Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Menning UNGIR LEIKARAR Harka í leiklistinni í London ÞAÐ VAR VÍST BJARTSÝNI AÐ REYNA AÐ STEFNA FJÓRUM UNGUM LEIKURUM Á EINN STAÐ Á SAMA TÍMA TIL AÐ NÁ VIÐTALI. EINN KOM ÞVÍ AÐEINS VIÐ EFTIR AUGLÝSINGAMYNDATÖKU OG ÁÐUR EN HANN FÆRI ÚT ÚR BORGINNI Í NOKKRA DAGA TIL AÐ LEIKA Í STUTTMYND; EIN VAR Í TÖKUM Á NÓTTUNNI OG ÞURFTI AÐ SOFA Á DAGINN OG ÖNNUR VINNUR VAKTA- VINNU Á MATSÖLUSTAÐ. ÞAÐ KOSTAÐI ÞVÍ DÁ- LÍTINN ÞEYTING UM LUNDÚNABORG AÐ NÁ TALI AF ÞEIM SMARA GUNN, SESSELIU OLAFS, HARRY AUGUST OG DISU STEFANS. Texti og myndir: Ingibjörg Rósa Björnsdóttir ingibjorgrosa@gmail.com Aðspurðir segjast fjórmenningarnir ekki vera í miklum tengslum við leiklistarbransann heima á Íslandi en þau reyni þó að fylgj- ast með og sjá það sem er í boði þegar þau fari heim. Þá fái þau ekki oft tilboð frá Íslandi, enda viti e.t.v. ekki margir af þeim fjölda íslenskra leikara sem er í London og Bretlandi yfir höfuð. Þau hafi hins vegar nýlega stofnað Facebook-síðuna „Íslenskir leikarar í Bretlandi“ til að halda utan um hópinn og hvetja þau kollega sína í Bretlandi til að skrá sig þar. Morgunblaðið/Brynjar Gauti S mári Gunnarsson, 27 ára, og Dísa Stefánsdóttir, 29 ára, fóru bæði í nám í Rose Buford-leiklistarskól- ann. Smári: „Ég sótti um í Listaháskólanum og komst í 25 manna hópinn en ekki lengra. Fór þá í bókmenntafræði í HÍ í eitt ár og líkaði það vel svo ég var eiginlega hættur við að verða leikari. En þá voru haldnar prufur fyrir þennan breska skóla á Íslandi, ég ákvað að prófa og komst inn og hugsaði með mér að ég fengi ekki annað svona tækifæri. Svo ég fór út í þriggja ára BA-nám og sé ekki eftir því.“ Dísa: „Vorið 2004 fór ég í inntökupróf bæði fyrir leiklistarnám í Listaháskólanum og við LAMDA (Lond- on Academy of Music and Dramatic Art) og komst ekki inn í LHÍ, en fékk hins vegar inngöngu í LAMDA, í Intensive Shakespeare and Jacobian-nám. Svo fann ég mig svo vel í því og líkaði vel í London þannig að ég sótti um í Rose Buford og kláraði þar BA-gráðu í leiklist.“ Þau útskrifuðust bæði árið 2009 og ákváðu að vera um kyrrt í London og keppa við tugi þúsunda annarra leikara um hlutverk og verkefni. Smári: „Eftir að hafa verið hér í þrjú ár, kynnst borginni og komið sér upp samböndum, hvers vegna ætti maður þá að fara strax heim aftur? Ég vildi frekar láta reyna á málin hér. Mér líður rosalega vel hérna, er að bæta mig sem leikari og vil sanna mig áður en ég kem heim. Mér hafa boðist verkefni heima en ekkert orðið úr þeim enn.“ Dísa tekur undir það og reiknar út, með eilítið hrukkað enni, að hún sé búin að búa í London meira og minna í níu ár. „Mér finnst æðislegt að búa hérna og lifa þessu lífi, þótt það komi stundum dagar þar sem mann langar að pakka saman og fara heim þá hristir maður það af sér mjög fljótt. En við höfum jú alltaf þann möguleika, að fara heim, ef við gefumst upp á þessu harki.“ Fraus fyrir framan Kevin Spacey Dísa vinnur á líflegum matsölustað í Covent Garden „til að hafa einhverjar öruggar tekjur“ og Smári vinnur einu sinni í viku á myndbandaleigu. „En það er nú aðallega til að geta horft á fullt af bíómyndum ókeypis,“ segir hann og brosir kankvís. Árið 2013 hefur byrjað vel hjá honum og segir Smári að nú loksins sé hægt að tala um að hann sé í fullu starfi sem leikari. „Það er búið að taka mig tvö ár að komast á þann stað að fólk sé farið að hafa samband við mig að fyrra bragði með verkefni.“ Innan skamms má meðal annars sjá hann í breskum auglýsingum fyrir Adidas. Dísa lék nýlega í þáttaröð sem brátt verður sýnd á National Geographic- sjónvarpsstöðinni og las inn á heimildarmyndina Living with Lava, um íslensk eldfjöll, sem vann nýlega til verðlauna á kvikmyndahátíð í Kanada. Bæði segja þau að London sé dýr borg fyrir neytendur lista en þó sé hægt að finna ódýra leikhúsmiða eða komast á fríar sýningar með réttu samböndunum. Aðspurð hvort þau sitji um eða hafi hitt marga stórlaxa í bransanum, leikara og leikstjóra, segja þau svo ekki vera, enda sé aðalmálið að koma sér upp samböndum við „casting“ fólkið, þ.e. þá sem haldi utan um ráðningarnar. „Ég hitti samt Kevin Spacey einu sinni. Hann er mikill aðdáandi leikhóps sem ég lék með eftir útskrift og í partíi eftir eina sýninguna gaf hann mér gin og tónik, blikkaði mig og sagði: „Nice job!“ en ég var alveg frosin og hafði ekki rænu á að tala við hann!“ segir Dísa og hlær að minningunni. Smári rifjar þá upp að hann hafi verið kominn ansi nálægt því að leika í sjónvarpsauglýsingu fyrir FIFA-tölvuleikinn en á endanum hafi annar hreppt hnossið. Smári, sem er mikill fótboltaáhugamaður, fól andllitið í höndum sér þegar hann sá auglýsinguna svo. „Sá sem fékk hlutverkið þurfti bara að sitja á sófa við hliðina á Lionel Messi og spila við hann tölvu- leik!“ Tæpur helmingur bekkjarins Íslendingar Sesselía Ólafsdóttir, 26 ára, og Haraldur Ágústsson, 28 ára, voru í sama bekk í ASAD (The Academy of Science of Acting and Directing) þar sem þau námu leiklist og leikstjórn frá 2008-2012. Sesselía: „Ég var í útlöndum og missti af inntökuprófunum fyrir LHÍ og fór í staðinn í prufur sem ASAD hélt á Íslandi en það voru alls fimm Íslendingar sem komust inn það árið, sem var ágætis fjöldi í 17 manna bekk, sem fækkaði svo nið- ur í ellefu reyndar.“ Haraldur hafði tvisvar sinnum reynt að komast inn í leik- listarnámið í LHÍ, án árangurs, og var ákveðinn í að reyna í staðinn að komast inn í erlendan skóla þegar prufurnar fyrir ASAD voru haldnar. „Og svo þegar maður er búinn að vera hérna í þrjú ár þá vill maður reyna sig hér fyrst, þótt í hug- anum sé ég alveg jafn opinn fyrir því að vinna heima.“ Sesselía: „Já, ég vildi ekki fara strax heim og hugsa svo „hvað ef?“ síðar meir. Það eru mörg tækifæri hérna og ef maður er kominn með sambönd á annað borð er um að gera að nýta þau!“ Sesselía og Haraldur leigja hús ásamt tveimur öðrum í suðurhluta London og vinna við veisluþjónustu, barnapössun og á skyndibitastað til að eiga fyrir húsaleigunni. Haraldur er þó kominn með verkefni næsta mánuðinn við að leika í barna- leikriti og Sesselía hefur verið við upptökur á kvikmynd, sem hún mun fá borgað fyrir ef sýningarrétturinn selst. Haraldur: „Þetta er að allt að mjakast, það þýðir ekkert að gefast upp strax.“ Þau eru sammála um að öll verkefni hjálpi þeim við að byggja upp reynslu og bæta sig sem leikarar, þótt náminu sé lokið eru þau enn að læra. „Ég er til dæmis að læra alls- konar sirkusatriði í þessu barnaleikriti, sem mun eflaust nýt- ast vel í einhverju öðru síðar meir,“ bætir Haraldur við. Skrifstofuvinna að hluta Öll lýsa þau hinum hefðbundna degi leikarans sem nokkurs konar skrifstofuvinnu. Þau þurfa að fara á netið á hverjum degi og skoða þau verkefni sem eru í boði, sem eru auglýst á sérstökum áskriftarsíðum, senda tölvupósta og sækja um. Þau segja að á góðum degi sæki þau um allt af fimm verk- efni. „Það detta inn fjölmörg verkefni á hverjum degi,“ segir Smári. „Þótt samkeppnin sé mikil er markaðurinn einfaldlega svo stór að það er alltaf eitthvað í gangi sem gæti hentað þér.“ Þau segjast aldrei verða vör við að áhugi fólks minnki þegar í ljós kemur að þau eru útlendingar. „Það virðist gera okkur áhugaverðari ef eitthvað er,“ segir Sesselía. Hin sam- sinna því og segjast hafa verið ráðlagt að draga fram sér- stöðu sína, t.d. það að þau séu Íslendingar, til að standa upp úr á einhvern hátt. Vissulega fái þau kannski frekar hlutverk útlendinga, þ.e. ekki Breta, en þau geti líka lært ákveðna hreima eftir handriti og með aðstoð talþjálfara, líkt og aðrir leikarar og þá skipti uppruninn ekki máli. Dísa Stefánsdóttir eða Disa Stefans. Smári Gunnarsson, öðru nafni Smari Gunn. Haraldur Ágústsson kallar sig Harry August. Sesselía Ólafsdóttir kallar sig Sesselia Olafs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.