renna nú hýru auga til þessa auðæfaríka lands. Ég á Græn- lendingum þá ósk til handa að þeir gleymi aldrei hvað land þeirra heitir og þar með að landið og auðæfin eru fyrir samfélagið og eiga að þjóna því en ekki peningavaldinu og stórveldahagsmunum, hvort sem er í Peking, Moskvu, Brussel eða Washington. Að sama skapi þurfum við að vera vakin og sof- in yfir því að gæta að hagsmunum lands og þjóðar. Það er nefnilega auðvelt í landi sem byggt er fá- mennri þjóð að missa tökin ef peningaauður fær að ráða för. Boðinn var milljarður í þrjú hundruð ferkílómetra á Grímsstöðum á Fjöllum. Og marg- ir vildu selt hafa. Hvað hefðu þeir hinir sömu þurft að fá fyrir Mývatnssveitina? Eða Ísland allt? Nú- bóa þessa heims er víða að finna. Það þarf að gæta Íslands. Beðið eftir nýjum innanríkisráðherra? ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM Ögmundur Jónasson ogmundur@althingi.is Facebook er þessa dagana í gíslingu pólitískra stöðuuppfærslna en inn á milli leynast þó skemmtilegheit af ýmsu tagi. Logi Berg- mann sló á létta strengi í vikunni og bað Facebook-vini sína að íhuga hver væri munurinn á honum sjálfum og Hilmi Snæ. Með Loga orðum; „Hilmir Snær versus ég. Ræðið:“ Vinir hans lögðu hon- um lið í þessum samanburði og Guðfinnur Sigurvinsson útvarps- maður var þeirra fyndnastur er hann skrifaði „ Hvorugur, þið er- uð báðir sooooo last season!“ Nokkru síðar kom eftirfarandi í ljós: Saga Garðarsdóttir kom í þátt Loga, Spurningabombuna, laum- aðist í iPadinn hans og skrifaði þennan ódauðlega status. Það vakti mikla athygli í vikunni þegar upp komst að starfsmaður á krabbameinsdeild Landspítalans hefði starfað þar í tvö ár án þess að hafa tilskilin réttindi sem hjúkr- unarfræðingur. Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona vísaði í fréttina á Facebo- ok og skrifaði þar að hún ætlaði að sækja um „heilaskurðlækn- ingadjobb“. Facebook-leikurinn Candy Crush er að gera allt vitlaust á samskipta- miðlinum og hið ólíklegasta, önnum kafna fólk, virðist samkvæmt meld- ingum á Facebook spila leikinn af kappi. Listamað- urinn Hugleikur Dagsson sendir skilaboð til þeirra sem hanga í leikn- um á síðuna sína í vikunni. „Til allra sem hafa böggað mig fyrir að horfa of mikið á sjón- varp, lesa of mikið af myndasögum og fara of oft í bíó: Skemmtu þér vel í candy crush,“ skrifar Hugleikur. Gaukur Úlfarsson gerði góð- látlegt grín að félögum sínum á RÚV. „Dálítil mistök hjá RUV að vera með Sigmar Gudmundsson og Jóhönnu Vigdísi að stjórna þessum umræðuþáttum. Það væri ávísun á mikið betra sjónvarp ef Bubbi, Sigga Beinteins og Einar Bárðar sæu um þetta.“ AF NETINU Einhverjum hefur sjálfsagt þótt nóg um sjálf- umgleði sjónvarpskonunnar Sigríðar Elvu Vilhjálmsdóttur þegar hún lagði spurninguna „Hvernig finnst þér ég standa mig í sjónvarp- inu? (Ísland í dag)“ fyrir Bjarna Benedikts- son, formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann sat fyrir svörum á Beinni línu á vef DV í vikunni. Spurningin var þó ekki öll þar sem hún var séð, ef svo má að orði komast … Bjarni var reyndar ekki lengi að svara: „Æ, bara alveg óaðfinnanlega. Alltaf svo einlæg.“ Sannleikurinn er hins vegar sá að sjón- varpskonan einlæga var alls ekki við tölvuna sína þegar spurningin var lamin á lykla- borðið. Hún hafði brugðið sér frá skrifborð- inu eitt augabragð, Facebook-síðan hennar var opin og Sigríður svo ljónheppin að Logi Bergmann Eiðsson, samstarfsmaður hennar á Stöð 2, átt leið framhjá borðinu … Yfirmaður hrekkjalómsmála í lýðveldinu lætur sér yfirleitt ekki gott tækifæri úr greipum ganga. Svo skemmtilega vill til að eiginkona hans, Svanhildur Hólm Valsdóttir, starfar sem aðstoðarmaður Bjarna Bene- diktssonar, þannig að líklega hefur Loga þótt hrekkurinn enn skemmtilegri en ella. Sjónvarpsmaðurinn síkáti gaf á síðasta ári út Handbók hrekkjalómsins, eins og frægt er. Hrekkja- lómur komst í tölvuna Sigríður Elva úr Íslandi í dag varar sig eflaust framvegis á því að slökkva á tölvunni ef hrekkja- lómurinn Logi Bergmann er nálægt. Vettvangur Fyrirsætan Ylfa Geirsdóttir hefur komið víða við en hún hefur nú gengið til liðs við Latabæ. Ylfa hefur starfað sem fyrirsæta frá því á unglingsárunum bæði hér heima og erlendis en á síðasta ári lauk hún námi í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Latibær sækir fram á ýmsum sviðum svo það er ekki úr vegi að vöruhönnuður bætist í starfs- mannaliðið. Mikill uppgangur virðist vera hjá fyrirtækinu en nýverið var sagt frá því að Ástríður Viðarsdóttir, fyrr- verandi starfsmaður Kastljóss, hefði bæst í hóp starfsfólks Latabæjar. Lokaverkefni Ylfu frá Listaháskólanum fjallaði um endurnýtingu og sjálfbærni í hönnun. Ef til vill er þess að vænta að slíkar áherslur verði allsráðandi í framtíðarhönnun hjá Latabæ. Ylfa Geirs komin til Latabæjar Fyrirsætan Ylfa Geirsdóttir hefur hafið störf sem vöruhönnuður hjá Latabæ. Morgunblaðið/Eggert
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.