Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Ferðalög og flakk V egalengdin sem kepp- endur leggja að baki er um 1820 km og liggur leiðin um fjöll og firn- indi frá Anchorage allt til bæj- arins Nome við Beringssundið. Í ár lögðu 66 keppendur af stað, en 16 hundar fara fyrir hverjum sleða. Mikið gengur á í startinu. Yfir 1000 hundar bíða spenntir eftir að komast af stað, mikið um hróp og köll og hundarnir gelta og spangóla. Keppendur geta lent í óveðrum á þessari löngu leið um óbyggðir Alaska og frostið fer niður í allt að -50°C. Hvað er Iditarod? Keppninni var komið á fót til minningar um sleðahunda og björgunarafrek þeirra. Árið 1925 kom upp skæð barnaveiki í Nome. Um miðjan vetur var bóluefnið flutt á hundasleðum yfir 1000 km leið. Frægastur forystu- hunda þessa mikla björgunarleið- angurs var hundurinn Balto sem varð þjóðsagnarpersóna í Banda- ríkjunum og er koparstyttu af þessum fræga hundi að finna í Central Park í New York. Leiðin Fyrsta verkefni keppenda er að komast yfir Alaska-fjallgarðinn. Á þeirri leið þarf að fara um há og þröng fjallaskörð og getur fann- fergi verið mikið og auk þess snjóflóðahætta. Annar hlutinn liggur norður að Yukon-fljótinu. Á þessum hluta leiðarinnar getur verið mjög snjólétt og í ár voru um 60 km nánast snjólausir. Þriðji hluti liggur síðan um 400 km eftir Yukon fljótinu. Loka- áfanginn er síðan um ísinn á Beringshafinu til Nome, um 400 km leið. Leiðinni liggur á milli þorpa indíána og eskimóa, sæluhúsa og gullgrafarabæja. Keppnin dregur nafn sitt af einum slíkum, Idit- arod en þar fannst gull árið 1908. Um 900 einstaklingar leggja fram um 40.000 vinnustundir við undirbúning og framkvæmd. Fjöldi manns kemur víða að úr heiminum ár eftir ár til að leggja fram sjálfboðna vinnu. Einn hópur sjálfboðaliða eru flug- menn sem leggja fram tíma og flugvélar til flutnings matarbirgða og sjálfboðaliða út á áfangastaði. Annar hópur telur 50 dýralækna en á hverjum áfangastað eru tveir til þrír dýralæknar sem taka á móti hverju teymi þegar komið er í hlað og er hver ein- asti hundur hlustaður og skoð- aður nákvæmlega og síðan úr- skurðaður hæfur til að halda áfram eða ekki. Auk fram- angreinds leysa síðan sjálf- boðaliðar af hendi fjöldann allan af störfum sem fylgja keppn- ishaldinu. Flestir keppendur í Iditarod koma frá Alaska. Í ár tóku einn- ig þátt keppendur frá Brasilíu, Jamaica, Nýja-Sjálandi, Noregi og Rússlandi. Það krefst mikillar reynslu og þekkingar að verða með þeim fremstu auk verulegra fjárhæða. Sumir keppendur búa einnig að reynslu þeirra sem eldri eru þar sem hundaræktun og keppni er fjölskyldusport sem stundað hefur í fleiri en einn ættlið. Sigurvegarinn í fyrra og jafnframt yngsti sigurvegari keppninnar Dallas Seavey er t.d. barnabarn Dan Seavey sem varð þriðji í mark í fyrstu keppninni fyrir 41 ári. Faðir Dallas, Mitch var fyrstur í mark árið 2004 og stóð einnig uppi sem sigurvegari í ár. Hundarnir Upphaflegu sleðahundarnir í Alaska voru hundar eskimóanna en það eru taldir vera fyrstu hundar sem urðu að húsdýrum manna. Fljótlega eftir komu hvítra manna var farið að kyn- IDITAROD 2013 Lengsta og erfiðasta hundasleðakeppni í heimi HIN ÁRLEGA IDITAROD HUNDASLEÐAKEPPNI VAR HALDIN Í ALASKA Í MARS. ÞÚSUND HUNDAR FÓRU FYRIR 66 SLEÐUM YFIR 1800 KÍLÓMETRA LEIÐ Í FIMBULKULDA. HJÓNIN ÞÓRA HRÖNN OG SIGURJÓN FYLGDU KEPPNINNI EFTIR EN ÞETTA VAR FIMMTA FERÐ ÞEIRRA TIL ALASKA. ÞAÐ HAFÐI VERIÐ DRAUMUR ÞEIRRA Í FIMM ÁR AÐ MYNDA ÞESSA LENGSTU HUNDASLEÐAKEPPNI HEIMS. Texti og myndir: Þóra Hrönn Njálsdóttir og Sigurjón Pétursson sigurjonp@gmail.com 60 g áferð að eigin vali Íslensk hönnun og framleiðsla nun frá 19 elja um lit o r. 24.300 E60- Klassísk hön Hægt að v Verð frá k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.