Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 „Í hvað fara launin þín?“ er yf- irskriftin á reiknivél sem sett hefur verið upp á vefsíðunni Rikid.is. Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stendur fyrir vefnum, sem ætlað er „að gefa skattborg- urum gleggri mynd af þeim kostnaði sem fellur til árlega vegna reksturs hins opinbera á Íslandi“. Á vefnum er hægt að setja saman manns eigið ríki út frá þeim kostnaðarliðum sem til- teknir eru í fjárlögum. Þannig má velja þá liði sem hverjum og einum finnst nauðsynlegir og sjá hvað myndi kosta að reka draumaríkið. Jafnframt er launareiknivél á vefnum sem segir hversu mikið hver og einn leggur til samfélagsins og hversu langan tíma tekur að afla þeirra tekna. ón á mann,“ segir hann. „Þetta eru framtíðarskattgreiðendur landsins sem munu erfa þessar skuldir. Og í hvað fóru þessir peningar? Þeir fóru í að veita þjónustu eða byggja í gamla daga.“ Hann tekur dæmi af tveim 25 ára einstaklingum sem búa saman og eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaðnum að loknu námi. „Þeir erfa samkvæmt þessu opin- berar skuldir upp á samtals 42 milljónir og munu borga alla ævi af einbýlishúsi sem þeir fá aldrei að sjá og aldrei að koma í. Hvaða réttlæti er í því?“ Hruninu að kenna? Spurður hvort ekki sé eðlilegt að þjóðfélag stofni til skulda þegar byggt er upp samfélag, þá svarar hann: „Gott og vel, tökum ástandið árið 2000,“ segir hann. „Hið opinbera skuldaði nánast ekki neitt og unga sjálfstæðismenn dreymdi um skuldlaust Ísland. Voru þá engir vegir? Voru þá skólarnir ómögulegir? Ef við berum saman gæði þjón- ustu og innviða 2013 og 2000, þá er nánast enginn munur, en núna skuldar hið opinbera hinsvegar rúma 2.100 milljarða. Er það bara hruninu að kenna? Nei, það er vegna þess að eftir hrunið hefur Hversu langan tíma tekur aðtelja upp í milljarð?“ spyrHeiðar Guðjónsson og beinir spurningunni til mín, enda enginn annar á skrifstofu hans við Lækjargötu. Það stendur á svari og hann seg- ir: „Þér endist ekki ævin! Millj- arður sekúndna er 32 ár. Um leið og þú ert farinn að segja tölur eins og ein milljón eitt hundrað þúsund eitt þúsund tuttugu og einn, þá tekur það mun meira en sekúndu.“ En af hverju er hann áhuga- samur um þessa staðreynd, sem hann sækir raunar í rit Umberto Eco? Jú, ástæðan er sú að fólk á erfitt með að átta sig á hversu há upphæð milljarður er. Og hvernig getur það þá áttað sig á skuldum hins opinbera, sem eru 2.200 millj- arðar? 6,8 milljónir á mann Það má raunar fræðast um að skuldir á hvert mannsbarn á Ís- landi séu rúmar 6,8 milljónir á vef- síðunni Rikid.is, sem RSE hefur hleypt af stokkunum, en skamm- stöfunin stendur fyrir Rannsókn- armiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál og er Heiðar formaður fulltrúaráðs stofnunarinnar. „Ef við tökum þessar skuldir og deilum þeim á alla sem eru 25 ára og yngri, sem eru um 100 þúsund manns, þá eru skuldirnar 21 millj- núverandi ríkisstjórn aukið skuldir um 1.200 milljarða.“ Þar vísar Heiðar til þess að fjár- lagahallinn síðustu fjögur ár nemi samtals 460 milljörðum og halli Íbúðalánasjóðs á sama tíma nemi 150 milljörðum. „En auk þess nem- ur hallinn á lífeyrissjóði opinberra starfsmanna yfir 500 milljörðum á þessu tímabili,“ segir hann. „Þá segja stjórnarþingmenn að þeir hafi ekki getað stoppað skuldasöfnunina. Út af hverju? Þannig að velferðin sem talað er um, hún er tekin að láni. Þetta er 1.200 milljarða skuldahali sem varð til á fjórum árum og komandi kyn- slóðir þurfa að borga. Hvaða rétt- læti er það? Ef núverandi kyn- slóðir hafa ekki efni á að borga, þá eiga þær ekki heldur að leyfa sér að taka að láni. Það er ekkert rétt- læti í því.“ Ekki hald í Keynes Er þetta málflutningur í anda te- boðshreyfingarinnar, kynni einhver að spyrja. „Nei, ég er bara með heilbrigða skynsemi,“ segir Heiðar. „Eins og Thatcher sagði: Þú getur horft á ríkið eins og heimili. Hvers vegna ímyndar fólk sér að hægt sé að reka ríkið með eilífum halla án þess að komi að skuldadögum? Ítalska ríkið hefur aldrei skilað af- gangi af fjárlögum frá því ég fædd- ist. Ekki halda Ítalir að það gangi endalaust?“ Og hann segir rök hagfræðings- ins Johns Maynards Keynes um að ríkið ætti að eyða um efni fram í kreppu ekki eiga við í tilviki Ís- lands. „Þetta var boðskapur Key- nes, en í því fólst jafnframt að níu af hverjum tíu árum þyrfti að vera afgangur af fjárlögum. Og ef hið opinbera væri orðið stærra en 25% af þjóðarframleiðslu, þá mætti ekki reka það með halla. Ríkið á Íslandi er orðið helmingur af þjóðarfram- leiðslu, þannig að það er glórulaust að réttlæta þetta með því að vísa í rök Keynes.“ Borga komandi kynslóðir? Heiðar vitnar til orða Nialls Fergusons um að helsta tog- streitan til framtíðar verði á milli ólíkra kynslóða. „Barnmargar kyn- slóðir byggðu upp velferðina og tóku hana meira og minna að láni,“ segir hann. „Þær ætla að láta kom- andi kynslóðir borga þau lán, en munu þær vilja það? Er ekki auð- veldara fyrir Frakka sem fæðist með miklu meiri skuldir en raunin er á Íslandi, að flytja til Quebec í frönskumælandi Kanada þar sem skattar eru miklu lægri og skuld- irnar nánast engar? Og hvað um komandi kynslóðir á Íslandi? Munu þær fallast á að borga reikninginn, sama hversu hár hann er?“ Í HVAÐ FARA LAUNIN? Heiðar Guðjónsson Þér endist ekki ævin ÞJÓÐARSKULDIR ÍSLENDINGA ERU UM 2.200 MILLJARÐAR OG FARA VAXANDI. SKULDSETNING RÍKISINS Í DAG ER GREIDD MEÐ SKATTHEIMTU Á MORG- UN. SPÁÐ ER TOGSTREITU Á MILLI KYNSLÓÐA ÞEGAR KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ BORGA REIKNINGINN. Á RIKID.IS MÁ SKOÐA SKULDIR Á HVERN ÍSLENDING. Hver er afstaða Íslendinga til skatta? Eru þeir of háir eða lágir?* Netkönnun Capacent Gallup unnin fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Spurt var: Finnst þér að skattar á Íslandi séu almennt of háir eða of lágir? * Í einhverjum tilfellum eru svör þess efnis að skattar séu allt of lágir felld inn í heldur lága skatta vegna þess að hlutfallið er það lágt að það mælist ekki. 47,2% 34,6% 16% 2,2% Meðaltal allra svara 6% 2% X-B X-D 36% 56% 20% 78% 2% X-S X-V 4% 37% 23% 36% 7%10% 33% 49% X-A X-Þ 20% 22% 45% 35% 23% 53% 2% 46% 32% 17% 4% 1% Aðrir flokkar 61% 27% 12% Skila auðu eða kjósa ekki 45%44% 8% 3% Óákveðnir eða neita að svara Afstaða eftir heimilistekjum í þús. króna <250 51% 35% 14% 400 - 549 50% 30% 19% 1% 800 - 999 40% 43% 16% 1% >1.000 46% 35% 13% 6% 39% 39% 19% 3% 250- 399 44% 32% 22% 2% Allt of háir Heldur háir Hvorki né Heldur lágir Allt of lágir Afstaða eftir kyni Karlar Konur 17% 44% 36% 15% 50% 33% 3% 2% Heimild: Capacent Gallup. 11.-17. apríl 2013. Úrtak 1.500 manns. Svarhlutfall 63,4%. 550 - 799 Afstaða eftir flokkum * „You ain’t seen nothing yet.“Steingrímur J. Sigfússon á skattadegi Deloitte í janúar 2010 um yfirvofandi skattabreytingar ríkisstjórnarinnar. Þjóðmál PÉTUR BLÖNDAL pebl@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.