Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 59
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59
LÁRÉTT
1. Lipur farinn að sögn til þess sem stjórnar æfingum. (10)
5. Aumur á blaðsíðum bókar út af merki á Jesús. (7)
9. Upp á síðkastið sé skipið sem siglir aldrei móti vindi. (10)
10. Ó, skör sé í skrautsteini. (5)
11. Förumaður með gagnageymslu. (8)
12. Veiði mun enda á skurðaðgerð. (7)
14. Kemur af stað á hærri stað með kveikjurum. (9)
16. Keisari fær urt með því að vera háttvísari. (10)
18. Bugaður ruglaði lík þeirri sem gerð er úr mjöli. (7)
20. Svipað einu kílói gert dökkt og lítilsvirði. (11)
22. Flugfélag fær óþekktan upp á endann hjá þeirri sem giskar
rétt. (7)
26. Söngur með texta byggir á stíl. (7)
27. Ferð heim frá tunglinu er athöfn. (9)
29. Bannsettur Smárans. (5)
30. Að merkjum loknum er eltingarleikur (8)
31. Buna um skúta. (7)
32. Endurnýjar hjólbarða ekki fast enda útlitið nokkuð dökkt.
(10)
33. Með mikla þörf fyrir tómstundaráð og stopp. (5)
34. Heilagir bjargi sín á milli og baksist. (9)
LÓÐRÉTT
1. Þrír hálfgerðir Danir eru illmenni. (7)
2. Fjörið fær afl til baka frá því sem sætir mikilli umgengni. (9)
3. Fer ferskur í ílát auðugra. (7)
4. Nuddi silfur með galla. (5)
5. Í beygðum vana föst með slettu í fögru hoppi. (10)
6. Markist einhvern veginn af því að tóra. (7)
7. Vera úr lampa sem gefur ráð og er stjórnandi. (7)
8. Húsgafl að aðlagast öfugsnúinni námsgrein. (7)
13. Elski við sem hægt er að smíða pall úr. (8)
15. Framendi fyrir tákn, ennþá. (5)
17. Sigrað við suð Sameinuðu þjóðanna. (5)
19. Að senda bolta endar í tapi. (7)
20. Felurðu hart einhvern veginn í parti? (11)
21. Bardagi banda er bara andlegur. (10)
22. Skömm Baltverja út af glóð. (9)
23. Ekki sá efri endist á líkama. (10)
24. Svalar vegna hundrað ára alkóhólista sem renna saman. (8)
25. Viknuðum út af hliðarstrætum án lita. (9)
26. Eða enskt gráð smátt og með ekki mikinn kraft. (9)
28. Skítugur líkamshluti er sá sem setur fyrst út. (7)
29. Atvik á í veseni með áfengi. (7)
Robert Byrne sem lést þann 12. apríl sl. 84 ára
að aldri var íslenskum skákáhugamönnum að
góðu kunnur. Hann kom hingað til lands á
Fiske-mótið 1968 og tefldi á fjölmörgum
Reykjavíkurskákmótum eftir það. Á meðan
einvígi aldarinnar stóð sumarið 1972 sat hann
með ritvél úti í horni í blaðamannaherbergi
Laugardalshallar og lét þar stundum til sín
taka á sinn hógværa hátt. „Fischer-sprengjan“
í Bandaríkjunum hafði skapað fremstu meist-
urunum ný tækifæri og Byrne hóf að skrifa um
skák fyrir „The New York Times“. Um líkt
leyti sagði hann stöðu sinni lausri sem prófess-
or í heimspeki við háskólann í Indiana og gerð-
ist atvinnumaður, kominn vel á fimmtugs-
aldur. Byrne hafði náð góðum árangri á
Aljékín-mótinu í Moskvu í árslok 1971 en sitt
frægasta afrek vann hann vorið 1973 er hann
hlaut 12 ½ vinninga af 17 mögulegum á milli-
svæðamótinu í Leningrad og varð í 3. sæti á
eftir Karpov og Kortsnoj, tefldi síðan við
Spasskí í fyrstu hrinu áskorendakeppninnar
en tapaði 1½ : 4½ . Þeir skákbræður Robert og
Donald Byrne gengu í „Erasmus High“ í
Brooklyn, sama skóla og Bobby Fischer, og
tefldu við hann þrjár af hans frægustu skák-
um. Rakið er í „My 60 Memorable Games“ er
Robert Byrne gafst upp eftir 21. leik á banda-
ríska meistaramótinu 1963-64, og sumir áhorf-
endur héldu að Fischer væri með tapað tafl.
Færri vita að Fischer tapaði fyrir Robert
Byrne á sama meistaramóti tveim árum síðar
og var einungis vinningi yfir í tíu viðureignum.
Skáklíf þessara ára hverfðist að miklu leyti um
Fischer og Robert Byrne var heillaður af öllu
sem þessi goðsögn tók sér fyrir hendur, tefldi
sömu byrjanir og dugði vel í Leningrad 7́3. Þar
var aðstoðarmaður hans Bernard Zuckerman,
gangandi alfræðibók, kallaður „Zook the
book“. Á millisvæðamótinu í Biel árið 1976
keyrði Byrne enn á sama „repertoire“, varð í
5.-7. sæti og rétt missti af sæti í áskorenda-
keppninni. Hinn bandaríski keppandinn á því
móti er í dag frægur hagfræðingur, Kenneth
Rogoff. Á Ólympíumótinu í Haifa í Ísrael árið
1976 tefldi Robert Byrne á 1. borði og Banda-
ríkjamenn unnu gullverðlaun. Þá voru sov-
éskir „ útlagar“ einn af öðrum að tínast til
Bandaríkjanna og áttu eftir að gerbreyta
landslagi skákarinnar. Lubomir Kavalek, sem
var með Byrne í Haifa birti grein í Huffington
Post á dögunum og dró þar fram eftirfarandi
viðureign sem Byrne tefldi við við einn af þess-
um gömlu góðu Könum sem einnig var í
þessari sigursveit:
Bandaríska meistaramótið 1965:
Robert Byrne – Larry Evans
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 a6 3. Rc3 d6 4. d4 cxd4 5.
Rxd4 Rf6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Dxb2 9.
Hb1 Da3 10. e5 dxe5 11. fxe5 Rfd7 12. Bc4
Bb4 13. Hb3 Da5 14. O-O O-O 15. Bf6!?
Í árdaga „eitraða peðs“ afbrigðisins vissu
menn ekki að svartur getur varist þessari at-
lögu með 15. … Rxf6 16. exf6 Hd8 17. Hxb4
Dxb4 18. Dg5 g6 o.s.frv.
15. … gxf6? 16. Dh6 Dxe5 17. Rf5! exf5 18.
Re4!
Hver þrumuleikurinn á fætur öðrum. Ridd-
arinn opnar leið fyrir hrókinn á b3.
-sjá stöðumynd-
18. … Bd2 19. Rxd2 Dd4+ 20. Kh1 Re5 21.
Hg3 Rg4 22. h3 De5 23. Hf4 De1 24. Rf1 Dxg3
25. Hxg4+ Dxg4 26. hxg4Rd7 27. Rg3 Kh8 28.
Bd3 Hg8 29. Bxf5 Hg6 30. Bxg6 fxg6 31. Re4
b5 32. g5 Bb7 33. Rxf6 Rf8 34. Dh2 Bc8 35.
De5 Re6 36. Rd7+
- og Evans gafst upp.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Gamall og góður kani
Verðlaun eru veitt fyrir
krossgátu vikunnar. Senda
skal þátttökuseðil í umslagi
merktu: Krossgáta Morg-
unblaðsins, Hádegismóum
2, 110 Reykjavík. Frestur
til að skila úrlausn kross-
gátu 21. apríl rennur út á
hádegi 26. apríl.
Vinningshafi krossgát-
unnar 14. apríl er Ásdís
Ívarsdóttir, Grænumýri 3, Akureyri.
Hún hlýtur í verðlaun bókina Líf annarra en
mín eftir Emmanuel Carrère.
Forlagið gefur bókina út.
KROSSGÁTUVERÐLAUN
Nafn
Heimilisfang
Póstfang