Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Viðtal vel athuguðu máli ákváðum við samt að slá til. Ástæðan er sú að þetta band er ólíkt öðr- um böndum sem við höfum túrað með og þar af leiðandi möguleiki fyrir okkur að ná til nýrra áheyrenda. Það skiptir máli. Það er heldur engin skylda að fíla böndin sem maður túrar með.“ Beðinn að skilgreina Long Distence Calling betur segir Addi að sveitin sé á svipaðri bylgju og Tool og Faith No More. Ferðalagið hófst í Münster í Þýskalandi. Böndin þrjú komu sér öll fyrir í sömu rút- unni, sem reyndar byrjaði á því að bila. Fall er fararheill. Það gaf mönnum tækifæri til að kynnast en Sólstafir þekktu aðeins einn mann í hópnum, gítarleikara Audrey Horne, en hann er líka meðlimur í dauðarokkssveitinni Enslaved sem Sólstafir kynntust á skemmti- ferðaskipi á Bahamaeyjum fyrir áramót. Þau falla víða, giggin. Tveir gítarar brotnir Í hljóðprufunni í Münster brá Sólstöfum held- ur betur í brún, Gibson-gítarar Adda og Sæ- þórs Maríusar Sæþórssonar voru báðir háls- brotnir. Ókyrrð í lofti? Til bráðabirgða fengu þeir lánaða gítara hjá hinum sveitunum með- an einn úr hópnum dró límbrúsa úr pússi sínu. Þeir Gibsonar náðu fljótt heilsu. Vargastemning var á fyrsta gigginu enda er Münster heimaborg Long Distence Call- ing. Þúsund manns í salnum, uppselt. Sól- stafir léku í 45 mínútur og fengu góðar við- tökur. „Það var fínt að vera hent beint út í djúpu laugina,“ segir Addi. „Við höfum spilað mikið í Þýskalandi og fundum að fólk þekkti til okkar. Það er alltaf gaman að sjá menn í gömlum Sólstafabolum, sem við vorum kannski að selja fyrir tveimur til þremur ár- um, í salnum.“ Eftir nokkur gigg í Þýskalandi lá leiðin til Búdapest og Prag. „Það er okkar vígvöllur,“ segir Addi og færist allur í aukana. „Sér- staklega Prag. Aðalbandið átti ekki séns þar. Mér leið eins og Bruce Dickinson að stjórna þvögunni. Nú eða Helga Björns.“ Hann hlær. Fingraför Íslendinga víða Grenjandi stuð var líka í Arena í Vínarborg, þar sem gamalt veggspjald frá öðru íslensku málmbandi, Brain Police, var að finna. „Þetta er ekkert einsdæmi,“ segir Addi. „Fingraför Íslendinga eru víða. Einu sinni rákumst við á hljómborðsstatíf sem Mugsion hafði gleymt í Sviss. Lengst í rassgati. Við hittum líka reglulega íslensk bönd á ferðum okkar um Evrópu, svo sem Sigur Rós og Bloodgroup. Þau síðarnefndu voru einu sinni ljósamenn á giggi hjá okkur í Berlín.“ Í Mílanó versnaði í því. „Ítalía er alltaf fúl, nema maður sé Metallica eða Sigur Rós. Þá spilar maður í hringleikahúsi. Við vorum í einhverjum litlum klúbbi í skítugu úthverfi, þar sem varla var hræða á ferli. Í ofanálag var pastað sörverað kalt. Glatað.“ Óvænt uppákoma varð fyrir tónleikana í Mílanó þegar aðdáandi stökk inn um gluggann á búningsklefanum. „Við heyrðum hann koma, kallandi nöfnin okkar. Hann var með þau á hreinu og langaði greinilega að spjalla við okkur. Við vorum að fara á svið og lofuðum að tala við hann eftir giggið sem við og gerðum. Maðurinn var í miklu uppnámi enda nýhættur með kærustunni sinni. Hann átti ljúfsárar minningar tengdar laginu okkar Necrologue af Köld og þegar við urðum að skilja við hann til að fara í rútuna var hann hágrátandi. Það var erfitt að vita af honum í þessu ástandi en vonandi hefur allt farið vel.“ Í rútunni fór Addi að ræða um þetta við blaðamann frá ítölsku netblaði en gerði sér ekki grein fyrir því að hann væri í viðtali fyrr en hann sá upptökutækið. „Mér brá við það enda leit ég á þetta sem óformlegt spjall. Ég vona að blaðamaðurinn hafi gert þessu ásætt- anleg skil.“ Frakkar streyma inn á Facebook Menn tóku gleði sína á ný í Sviss, í Aarau og Genf. „Klúbbarnir eru alltaf flottir í Sviss. Líka í Austurríki. Flott svið, endalausir ostar og heitar sturtur – sem er ekki sjálfgefið. Á Ítalíu er klósettið jafnvel bara hola í horninu.“ Þá var komið að Frakklandi, þar sem vegur Sólstafa fer vaxandi. „Það eru góðir metal- hausar í Frakklandi, auk þess sem plötuútgáf- an okkar er frönsk, Season of Mist. Við höf- um spilað á Hell Fest sem er þeirra Wacken, í stóru tíu þúsund manna tjaldi, og það var ótrúlegt hversu mörg frönsk nöfn bættust við Facebook-síðuna okkar eftir það. Það var gaman að koma aftur til Frakklands,“ segir Addi. Klúbburinn sem leikið var á í París var við einstefnugötu og engin bílastæði við inngang- inn. Meðan rútan nam staðar í tíu til fimmtán mínútur til að losa allan búnaðinn myndaðist því vegleg röð bíla fyrir aftan. „Menn höfðu engan húmor fyrir þessu og lágu á flautunni,“ rifjar Addi upp hlæjandi. „Þetta var hálfu verra um kvöldið eftir giggið, þá hótuðu leigu- bílstjórarnir að drepa túrmanagerinn.“ Þaðan var rútunni stefnt til Brussel, þar sem Sólstafir hlutu sína eldskírn. „Það var fínt gigg.“ The Boys are Back in Town! Svo var það Bretland: Nottingham, Man- chester, Glasgow og London. Þar voru Sól- stafir sannarlega á heimavelli en Addi, Guð- mundur Óli Pálmason trommuleikari og Svavar Austmann bassaleikari hafa allir búið í síðastnefndu borginni og Addi í Glasgow að auki. „Það var æðislegt að hitta gamla vini og í London gat ég með sanni sagt: The Boys are Back in Town!“ Hann hlær. Síðasta giggið var í Rotterdam í Hollandi og þar sameinuðu sveitirnar þrjár, Sólstafir, Long Distance Calling og Sahg krafta sína í lokalaginu, The Number of the Beast eftir Iron Maiden. „Það var geggjað. Við notuðum intróið og allt. Þakið ætlaði að rifna af kof- anum.“ Addi vendir kvæði sínu allt í einu í kross. „Reykirðu sígarettur?“ Nei. Hann lítur í kringum sig. „Heyrðu, það er allt í lagi. Ég keypti þetta úti um daginn.“ Hann teygir sig í svartan staut og stingur upp í sig. Blæs frá sér gervireyk. Þar er sumsé kominn sígarettuhermir. Þá er hægt að halda áfram. 23 tónleikar á 24 dögum Giggin voru samtals 23 á 24 dögum. Sofið í rútunni allan tímann. Stundum þurfti að leggja í’ann tveimur tímum eftir að síðasta band hafði lokið sér af, stundum ekki fyrr en klukkan sex um morguninn. Addi segir móralinn hafa verið merkilega góðan. „Við fjórir gjörþekkjumst auðvitað og höfum túrað oft saman en það er ekkert sjálf- gefið að manni lyndi við hinar sveitirnar. Það gekk bara vel að þessu sinni, þetta var fínasta fólk. Mórallinn verður að vera góður í svona ferðum, annars langar mann að fara heim eft- ir þrjá daga.“ Spurður um lífernið á túr sem þessum glottir Addi út í annað. „Það vita allir hvernig það er!“ Beðinn að útskýra það nánar segir hann mikilvægt að halda sig sem mest frá ruslfæði og drekka mikið vatn og vítamín – með viskí- inu. „Ég keypti mér líka nýjan míkrafón fyrir þennan túr, það er auðvelt að pikka upp alls- konar ógeð af þeim.“ Menn eru vel birgir af verkjalyfjum. „Það er nauðsynlegt. Ég fékk einu sinni nýrna- steinakast í svona ferð. Það var ekki þægi- legt.“ Í rútunni er kojan heilagt svæði, þar fá menn að vera í friði. „Ef aðrir eru með drykkjulæti eða að horfa á vídeó fram eftir allri nóttu verður maður bara að setja í sig eyrnatappa. Við erum komnir með góða reynslu og kunnum að passa upp á okkur. Vitum hvenær tappinn þarf að fara í flöskuna. Það er ekkert elsku mamma á svona túrum, maður hringir sig ekkert inn veikan.“ Hann brosir út í annað. Aldrei fullir á svið Það er föst vinnuregla hjá Sólstöfum að fara aldrei undir áhrifum á svið. „Það var fyndið að spila fullur í æfingahúsnæðinu þegar mað- ur var sextán ára. Núna er bara vandræða- legt þegar 35 ára gamlir menn fara drukknir á svið. Það er ekki þar með sagt að við kom- um alltaf edrú af sviðinu.“ Hann glottir. Eftir að hafa verið í „typpa- og prumpu- fýlu“, eins og Addi orðar það, í góðar þrjár vikur var himneskt að koma inn á fínt hótel í Dortmund í tvo daga. Sérherbergi, sturta og öll lífsins gæði. Þar söfnuðu Sólstafir kröftum fyrir níutíu mínútna tónleika í Strassborg í Frakklandi og Siegen í Þýskalandi. „Eftir alla keyrsluna hafði ég svolitlar áhyggjur af röddinni en hún var bara í fínu lagi. Líkaminn lagar sig að þessu álagi. Við eigum líka mörg lög með löngum instrúmen- tal-köflum og svo auðvitað Gerði G. Bjarklind. Hún er alltaf á túr með okkur,“ segir Addi. Fyrir þá sem ekki skilja þetta skal tekið fram að rödd Gerðar er í aðalhlutverki í lag- inu Stinningskaldi á Svörtum söndum – af bandi. Þessir tónleikar heppnuðust vel. „Við bjuggum í fínni listamannaíbúð í Siegen, eins konar kommúnu, og gaurinn sem átti klúbb- inn, sem við spiluðum í, var harður aðdáandi Botnleðju. Svona er þetta.“ Ferðalaginu lauk svo í Schijndel í Hollandi, þar sem Sólstafir voru meðal atriða á Paas- pop-hátíðinni sem stóð yfir eina helgi. Þar Sæþór Maríus Sæþórsson gítarleikari. Svavar Austmann bassaleikari. Íslandstúr í uppsiglingu Eftir stutta hvíld halda Sólstafir aftur af stað í næstu viku. Að þessu sinni innanlands. Túrinn hefur yfirskriftina Náttfarar og annað málmband, Dimma, verður með í för. Giggin eru sem hér segir: 25. apríl: Hvanneyri – Kollubar. 26. apríl: Grundarfjörður – Kaffi 59. 27. apríl: Ísafjörður – Edinborg- arhúsið. 2. maí: Reykjavík – Austurbær (midi.is). 3. maí - Selfoss – Hvíta Húsið. 10. maí: Vestmannaeyjar, Höllin. Þar verður Brain Police með í stað Dimmu. Svo verða Sólstafir að sjálfsögðu á Eistnaflugi í Neskaupstað í sumar – eins og öll árin sem hátíðin hefur ver- ið haldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.