Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingHægt er að draga úr streitu og stuðla að heilbrigði með því að hlæja á hverjum degi »22
L
eitin að leyndarmálum golfsveiflunnar byrjaði strax eftir að fyrsta höggið var slegið.
Sunnudagsblað Morgunblaðsins fylgdist með þegar Brynjar kenndi Bjarna Ólafi Eiríks-
syni, leikmanni Vals í fótbolta. Bjarni hefur spilað mikið golf síðustu ár en hefur aldrei
farið í kennslu. Hann er með 14,1 í forgjöf en með tækninni gat Brynjar greint hvað
Bjarni þarf að gera til að bæta sig og ná stöðugleikanum sem margir kylfingar leita eftir.
„Þetta snýst svolítið um það. Að fólk geti gengið upp á teig og vitað hvert það er að fara að
slá. Við erum með tvær vélar sem taka upp sveifluna frá tveimur sjónarhornum svo er ég með
háhraðamyndavél þegar menn eins og Bjarni koma. Þeir sem eru með góða sveiflu og venjuleg
myndavél nær ekki sveifluhraðanum þá er gott að geta gripið í háhraðavélina.
Menn geta alltaf bætt sig í þessari íþrótt hvort sem það eru byrjendur eða Íslandsmeistarar
og þar koma þessi helstu vísindi inn. Eftir að golfkennsla fór að nota tæknina hefur orðið algjör
bylting í kennslu,“ segir Brynjar en hann og ProGolf skólinn eru leiðandi í kennslu hér á landi.
Með aðstoð tæknibúnaðar hafa komið í ljós munstur þegar fólk leitar að leyndarmálum sveifl-
unnar. „Við erum með kennslu allt árið og svo sjáum við um unglingakennslu hér í Básum þar
sem við erum staðsettir. Við erum í miklu samstarfi við Golfbúðina Örninn uppi á Bíldshöfða
varðandi tæki sem getur greint sveifluna enn frekar og leiðbeint fólki hvaða kylfur eigi að
kaupa og fleira. Það eru alltof margir uppteknir af smáatriðum sem skipta ekki
máli.“
Brynjar gat lagað ýmislegt hjá Bjarna. Hann þarf að laga gripið, hann læsir hnénu, kylfan
vísar ekki rétt í uppsveiflunni og hægri fóturinn er útskeifur í staðinn fyrir að vera beinn.
Bjarni hefur spilað golf í Noregi og Danmörku, þar sem hann var atvinnumaður í fótbolta, segir
að hann muni taka þessari leiðsögn og nýta hana í sumar. Hann geti í raun ekki beðið eftir
sumrinu. Bæði til að spila fótbolta og golf.
Þrátt fyrir tæknina er mannlegi
þátturinn mikilvægur.
Morgunblaðið/Golli
Eftir sveiflugreiningu kom í ljós að
Bjarni á að nota stíf sköft.
Hér má sjá hvernig Bjarni sló eitt högg.
Notast var við fleygjárn.
Bjarni greindur. Við hliðina er Haraldur
Franklín Magnús Íslandsmeistari.
„Við erum með frábært forrit í
iPadinum sem við notum mikið.“
GOLFKYLFURNAR Á LEIÐ ÚR VETRARDVALA
BRYNJAR GEIRSSON, GOLFKENNARI HJÁ PROGOLF, ER MEÐ NÝJUSTU
TÆKNI TIL AÐ SKOÐA NEMENDUR SÍNA. HÁHRAÐAMYNDAVÉL, FORRIT Í
IPADINUM OG TVÆR MYNDAVÉLAR ÁSAMT FORRITI Í TÖLVU.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Sveiflan komin
á 21. öldina
Tveir góðir.
Brynjar og
Bjarni fara
yfir málin.