Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 42
*Fjármál heimilannaÓánægja ríkir með framkvæmd verðkannana ASÍ og engin sátt virðist í sjónmáli um aðferðafræði Ólöf Snæhólm Baldursdóttir er upplýsinga- og kynningarfulltrúi Slysavarnafélagsins Lands- bjargar. Hún er með fimm manna heimili og á tvo ketti. Hún var ofvirkur neytandi fyrir hrun en ekki lengur. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Ost, hvítlauk, engifer og Pepsi Max. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hreinlæt- isvörur á viku? 30-40 þúsund krónur. Hvar er helst keypt inn? Bónus, þar er ódýrast að kaupa inn til heimilisins. En við förum líka stundum í Fjarð- arkaup, þar er hagstætt verð miðað við gæði, úrval og þjónustu. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Heilar nautalundir og framandi ostar. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Með því að versla þar sem verðið er hag- stæðast. Var ofvirkur neytandi hér áður fyrr, vissi hvað allt kostaði. En eftir hrun missti ég verðskynið. En ég les alltaf yfir strimilinn í búðinni, ótrúlegt hversu oft leynast villur í honum…og þá mér í óhag. Hvað vantar helst á heimilið? Okkur vanhagar ekki um neitt en langar í eitt og annað, dettur einna helst í hug brauð- vél til að hnoða og hefa deig til að baka svo í ofninum. Svo notalegt fyrir síðbúinn morg- unverð um helgar. Eyðir þú í sparnað? Nei, er ekki nægilega dugleg við það. Skothelt sparnaðarráð Að halda heimilisbókhald er langbesta sparnaðarráðið. Að sjá útgjöldin brotin niður hjálpar manni að draga úr óþarfa neyslu. NEYTANDI VIKUNNAR ÓLÖF SNÆHÓLM BALDURSDÓTTIR Missti verðskynið eftir hrun Ólöf Snæhólm segist halda heimilisbókhald og fá þannig yfirsýn yfir fjármálin. Morgunblaðið/Árni Sæberg Nú stendur yfir átakið grænn apríl. Þá eru neytendur hvattir til að hugsa um umhverfið og ekki skemmir fyrir að spara aurinn í leiðinni. Hér koma nokkrar tillögur um slíkt. Notum örtrefjaklúta til þrifa og þá þarf enga sápu – bara vatn. Próf- ið og sjáið árangurinn. Skipuleggið skutlið. Er ekki til- valið að skreppa í búðina eða bókasafnið meðan afkvæmið spriklar á fimleikaæfingu? Sparar bensín að því tilskildu að ekki sé langt á milli staðanna. Prentið báðum megin á papp- írinn að minnsta kosti ef ekki er um endanlega útgáfu að ræða. Verra kannski með BA ritgerðina. Bækur fyrir sumarfríið eða flug- ferðina? Bókasafnið er rétti stað- urinn til að finna lesefni við allra hæfi. Taktu með þér innkaupapoka í búðina. Enn betra er að fjárfesta í margnota innkaupapoka, hver man ekki eftir innkaupanetunum hér í den? púkinn Aura- Spörum í grænum apríl V erðsamanburður er gerður með því að skrá niður vöruverð af hillu en þetta segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, samræm- ast því að neytandi taki kaupákvörðun fyrir framan rekkann og eigi lög og reglur að tryggja að þær upplýsingar séu réttar. Hvort möguleiki væri á að taka gæði matvara með í verðkönnunum segir Henný að langflestar vörur sem þau skoði séu af ákveðnu vörumarki og þá sé ekkert gæða- mat. Íslenski markaðurinn sé lítill og því oft ekkert val, t.d. um mjólkina eða ostinn. Ávextir og grænmeti sé í langflestum til- vikum ekki gæðaflokkað heldur séu skoðuð t.d. græn epli og séu til fleiri gerðir þá sé skoðað lægsta kílóverðið á grænum eplum. „Það má vel vera að eplin séu betri í einni búð en þeirri næstu en í því tilviki er mikilvægt að vantreysta ekki neytendum. Almennt þekkir neytandinn markaðinn og getur metið sjálfur hvað liggur að baki verðmuninum,“ segir Henný og bætir við að sambandið hafi ekki aðra hagsmuni en þá að miðla til neytenda. „Við fáum gjarnan þá gagnrýni að við séum ekki til viðræðu um breytingar á verklagi sem er alrangt því við ræðum mikið við kaupmenn. Aftur á móti leggjum við áherslu á að samkomulag um verklag er ekki gert við einstaka verslanir heldur höfum við bara eitt verklag. Eigi að breyta því verður það því að vera í samstarfi við Samtök verslunar og þjónustu,“ segir Henný. KÖNNUN ASÍ Á MATVÖRUVERÐI „Eins og að bera saman Fiat og Benz“ NÝ VERÐKÖNNUN ASÍ Á MATVÆLAVERÐI Í VIKUNNI SÝNDI AÐ TALSVERÐUR VERÐMUNUR ER Á MILLI VERSLANA. VERK- LAG FÉLAGSINS OG SÚ STAÐREYND AÐ EKKI ER LAGT MAT Á GÆÐI EÐA ÞJÓNUSTU SÖLUAÐILA Í KÖNNUNUM ÞESS HEFUR ÞÓ VAKIÐ NOKKRA ÓÁNÆGJU MEÐAL VERSLUNARMANNA. HAFA NOKKRAR VERSLANIR DREGIÐ SIG ÚR KÖNN- UNUM AF ÞESSUM SÖKUM EN ASÍ LEGGUR ÁHERSLU Á AÐ SAMA VERKLAGIÐ EIGI VIÐ ALLA. María Ólafsdóttir maria@mbl.is „Almennt þekkir neytandinn markaðinn og getur metið sjálfur hvað liggur að baki verðmuninum,“ segir Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ. * Vörukarfa ASÍinniheldur allar al- mennar mat- og drykkjarvörur, t.d. brauðmeti, morgun- korn, pasta, kjöt, fisk, grænmeti, ávexti, pakkavörur, kaffi, gos, safa, auk hreinlætis- og snyrtivara og tekur mið af útreikningum Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs. * Allar verslanirnema Kostur tóku þátt í könnuninni sem birt var í vikunni. Jón Gerald Sullenberger, framkvæmdastjóri Kosts, er ósammála verklagi ASÍ og segir að eingöngu eigi að treysta á strimlaverð. Hann meinaði í vikunni starfsmönnum fé- lagsins að gera verðkönnun í verslun sinni með hefð- bundnu verklagi. „Til að fá raunverulegt verð verður að kaupa vörurnar og birta strimilinn. Það er ekki hægt að fullyrða að hillu- verðið sé hið rétta,“ segir Jón og bætir við að undirstrika verði mikilvægi þess að samanburður sé gerður á sama vörumerkinu. „Það þýðir ekkert að bera Eruoshopper saman við Barilla. Það er eins og að bera saman verð á Fiat og Benz,“ segir Jón. Verða að birta strimilinn Óraunhæfur samanburður á Fiat og Benz. Morgunblaðið/Ernir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.