Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 13
Þannig lentu Machine Head og Anthrax á shit-listanum.
Þetta segir okkur tvennt: Annars vegar að liðsmenn
Machine Head og Anthrax séu merkikerti og hins vegar
að Sólstafir, bandið hans Adda, séu að koma fram á býsna
stórum tónlistarhátíðum. Þrátt fyrir allt eru þetta stór
nöfn í málmheimum. Mjög stór.
Það eru svo sem ekki ný tíðindi. Sólstafir hafa gert víð-
reist á umliðnum árum. Þeir eru einmitt nýkomnir heim
úr mánaðarlangri Evrópureisu sem spannaði ellefu lönd
og ennþá fleiri borgir. „Við spiluðum meira að segja í
Lúxemborg, þangað sem ég hef ekki komið síðan ég var
krakki,“ segir Addi.
Við erum sestir við eldhúsborðið. Addi búinn að hella
upp á biksvart kaffi og sambýliskona hans, hin pólska
Sara Eleonora, að færa okkur súkkulaðikex. Þau kynntust
í London fyrir tveimur árum. Annar kettlingurinn stekkur
upp á borð. „Nei, Djangó,“ segir Addi ákveðinn.
Af hverju kemur ekki á óvart að hann heiti Djangó?
Þekkti ekki hin túrböndin
Með Sólstöfum á túr að þessu sinni voru þýska sveitin
Long Distence Calling, sem var aðalnúmerið, og síðan
norsku sveitirnar Audrey Horne og Sahg, sem tóku hvor
sinn helminginn af ferðinni.
Spurður um þessi bönd viðurkennir Addi að hann hafi
ekki þekkt til þeirra áður. „Við fengum tilboð frá bók-
unarfyrirtæki um að fara í þennan túr og þurftum satt
best að segja aðeins að hugsa málið. Útgáfufyrirtækinu
okkar fannst þetta til dæmis ekki góð hugmynd, í þeirra
huga erum við stærra nafn en Long Distence Calling. Að
Sólstafir í æfingahúsnæði
sínu á Gróttu. Þar er sveit-
in farin að leggja drög að
næstu plötu sem komið
gæti út á næsta ári.
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13
SVEFNSÓFAR
KR 12 0
KR 12 0
. 11 900
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16
BREYTIST Í RÚM
Á AUGABRAGÐI
ÞYKK OG GÓÐ
SPRINGDÝNA
SVEFNBREIDD
140X200 CM
RECAST TILBOÐ
KR. 129.900 EYTIST Í RÚM Á AUGABRAGÐI, ÞYKK OG GÓÐRINGDÝNA, SVEFNBREIDD 120X200 CM
UNFURL
KR. 119.900
Árin segja sitt
Laugarásvegi 1 | 104 Reykjavík | Sími: 553 1620 | laugaas.is
1979-2013
BISTROLauga-ás special
Lambalæri bearnaise
Gratíneraður fiskur