Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 41
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
4.900
5.300
6.500
6.400
6.600
8.500
7.950
12.000
7.950
7.300
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
F L Í S A V E R Z L U N
Bæjarlind 4, 201 Kóðavogur | S: 554 6800 - Fax: 554 6801 | Njarðarnesi 9, 603 Akureyri | S: 466 3600 - Fax 466 3601 | www.vidd.is
Vel valið
Halldóra Geirsdóttir, alltaf kölluð Hadda, er 46 ára. Það hafði lengi blundað í
henni að fara í fatahönnunarnám og ákvað hún fyrir þremur árum að nú væri
annaðhvort að hrökkva eða stökkva. Hún sér ekki eftir því að hafa tekið
stökkið og segir námið hafa verið frábært. Í gegnum árin hefur Hadda hann-
að og saumað föt bæði á sjálfa sig og aðra án þess þó að koma sér markvisst á
framfæri. „Ég hafði bara gaman af því að gera þetta og sköpunin er eins og
baktería sem maður losnar ekki við. Því fylgir visst kikk að skapa og að koma
síðan inn í svona umhverfi eins og hér í skólanum þar sem þú þarft að skapa
á hverjum degi er í raun ótrúlegt. Það er kannski mesta kikkið að þurfa að
vera alltaf með kveikt á perunni allan sólarhringinn. Þú ferð að horfa öðru-
vísi á hlutina í kringum þig og ert sífellt að soga að þér umhverfið,“ segir
Hadda.
Útskriftarlína Höddu er mjög hrá og leggur hún áherslu á íslenskt hrá-
efni. Uppistaða efnisins er lambaskinn og roð sem Hadda segir hafa stýrt
svolítið lokaútkomunni enda sé ekki hægt að stóla á að náttúruleg hráefni líti
alltaf eins út eða eins og maður ímyndi sér. Í línunni gætir í bland áhrifa frá
90s tískunni sem hefur verið nokkuð áberandi upp á síðkastið. Hadda segir
skemmtilegt að blanda þessu tvennu saman og framhald verði á þessari línu
hjá henni eftir útskrift. Sútunarverksmiðjan Sútarinn á Sauðárkróki hefur
styrkt Höddu í verkefninu sem hún segir að sjálfsögðu frábært fyrir hönnuð
sem sé að útskrifast.
„Það er enginn einn sem ég myndi nefna sem minn áhrifavald í hönnun.
Innblásturinn kemur úr mörgum ólíkum áttum og getur t.d. komið úr um-
hverfinu, náttúrunni eða skólaumhverfinu,“ segir Hadda.
HALLDÓRA GEIRSDÓTTIR
Línan hennar Höddu er hrá og lögð áhersla á að nota íslensk hráefni.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Kikk að vera alltaf með
kveikt á perunni
Linda Björg Árnadótt-
ir, fatahönnuður og
fagstjóri Listaháskóla
Íslands í fatahönnun.
Morgunblaðið/Ómar