Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 15
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
tróðu upp sveitir af ýmsu tagi, svo sem
þrassgoðin í Testament og Íslandsvinirnir
Skunk Anansie.
Næst verða Sólstafir á faraldsfæti í júní,
þegar þeir eru bókaðir á hátíð í Finnlandi
með Blur og fleiri sveitum.
Heimkoman var ljúf – sem er ekki sjálf-
gefið. „Einu sinni kom ég heim úr svona
ferð,“ rifjar Addi upp. „Lenti í roki og rign-
ingu og rölti yfir á geymslustæðið til að
sækja bílinn. Var þá ekki sprungið á honum!
Eftir að hafa skipt um dekk settist ég hold-
votur upp í bílinn. Og hvað? Hann var líka
rafmagnslaus. Eftir að hafa verið rokk-
stjarna erlendis í mánuð var þetta blaut
tuska í andlitið.“
Ó, þú mislyndi heimur!
Ný plata í byrjun næsta árs
Síðasta plata Sólstafa, Svartir sandar, kom
út haustið 2011 og mæltist afar vel fyrir.
Arnar Eggert Thoroddsen, tónlistargagnrýn-
andi Morgunblaðsins, valdi hana meðal ann-
ars plötu ársins.
Spurður hvenær þeir hyggist fylgja þeim
eðalgrip eftir upplýsir Addi að sveitin hafi
samið grunn að fimm lögum núna eftir ára-
mótin. „Ætli við höldum ekki áfram að semja
núna fram á sumar. Ef allt gengur að óskum
stefnum við á upptökur seint á þessu ári. Þá
gæti ný plata komið út í byrjun næsta árs.
Annars er best að lofa engu fullum fetum,
maður þrýstir ekki á sköpunina.“
Fleiri ljón eru í veginum. „Við þurfum að
fara að huga að bílamálum okkar. Bíllinn
hans Sæþórs hefur verið á verkstæði í hálft
ár og ég tók Dodginn minn af númerum þeg-
ar við kláruðum Svarta sanda. Hafði ekki
efni á tryggingunum. Nú þarf ég að fara að
koma honum í gagnið til að komast á æfing-
ar vestur á Gróttu. Strætó gengur ekki
þangað.“
Á útgáfutónleikum í Gamla bíói vegna
Svartra sanda fyrir rúmu ári sagði Addi eft-
irminnilega að Sólstafir væru þungarokks-
band sem enginn hefði komið að sjá – nema
í útlöndum. Það er að breytast. „Þetta er allt
að koma,“ segir hann. „Við vorum með
Dimmu á Sauðárkróki og Akureyri fyrir um
tveimur mánuðum og það var kjaftfullt. Við
finnum að fólk er farið að þekkja okkur bet-
ur. Það syngur með í Köld og Fjöru og ég
heyri varla í sjálfum mér fyrir ungum stelp-
um fremst við sviðið.“
Hann skellir upp úr.
Öðruvísi mér áður brá.
Guðmundur Óli Pálmason trommuleikari.
Aðalbjörn Tryggvason gítarleikari og söngvari.
Gott gigg lagar allt
Aðalbjörn Tryggvason fæddist 7.7. 1977 og ólst upp í gamla bakaríinu á Ísafirði sem
afi hans og alnafni stofnaði. Hann var raunar fallinn frá á þeim tíma og börnin tekin
við rekstrinum. Tíu ára gamall flutti Addi til Reykjavíkur en hefur ennþá sterkar
taugar til Ísafjarðar. Kemur reglulega vestur, ekki síst til að fara á snjóbretti, og sem
unglingur vann hann í bakaríinu í fríum.
Addi var náinn ömmu sinni, Ruth Tryggvason. Hún var dönsk og sigldi með bónda
sínum frá Kaupmannahöfn til Ísafjarðar skömmu eftir stríðslok. Ruth lést fyrir tveim-
ur árum. Lokalagið á Köld, Goddess of the Ages, sem er á þrettándu mínútu að
lengd, er samið á píanó afa hans Adda, og það var stór stund þegar hann lék það á
tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði eftir andlát ömmu sinnar.
Sjálfur byrjaði Addi að læra á píanó á Ísafirði og sýnir mér forláta kassettu. Á kil-
inum stendur: Addi píanó 1982.
Ellefu eða tólf ára hætti hann því námi. „Þegar maður er byrjaður á hjólabrettum
og að hlusta á dauðarokk er píanó ekki alveg málið,“ segir hann glottandi.
Sólstafir eða Satanic Corpse?
Tónlistaráhuginn minnkaði þó ekki enda þótt hann beindist í annan farveg. Addi ætl-
aði að verða bassaleikari en þurfti að skipta yfir í gítar þegar hann stofnaði Sólstafi
ásamt félögum sínum Halldóri Einarssyni bassaleikara og Guðmundi Óla Pálmasyni
trommara í ársbyrjun 1995. Síðar bættist Sæþór Maríus Sæþórsson gítarleikari í hóp-
inn og Svavar Austmann leysti Halldór af hólmi. Allir eru þeir úr Seljahverfinu. Addi
segir Halldór eiga nafnið. „Það var annaðhvort Sólstafir eða Satanic Corpse. Ég held
að við höfum valið rétt,“ segir hann kíminn.
Æft var á hverjum degi og fyrsta demó var klárt um sumarið, 17. júní. Í norðri
nefndist það og ári síðar kom fyrsta EP-platan, Til Valhallar.
Demóið var sent grimmt utan á málmpressuna í þeirri von að fá umfjöllun og voru
Sólstafamenn allir með pósthólf í Ármúlanum sem vitjað var daglega. Hólfið hans
Adda var númer 892. Stundum voru þar viðbrögð, stundum ekki. Addi hélt nákvæmt
bókhald yfir allar þessar sendingar og dregur fram gamla rykfallna möppu með hand-
skrifuðum upplýsingum. Á fremstu síðunni er merks manns minnst: Cliff Burton
1962-1986. Við drúpum báðir höfði.
Fyrstu tónleikar Sólstafa fóru ekki fram fyrr en 1999 og síðan hefur þetta smám
saman undið upp á sig. „Við erum búnir að sá mikið,“ segir Addi. Meðal varða á leið-
inni eru fyrsta platan í fullri lengd, Í blóði og anda (2002) og plöturnar Masterpiece of
Bitterness (2005), Köld (2009) og Svartir sandar (2011). Dauðarokkið bráði af mönn-
um á leiðinni og síðustu þrjár plötur eru ýmist skilgreindar sem póst-rokk eða til-
raunamálmur. Erfitt er að draga Sólstafi í dilk.
Enginn kaupir plötur lengur
Addi hefur í tvígang flutt til útlanda frá því Sólstafir voru stofnaðir. Árið 1997 bjó
hann í Noregi og fyrir fimm árum hélt hann til Glasgow, þar sem hann lærði hljóð-
upptöku í einn vetur. Hann hefur unnið ýmis störf með rokkinu, lengst var hann
hleðslumaður á Reykjavíkurflugvelli. „Annars er ekkert auðvelt að vinna með rokk-
bandi á Íslandi og vera sýknt og heilagt að biðja um frí til að fara í nokkurra vikna túra
til Evrópu. Maður er ekki vinsæll starfskraftur.“
Það er yfirhöfuð ekkert sældarlíf að vera rokkari í Reykjavík. Addi veit allt um það.
„Rokk hefur ekkert með skynsemi að gera. Það kaupir enginn plötur lengur. Ég segi
bara eins og AC/DC: Ég fékk mér Cadillac en hef ekki efni á eldsneyti. Þetta er hark
en vel þess virði. Það er ekkert sem gott gigg getur ekki lagað!“
Ekkert rokk að þrífa sig!
Sólstafir eru sjónræn hljómsveit á sviði. Þar segja ljósmyndir meira en þúsund orð. Í
seinni tíð klæðast þeir jafnan búningum sem tengja þá óhjákvæmilega við gömlu
góðu spaghettivestrana. „Það er nauðsynlegt að klæða sig upp. Sumir klæða sig upp
fyrir fermingu, aðrir giftingar. Við klæðum okkur upp fyrir tónleika,“ segir Addi.
Spurður hversu mörg sett af búningum þeir hafi tekið með sér á Evróputúrinn
glottir Addi í kampinn. „Sett? Ég hef notað sama búninginn í tvö ár og aldrei þrifið
hann.“
Einmitt það.
„Búningurinn lyktar auðvitað ekkert vel en það er bara meiri sál í honum fyrir vik-
ið.“
En hvernig er búningurinn þá vistaður milli gigga?
„Í lokuðum poka. Tvöföldum.“
Hann hlær.
„Ætli menn að spila rokk í tandurhreinum fötum, lyktandi af mýkingarefni geta
þeir alveg eins farið að spila í IKEA. Það passar ekki. Ég segi bara eins og HAM: Það er
ekkert rokk að þrífa sig!“
Oftast nær er skipt um föt eftir gigg en Addi viðurkennir þó að fyrir hafi komið að
menn hafi vaknað í sviðsgallanum morguninn eftir. „Þá eru þeir spurðir hvort þeir
ætli að spila í náttfötunum.“
Velta sér upp úr hveiti
Undanfarinn áratug eða svo hafa Sólstafir haft ákveðinn helgisið fyrir tónleika – að
velta sér upp úr hveiti. Það gera þeir til að ná fram ákveðinni áferð. „Við notum
Kornax-hveiti, það er best. Við erum reyndar alltaf að týna hveitipokunum á túrum
og þá þarf að kaupa nýtt. Það er ekkert einfalt, allra síst í þýskumælandi löndum: „I
want to buy some flour!“ Menn hrista bara höfuðið og vísa okkur á næstu blóma-
búð.“
Einu sinni voru þeir hveitilausir á leið á tónleikastað og fengu móður Gumma
trymbils, sem talar þýsku, til að útskýra það fyrir bílstjóranum – gegnum síma. Hann
tók umsvifalaust u-beygju heim til sín, þar sem hann fyllti stóran poka af hveiti.
Í hallæri hafa Sólstafir þurft að nota barnapúður í stað hveitis en Addi mælir ekki
með því. Það sé sleipara og fyrir vikið verði gítarnöglin eins og sápa.
Einhverjum kann að þykja þessi siður sóðalegur en Addi setur það mál allt í sam-
hengi.
„Það er lítið mál í þessum bransa að lykta af hveiti og svita. Sænska dauðarokks-
veitin Watain sullar rotnu geitablóði yfir sig og áhorfendur. Pælið í því!“