Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 53
Rugguhestur Sá sem átti þennan ruggu- hest er fæddur árið 1950 og leikfangið er smíðað á 6. áratug síðustu aldar. Töluvert er til af leikföngum á Þjóðminjasafninu. Brúður, bílar og fleira. Þau eru nær öll frá 20. öld enda ekki mikið um leikföng fyrir þann tíma. Víða má finna rugguhest á heim- ilum og margir vilja koma því til safnsins til varðveislu. Líklega var hesturinn smíðaður, málaður og skreyttur á Íslandi. Konunglegur ferðakamar Þegar Friðrik VIII Dana- konungur var í konunglegri heimsókn á Íslandi árið 1907 dugði ekkert minna en ferðakamar þegar kon- ungurinn létti á sér. Í kamrinum er skál eða koppur. Hægt er að opna hann að framan til að ná í koppinn til að hreinsa hann. Þetta er íslensk smíði en ekki er vitað hver smíðaði hann. Kamarinn er fagurlega málaður og með sértilgerðum vatnsbúnaði sem var fátíður í þá daga. Konungurinn heimsótti meðal annars Þingvelli og Geysi á ferð sinni. Predikunarstóll Þessi kemur úr Staðarfellskirkju í Dölum og er talinn frá því um 1600. Maðurinn sem skar hann út heitir Gísli Guðbrandsson. Á stólnum má sjá Pétur, Pál, Lúkas og Jóhannes postula út- skorna. Eins eru útskorin guð- spjallamerkin lykill, naut, ljón og dreki. Stóllinn sver sig í ætt við tíðarandann. Andlitin eru klossuð og útskurðurinn er frumstæður og kannski gerður meira af vilja en mætti. Skrifborð Jónasar Hallgrímssonar Borðið kemur til safnsins frá Páli Mel- steð sagnfræðingi árið 1924 en hafði verið í einkaeigu fram að því. Jónas dó árið 1845 en talið er að hann hafi átt borðið frá 1839-1842 í Reykjavík. Þá ritaði Jónas meðal annars verk um nátt- úrufar á Íslandi eftir að hann fékk styrk til þess frá íslenska ríkinu. Legsteinn frá 16. öld Undir þessum steini hvíldi Úlfheiður Þor- steinsdóttir sem bjó að Burstafelli sem er einhver best varðveitti burstabær landsins. Eiríkur Þor- steinsson, sonur hennar, lét smíða steininn í Þýskalandi og er hann fagurlega útskorinn. Steinninn barst til Reykjavíkur á 17. öld en er nú í geymslu Þjóðminjasafnsins. Vaðmálsúlpa Þessi flík var gerð árið 1925 og er dæmigerð fyrir klæðnað sveitafólks þess tíma. Úlpan kemur frá Húsafelli. Vað- málið í úlpunni er heimaofið og garnið var lit- að með sortulyngi. Úlpan er ofin af Þorsteini Jónssyni úr Borg- arfirði og hefur greinilega verið mikið notuð enda er hún slitin eftir sveitastörf. 21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Málþing um Eirík Magnússon (f. 1833 – d. 1913) bókavörð í Cambridge haldið í Þjóð- arbókhlöðu 20. apríl kl. 14- 16:30. Á sama tíma er opnuð sýning um Eirík sem var mikilvirkur þýðandi og útgefandi ýmissa fornrita. 2 Norræna bíóleikhússýningin The Gerpla Drive verður sýnd í Tjarnarbíói bæði laug- ardags- og sunnudagskvöld kl. 20. Meðal leikara er Þórey Sig- þórsdóttir en verkið fjallar um hrun í bæði efnahagslegum og persónu- legum skilningi. Leikstjóri og höf- undur er Arn-Henrik Blomqvist. 4 Ari Þór Vilhjálmsson og Svan- ur Vilbergsson leika á fiðlu og gítar á tónleikum í bókasal Þjóðmenningarhússins 20. apríl kl. 17. Á efnisskránni eru verk eftir N. Paganini, A. Piazzolla og A. Ourkouzounov. 5 Rakel Pétursdóttir safna- fræðingur verður með leið- sögn um sýningarnar Gamlar gersemar og Erlendir áhrifa- valdar í Listasafni Íslands 21. apríl kl. 14. Hér má sjá verk úr safneign Lista- safnsins sem áhugavert er að skoða með hliðsjón af samspili íslenskrar og erlendrar listar en tíundi hluti safn- eignar er eftir erlenda listamenn. 3 Söngvarinn Þór Breiðfjörð fer yfir feril sinn í tali og tónum í Salnum í Kópavogi laugardag- inn 20. apríl kl. 20:30. Þór flutti heim sl. vetur til að syngja hlut- verk Jean Valjean í söngleiknum Vesa- lingunum eftir farsælan feril erlendis. MÆLT MEÐ 1 Hátíðartónleikar verða haldnir íHallgrímskirkju sunnudaginn 21.apríl kl. 17 í tilefni af endurnýjun Klais-orgels kirkjunnar, sem lauk nú um páskana. Á tónleikunum flytja Mótettukór Hallgrímskirkju og Björn Steinar Sólbergs- son organisti hátíðartónlist fyrir kór og orgel undir stjórn Harðar Áskelssonar. Á efnisskránni eru verk eftir Hafliða Hallgrímsson, Louis Vierne og William Walton. „Burðarás efnisskrárinnar er Há- tíðarmessa fyrir tvö orgel og kór eftir franska tónskáldið Louis Vierne, sem frumflutt var í kirkjunni St. Sulpice í Par- ís á páskadag árið 1900. Hin verkin eru Lofið Guð í hans helgidóm fyrir kór, trompet, hörpu, slagverk og orgel eftir Hafliða Hallgrímsson frá 1996/2012 og Coronation Te Deum eftir William Walton frá 1953. Verk Waltons var samið fyrir krýningu Elísabetar Englandsdrottningar og frumflutt í Westminster-kirkjunni í London við það tækifæri. Auk þess leikur Björn Steinar Carillon de Westminster og Impromtu, vinsælar orgelfantasíur eftir Vierne,“ segir m.a. í tilkynningu frá List- vinafélagi Hallgrímskirkju sem sér um skipulagningu tónleikanna. Með kórnum koma fram auk Björns Steinars þau Lenka Máteóvá organisti, Ásgeir H. Steingrímsson trompetleikari, Elísabet Waage hörpuleikari og Frank Aarnink slagverksleikari. FAGNA NÝLOKINNI ENDURNÝJUN KLAIS-ORGELS KIRKJUNNAR Hátíðartónleikar í Hallgrímskirkju SKIPULEGGJENDUR SEGJA VERKIN Á EFNISSKRÁNNI TÚLKA ÞAKKAR- GJÖRÐ TIL SKAPARANS FYRIR LÍFIÐ, KÆRLEIKANN OG LISTINA. Hörður Áskelsson og Björn Steinar Sólbergsson ásamt hluta Mótettukórs Hallgrímskirkju. Morgunblaðið/Ómar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.