Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 M argar eru klisjurnar og sum- ar býsna lífseigar. Ein var mikið notuð í tengslum við lát og útför Margaretar Thatcher. Þegar henni hafði verið hrósað að verðleikum var því gjarnan bætt við að hún hafi „óneitanlega ver- ið umdeildur stjórnmálamaður“. Jafnvel ritstjórn- arvettvangur Morgunblaðsins var ekki alveg saklaus af að endunýta tugguna þá, þótt þar hafi ekki verið gengið svo langt að gera hið „umdeilda“ að aðalatriði í umfjöllun um járnfrúna. En Tony Blair, sem setið hef- ur næstlengst í sæti forsætisráðherra Breta síðustu 150 árin, brást þannig við þessum þreytulegu klisjum: „Þeir sem taka nauðsynlegar en erfiðar ákvarðanir og fylgja þeim fast eftir hljóta að verða umdeildir.“ Hinir óumdeildu Enda hverjir eru þeir þessir hinir, þeir sem voru í for- ystu ríkja sinna, en teljast ekki hafa verið umdeildir? „Æ ég man það ekki,“ verður sjálfsagt svar margra við þeirri spurningu. En hver skyldu vera megin- einkenni þessara Lukku Láka stjórnmálanna, sem sleppa við þann dóm í umræðunni og jafnvel sögunni að þeir hafi verið „umdeildir“? Voru það „mjúku“ mennirnir sem „lúffuðu“ á undan öllum öðrum? Voru það hinir örlátustu á annarra manna fé? Voru það þeir sem ýttu öllum ákvörðunum á undan sér og enduðu með að taka engar eða einstaka sinnum réttar ákvarð- anir, en þá svo seint að þær voru orðnar rangar eða verri en það? Voru það þeir sem viku sér undan ábyrgð hvenær sem þeir fundu fyrir andstöðu eða þeir sem héldu að þeir ættu einkum að líta vel út í augum andstæðinga sinna? Töluðu í óljósum frösum, rétt eins og þeir hefðu verið kosnir til þess, en ekki til þess að ryðja braut eða að leiða, jafnvel ekki þegar komið væri inn í beljandi brimskaflinn. Ef þessi voru einkennin á hinum háttskrifuðu óumdeildu, er þá ekki rétt að hrópa ferfalt húrra fyrir þeim umdeildu? Og fyrst við erum að því, skulum við hafa þau hljómmikil um leið og við lyftum undir eitt kistuhornið hennar Margaretar miklu, er hún heldur til lífs að loknu þessu, sem hún hafði engar efasemdir um. Útslitnar klisjur En þessi umrædda klisja vekur athygli á sumum öðr- um. Þá er ekki átt við almælt sannindi sem rata inn í páskaegg og tilvitnunarbækur. „Kurteisi kostar ekki peninga“ hefur hver maður heyrt frá barnæsku. En hann hefur enn oftar séð sérdræga frekjuhunda og yf- irgangsmenn afsanna þessa góðgjörnu fullyrðingu og gera hana að argasta öfugmæli. En hér er fremur átt við kenningar sem hafa að ástæðulausu orðið eins og algildar í umræðu þar sem talandi stéttir stjórnmála, fréttaskýrenda og fræðimanna leggjast á eitt. Ýmsir trúa því að fjölmiðlar geti tryggt mönnum pólitíska tilveru, jafnvel vinsældir sem aldrei þverra, hvernig sem viðkomandi tekst til sjálfum. Fjölmiðlun getur vissulega haft sitt að segja um frama, bæði til góðs og ills. En slíku eru sem betur fer margvísleg takmörk sett. Ill meðferð á óskabyrjun Núverandi ríkisstjórn fékk óskabyrjun og fríkenndi sig allri ábyrgð á því sem gerst hafði í „hruninu“. Jafnvel sá stjórnarflokkurinn sem hafði verið annar helmingurinn af „hrunstjórninni“ og þá og þar á und- an helsti samfylgdarflokkur þeirra, sem nú er lítt um- deilt að voru skaðræðisöfl. Og ekki vantaði núverandi Kórréttar klisjur eða kerlingabækur úr körlum * Stjórnmálamenn og frétta- ogfræðimenn, sem bundnir eruþeim sömu í anda og fylgispekt, en gæta þess að flokksskírteini sé alls ekki gefið út, flytja kenninguna oft og drýgindalega. Hún eru sú „að það tapi allir flokkar á því að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum“. Reykjavíkurbréf 19.04.13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.