Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013
Græjur og tækni
láta fjarlægja tónlist sína þaðan, þar sem upp-
hæðirnar séu svo litlar að það taki því ekki að
vera með.
En nú vandast málið, því greiðslur til tón-
listarmanna frá streymiþjónustum eru ekki
eins auðvelt reiknidæmi og margur kynni að
halda og því nauðsynlegt að fara í smá stærð-
fræðiæfingar. Og umræðan er vandmeðfarin,
því mörg þau lögmál sem voru í gildi um tón-
listarbransann fyrir 15-20 árum síðan eru ekki
lengur í gildi.
Frá stofnun hefur Spotify greitt rúmlega
500 milljónir Bandaríkjadala (ca. 60 milljarða
kr.) til flutningsrétthafa, en 70% af öllum
tekjum fyrirtækisins eru greidd út til flutn-
ingsrétthafa. Á þessu ári gerir fyrirtækið ráð
fyrir að greiða 500 milljónir dala til viðbótar.
Það eru svo samtök flutningsrétthafa í hverju
landi (STEF á Íslandi) sem sjá um greiðslur
til útgáfufyrirtækja og tónlistarmanna. Hlutur
tónlistarmannsins er reiknaður út samkvæmt
samningum hans við útgáfufyrirtæki.
Nokkrir tónlistarmenn hafa opnað bækur
sínar og fjallað um tekjur af tónlistarspilun á
Spotify. Einn þeirra er tónlistarmaðurinn Jon
Hopkins (annar helmingur dúósins King Creo-
sote & Jon Hopkins) sem staðhæfir að hann
hafi fengið greidd átta pund fyrir 90.000 spil-
anir á Spotify. Erik Nielsen, sem er umboðs-
maður hljómsveitarinnar A Genuine Freaks-
how, segir hins vegar að sveitin hafi fengið
greitt 7,3 pund fyrir 1.923 spilanir. Hér er um
talsverðan mun að ræða, og augljóst að ekki
fá allir greitt eftir sömu formúlu. Að sögn
Nielsens liggur munurinn fyrst og fremst í
því að þeir í A Genuine Freakshow gefa efni
sitt út sjálfir, en ekki í gegnum útgefanda líkt
og King Creosote & Jon Hopkins. Nielsen og
fleiri hafa því haldið því fram að lágar tekjur
tónlistarmanna af streymi séu ekki tónlist-
arveitunum að kenna, heldur samningum tón-
listarmannanna við sína útgefendur.
Spotify meira virði en útvarp?
En það er fleira sem ber að athuga í þessum
útreikningum. Tónlistarmenn hafa gjarnan
lagt að jöfnu hvað hlustun á lag borgar sam-
anborið við það hvað Spotify greiðir fyrir
hverja hlustun á lagi. Þetta er vandasamur
samanburður. Í hvert sinn sem lag er spilað á
Spotify er það oftast nær spilað fyrir einungis
Þ
að hefur varla farið fram hjá mörgum
að sænska fyrirtækið Spotify opnaði
íslenskum notendum aðgang að þjón-
ustu sinni í síðastliðinni viku. Þar
með hafa Íslendingar, líkt og frændur okkar á
Norðurlöndunum og aðrir notendur víða um
heim, aðgang að rúmlega 20 milljónum laga í
tónlistarsafni Spotify. Þetta eru frábærar
fréttir fyrir áhugafólk um tónlist hér á landi,
en tónlistarmenn hafa þó margir lýst áhyggj-
um sínum af þessari þjónustu.
Allar götur síðan Napster gerði fjöldanum
kleift að stunda skráarskipti með einföldum
hætti, hefur tónlistariðnaðurinn barist við að
stemma stigu við minnkandi sölu og samdrátt
í tekjum tónlistarmanna af listsköpun sinni.
Apple reyndi fljótlega að fylla þetta gat með
iTunes tónlistarsölunni, og hinum vinsæla
iPod mp3 spilara, en það hafði takmörkuð
áhrif. Snemma heyrðust þær raddir að ein-
hvers konar kranaþjónusta, þar sem ótak-
mörkuð tónlist væri í boði fyrir fast mán-
aðargjald, væri lausn þessa vanda, en það var
ekki fyrr en með tilkomu Spotify árið 2008
sem slík þjónusta náði einhverri fótfestu.
Undanfarin ár hefur hægt á samdrætti í
tónlistarsölu, sem hefur verið viðvarandi síðan
1999, og á síðasta ári jókst tónlistarsala á milli
ára í fyrsta skipti í 13 ár. Þar munaði mestu
um sölu á rafrænni tónlist, einkum í gegnum
streymiþjónustur á borð við Spotify. Þetta eru
jákvæðar fréttir fyrir tónlistarbransann í heild
sinni. Það eru líka jákvæðar fréttir að með
auknum vinsældum streymandi tónlistar hefur
tekist að draga verulega úr ólöglegu niðurhali
á tónlist, og mætti jafnvel segja að búið sé að
afglæpavæða tónlistarhlustun á ný.
Ekki allir sáttir
Það er ljóst að fréttir af vinsældum Spotify,
og svipaðra fyrirtækja á borð við Rdio og
Deezer (sem bæði hafa nýlega opnað fyrir ís-
lenska notendur líka) eru sem tónlist í eyrum
plötuútgefenda, þar sem þær tryggja þeim
tekjur þar sem engar voru áður. Enda er það
og staðreynd að stærstu hluthafar Spotify eru
plötuútgefendurnir Warner Music, EMI, Sony
og Universal. En tónlistarmenn hafa kvartað
undan því að þeir fái lítið að sjá af þeim pen-
ingum sem streymiþjónustur á borð við Spo-
tify skapa, og hafa sumir gengið svo langt að
einn hlustanda. Í hvert skipti sem lag er spil-
að í útvarpi er það spilað fyrir þúsundir, og
jafnvel milljónir hlustenda. Eftir því sem næst
verður komist, greiðir Spotify um það bil 0,5-
0,7 cent á hverja hlustun, eða 5000-7000 dali
fyrir milljón spilanir. Ástralski hagfræðing-
urinn David Touve hefur reiknað út að miðað
við meðalhlustun á útvarp í Bretlandi og
greiðslur útvarpsstöðva til flutningsrétthafa
greiði Spotify raunar 36 sinnum hærra verð á
hvern hlustenda heldur en breskar útvarps-
stöðvar.
Margir sem skoðað hafa þetta mál ofan í
kjölinn benda á að helsta vandamálið sé að
Spotify og aðrar streymiþjónustur séu einfald-
lega ekki orðnar nógu stórar. Í dag eru not-
endur Spotify um 24 milljónir. Flestir þeirra
eru í svokallaðri fríáskrift, en með henni er
hægt að nota Spo-
tify í nokkra klukku-
tíma á viku gegn því
að fluttar séu aug-
lýsingar á nokkurra
laga fresti. Tekjur
Spotify af auglýs-
ingasölu eru hins
vegar litlar. Til þess
að dæmið gangi upp
þarf Spotify að
breyta sem flestum
frínotendum í áskrif-
endur. Sem stendur hefur Spotify um 6 millj-
ónir áskrifenda um allan heim. Og eftir því
sem þessi tala hækkar, vænkast hagur tónlist-
armanna.
Metallica veðjar á Spotify
Það vakti talsverða athygli í desember þegar
hljómsveitin Metallica tilkynnti að hún ætlaði
að opna fyrir alla sína tónlist á Spotify, en
hún hafði fram að því ekki haft lög sín í boði
þar, enda varð hún fræg að endemum fyrir að
hafa farið í mál við bæði Napster og aðdá-
endur sína vegna ólöglegs niðurhals á sínum
tíma. Metallica-liðar hafa lengi getið sér gott
orð fyrir viðskiptavit, og víst er að þar á bæ
hafa menn gott yfirlit yfir fjármálin. Það þótti
því mörgum tíðindum sæta þegar umboðs-
maður hljómsveitarinnar, Cliff Burnstein,
sagði að þó að streymi kæmi niður á sölu væri
ekki allt tapað. Samkvæmt útreikningum hans
og hljómsveitarinnar, gera þeir ráð fyrir að
það þurfi um það bil 20 milljónir áskrifenda til
þess að streymi verði meira virði fyrir hljóm-
sveitina heldur en sala á rafrænni tónlist.
Það er ljóst að Spotify leggur mikið í söl-
urnar að fjölga áskrifendum. Það hefur
þrengt verulega að framboði fríáskriftarinnar
sem greidd er með auglýsingum undanfarið,
til þess að lokka fleiri notendur í áskrift, en
83% af tekjum Spotify koma af áskriftarsölu.
Og víða hefur það gengið vel, ekki síst á
Norðurlöndunum, en í Noregi jókst sala um
7% á síðasta ári, og var þar nær eingöngu um
að ræða aukningu í sölu áskrifta að streymi-
þjónustum. Í Svíþjóð jókst sala tónlistar um
13,8%, en þar var streymi ábyrgt fyrir rúm-
lega 90% af rafrænni tónlistarsölu í landinu,
en rafræn tónlistarsala nam 63% allrar tón-
listarsölu í landinu. Enda
bera sænskir tónlist-
armenn jafnan Spotify vel
söguna.
Samhliða því sem Spo-
tify opnaði fyrir Íslands-
markað, var opnað fyrir
sjö önnur lönd, þar á
meðal í Singapúr, Malasíu
og Hong Kong, í þeirri
viðleitni að ná fótfestu í
Asíu. Takist það er eins
víst að greiðslur til tón-
listarmanna snarhækki í kjölfarið. Í öllu falli
er víst að sá veruleiki sem tónlistarmenn
bjuggu við fyrir aldamót er horfinn og kemur
aldrei til baka. Með tilkomu nýrrar tækni hafa
forsendur fyrir sölu tónlistar breyst mikið og
það er óraunsætt að ætla að plötusala eigi
einhvern tímann eftir að ná sér á strik á ný.
Afspilunartæki dagsins er sími, og hann
krefst rafrænnar tónlistar.
Streymi er tiltölulega nýr möguleiki til
tekjuöflunar fyrir tónlistariðnaðinn. Það er
ljóst að áskriftum þarf að fjölga verulega og
tónlistarmenn þurfa að huga vel að útgáfu-
samningum sínum. Í fyrsta skipti er þó raun-
hæft að tala um ljós við enda ganganna, því
streymi virðist bjóða upp á raunhæft tekju-
módel þegar fram í sækir. Víst er að póst-
burðarmenn víða um heim hefðu tekið því feg-
ins hendi að fá sambærilegar lausnir í árdaga
tölvupóstsins.
Er einhver framtíð í
rafrænni tónlistarsölu?
Morgunblaðið/ÞÖK
TÓNLISTARÁHUGAFÓLK HEFUR ALDREI HAFT GREIÐARI AÐGANG AÐ TÓNLIST EN Í DAG, EN ER EINHVER VON FYRIR TÓNLISTARFÓLK?
Sveinn Birkir Björnsson sveinnbirkir@gmail.com
Metallica liðar eru
þekktir fyrir að
hafa viðskiptavit.
Þeir hafa veðjað á
Spotify til að dreifa
sinni tónlist.
* Tónlistarmenn hafakvartað undan þvíað þeir fái lítið að sjá
af þeim peningum sem
streymiþjónustur á borð
við Spotify skapa.