Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 BÓK VIKUNNAR Nýttu kraftinn eftir Maríu Björk Óskarsdóttur og Sigríði Snævarr inniheldur hugmyndir og ráð fyrir atvinnuleitendur og alla sem leita að nýjum tækifærum. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Einhver nákvæmnismaðurinn myndisennilega halda því fram – og gætiörugglega fært fyrir því nokkuð sannfærandi rök – að bækur gætu ekki átt afmæli. Þær væru einfaldlega dauð- ir hlutir og það væri jafnlíklegt að þær vöknuðu til lífsins og að steinar tækju að tala. Það er hins vegar engin ástæða fyrir bókaunnendur að samþykkja slík rök. Í huga bókaunnenda öðlast sumar bækur eilíft líf og eiga því reglulega af- mæli sem ástæða er til að halda upp á. Og þegar bækur eiga stórafmæli þá er sannarlega ástæða til hátíðarhalda og fagnaðarláta. Liltli prinsinn varð nýlega sjötugur og það er ekki bara í Frakklandi, heimalandi höfundarins, sem afmælisins er minnst. Í öðrum löndum og þá einnig hér á landi hugsa lesendur með hlýju til Litla prinsins sem hefur lifað svo lengi og farsællega í hugum milljóna og minnt þá á mikilvægi ein- lægni. Einungis kaldlyndasta manneskja getur gleymt setningu eins og þessari: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Antoine de Saint-Exupéry, höf- undur Litla prinsins, hafði ríkan skiln- ing á börnum, einlægni þeirra, hrif- næmi og sakleysi sem glatast svo sorglega þegar einstaklingar verða full- orðnir. Eins og Saint-Exupéry segir á einum stað í bókinni: „Fullorðna fólkið skilur aldrei neitt sjálft og það er þreytandi fyrir börn að gefa því skýr- ingar aftur og aftur.“ Einhverjir halda því kannski fram að bækur geti ekki haft djúp varanleg áhrif og gert fólk að betri manneskjum. Jú, víst, segja þeir sem unna bókum og benda á Litla prinsinn sem dæmi. Það er líka fjarska auðvelt að benda á Litla prinsinn því hún er bók sem heillar unga lesendur og fylgir þeim síðan alla ævi. Litli prinsinn á sannarlega ekki á hættu að gleymast. Hann hefur ekki bara glatt kynslóðir heldur vakið þær til umhugsunar og mun halda því ótrauður áfram. Unnendur prinsins standa staðfastlega með sinni bók og hafa hana í hávegum, minnugir orða refsins til litla prinsins: „Þú berð að ei- lífu ábyrgð á því sem þú hefur bundist böndum.“ Orðanna hljóðan AÐ SJÁ MEÐ HJARTANU Litli prinsinn heldur áfram að heilla umheiminn. 70 eru frá útkomu bókarinnar. Skuldunautar er ný ljóðabók eftirSteinunni G. Helgadóttur semUppheimar gefa út. Þetta er önnur ljóðabók Steinunnar og hér glímir hún við spurningar um samband manns og nátt- úru, tengsl nútíðar og fortíðar, skáld- skapar og tungumáls. „Í þessari bók má segja að ég fari í gegnum tímann,“ segir Steinunn. „Genet- ískt berum við í okkur þá sem voru á undan okkur og munum gefa til þeirra sem koma á eftir okkur. Við erum aldrei kyrr. Bókin fjallar um þessa ferð.“ Steinunn er myndlistarkona og er spurð hvort myndlistin hafi áhrif á ljóðagerðina. „Ég er sannfærð um það,“ segir hún. „Sem myndlistarmaður skoða ég umhverf- ið á ákveðinn hátt og ég held að það skili sér í ljóðin. Annars byrjaði ég að skrifa áður en ég sneri mér að myndlist- inni. Ætli ég sé ekki alltaf að búa til myndir, hvort sem ég nota til þess orð eða verkfæri.“ Er engin togstreita á milli myndlist- armannsins og ljóðskáldsins? „Nei, ekki lengur en það var viss tog- streita milli myndlistarmannsins og ljóð- skáldsins á því tímabili þegar ég geymdi allt það sem ég skrifaði niðri í skúffu og starfaði einungis við myndlistina. Ég er enn að vinna við myndlist og mér líður mjög vel með það en ég er líka að skrifa.“ Fyrsta ljóðabók Steinunnar var Kaf- bátakórinn sem kom út árið 2011, sama ár og hún fékk Ljóðstaf Jóns úr Vör. Þetta var minnisstætt ár í lífi Steinunnar. „Það var þrennt sem gerðist þetta ár varðandi skáldskapinn. Ég hafði lengi verið að yrkja og þegar ég fékk þriggja mánaða frí frá vinnu þá fór ég að taka til og flokka pappíra og laga og snyrta ljóðin mín. Þá datt mér í hug að senda bókaforlaginu Uppheimum nokkur ljóð. Ég fékk mjög jákvætt svar frá þeim sem varð til þess að ég þorði að senda ljóð í keppnina um Ljóðstafinn. Svo hreppti ég Ljóðstafinn sem var mikil hvatning og Kafbátakórinn kom út.“ Saga eftir Steinunni hefur birst í tíma- riti Máls og menningar, auk þess sem ljóð hafa birst eftir hana í tímaritum. Hún segist einnig hafa skrifað leikrit og ýmislegt fleira sem sé í skúffum. „Ég þarf að skoða þessi skrif betur og dusta af þeim rykið.“ segir hún. Hún er spurð hvort hún hafi ætíð verið mikill ljóðaunnandi og segir: Já, faðir minn kunni heilu ljóðabálkana utan að og var iðinn við að fara með þá. Ég ólst upp í ljóðaumhverfi. Ég var svo í menntaskóla í Malmö og konan sem kenndi bókmenntafræði var dugleg við að halda ljóðum að okkur nemendunum. Það hafði sömuleiðis áhrif á mig.“ Steinunn er annar sýningarstjóri sýn- ingarinnar Orðin, tíminn og blámi vatnsins sem opnuð var um þessa helgi í Listasafni ASÍ en þar eru sýnd verk Kristínar Jónsdóttur frá Munkaþverá. „Ég er ákaflega stolt af því að koma að þessari sýningu,“ segir Steinunn. „Á sýn- ingunni eru verk frá árunum 1984-2013 sem sýna ýmsar hliðar á listsköpun þess- arar einstöku listakonu, sem orðin er átt- ræð. Þarna eru verk unnin úr þæfðri ull með handskrifuðum texta, verk máluð á plexígler og vatnslitamyndir unnar á pappír. Þetta eru verk sem fjalla um orð og vatn, tíma og hverfulleika. Kristín fæst við alls kyns efni, er óhrædd við að byrja á einhverju nýju og opin fyrir öllu.“ STEINUNN G. HELGADÓTTIR FJALLAR UM TENGSL NÚTÍÐAR OG FORTÍÐAR Í LJÓÐABÓK SINNI Alltaf að búa til myndir Steinunn G. Helgadóttir: Það var viss togstreita milli myndlistarmannsins og ljóðskáldsins á því tímabili þegar ég geymdi allt það sem ég skrifaði niðri í skúffu og starfaði einungis við myndlistina. Morgunblaðið/Árni Sæberg STEINUNN G. HELGADÓTTIR, MYNDLISTARKONA OG SKÁLD, ER HÖFUNDUR LJÓÐABÓKARINNAR SKULDUNAUTAR Raymond Chandler er í miklu uppáhaldi hjá mér og ég les bækur hans yfirleitt á frummálinu. The Big Sleep er klassíker og allar bækurnar sem Chandler skrifaði um Philip Marlowe eru skemmtilegar og sneisafullar af dásamlegum lýsingum. Ég hef dálæti á Halldóri Laxness þótt ég hafi ekki lesið sérstaklega mikið af hans verkum. Það er þó ekki svo langt síðan ég las Sjálfstætt fólk og þá sá ég hvaða þetta er tímalaust verk. Alþýðubókin er svo mjög skemmtileg, full af gífuryrðum, sennilega vegna að Lax- ness var svo ungur þegar hann skrifaði hana. Ég get ekki sleppt því að nefna Þórberg Þórðarson og Ofvitann og Bréf til Láru. Skáldævisaga Þórbergs Meistarar og lærisveinar sem kom út í kilju var óskaplega skemmtileg en það var furðu lítið látið með hana. Að lesa hana var eins og að hlusta á notalega tónlist sem maður vill ekki að hætti. Ég verð svo að nefna sænska bók Grundbulten eftir Kenneth Ahl sem er höfundarnafn Christer Dahl og Lasse Stromstedt. Strom- stedt var fangi og eiturlyfjaneytandi en breytti síðan um lífsstíl og skrifaði þessa skáldsögu með blaðamanninum Dahl. Bókin kom út árið 1974. Hún gerist í fangelsi og er í gamansömum tón. Þetta er bók sem ég hef miklar mætur á. Í UPPÁHALDI KK TÓNLISTARMAÐUR Bækur eftir Lax- ness, Þórberg og Chandler eru í uppáhaldi hjá tónlistarmann- inum KK. Morgunblaðið/Ómar Þórbergur Þórðarson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.