Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013 Þrýstingur frá konum um að fá að hafa eitthvað að segja við úrlausn ágreinings í heiminum fer vaxandi. Þetta kom fram í máli Söruh Taylor, fram- kvæmdastjóra alþjóðlegra samtaka sem nefnast Vinnu- hópur um konur, frið og ör- yggi, á ráðstefnu um vernd mannréttinda og alþjóðarétt í Reykjavík fyrr í mánuðinum. Hún hefur unnið að því að knýja fram viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna á mikilvægi hlutar kvenna. Taylor sagði að við uppbygg- ingu og afvopnun eftir stríð yrði að hafa konur með í ráð- um því að þáttur þeirra í stríði og af- leiðingarnar fyrir þær blöstu ekki alltaf við og mætti ekkert gefa sér í þeim efnum. Hlutur kvenna er iðulega rýrþegar byggja á upp eftirstríð og borgarastyrjaldir. Þegar viðræðurnar áttu sér stað um framtíð Kosovo sat engin kona við borðið, hvorki af hálfu Serba, Kos- ovo-Albana, né alþjóðasamfélagsins. Innrásin í Afganistan var meðal annars gerð í nafni kvenna, sem bú- ið höfðu við kúgun og ofríki í stjórnartíð talibana. Hver er staða þeirra í landinu nú? Cynthia Enloe, rannsóknar- prófessor við Clark-háskóla í Bandaríkjunum, ítrekaði mikilvægi þess að setja upp kynjagleraugun þegar lögð væru á ráðin um íhlutun í mannúðarskyni og varaði sér- staklega við því að falla í „kynja- gildruna“. Misjafnt væri hvernig konur annars vegar og karlar hins vegar upplifðu réttindi og auðvelt væri að falla í þá gryfju að setja konur í flokk fórnarlamba og skil- greina karla sem verndara. Konur gerðar að skotspæni Oft væru konur notaðar þegar kynt væri undir misklíð og ofbeldi, sagði hún, og benti á að í aðdraganda fjöldamorðanna í Rúanda þegar hútúar myrtu 800 þúsund tútsa hefði verið æst upp hatur í garð kvenna af þjóðflokki tútsa, þær væru keppinautar kvenna af þjóð- flokki hútúa og karlar af þeim þjóð- flokki ættu að fyrirlíta þær. „Hefði einhver verið að hlusta mánuðina fyrir apríl 1994 þegar blóðsúthell- ingarnar hófust hefðu öll viðvör- unarkerfi farið af stað,“ sagði hún. „Í eitt og hálft ár voru konur úr röðum tútsa miðpunkturinn í að kynda undir hatrinu.“ Enloe sagði að það væri mikið vandamál að fá valdhafa til að taka málefni kvenna alvarlega. Hún benti á að Sameinuðu þjóðirnar væru mjög karllæg stofnun. Þar væri leið karla til forréttinda greiðari en leið kvenna og sérlega erfitt fyrir konur að ná eyrum ráða- manna. Verst væri ástandið í öryggisráðinu. Kynjagleraugun mikilvæg Vandinn við að efla stöðu kvenna getur birst með ýmsum hætti, eins og kom fram í dæmisögu, sem Enloe sagði. Þýsk félagasamtök hugðust gera útvarpsþætti til þess að hjálpa konum í sveitum og af- skekktum byggðum Afganistans. Þættina átti að senda út frá Kabúl á þeim helstu tungumálum, sem töl- uð eru í landinu, jafnt til átaka- svæða og svæða þar sem færi fram uppbygging eftir átök. Þættirnir snerust um heilbrigðismál kvenna og lagaleg réttindi þeirra og mark- miðið að gera konum grein fyrir réttindum sínum og hags- munum sama hversu langt þær byggju frá höfuðborginni. Engar rannsóknir voru gerðar í þorpunum áður en útsendingar hóf- ust og skömmu eftir að þættirnir fóru í loftið fréttu starfsmenn sam- takanna að í þorpunum væri ekkert hlustað á þá. Þetta þótti áhyggju- efni og var ákveðið að finna út úr því hver ástæðan væri. „Í ljós kom að útvarp var aðeins að finna í sjötta hverju húsi og að- eins karlinn mátti snerta það,“ sagði Enloe. „Það hafði aldrei verið spurt hverjir notuðu útvarpið. Stað- reyndin var sú að það gerðu aðeins karlarnir og þegar þeir sóttu út- varpið, sem var geymt í efstu hillu, tóku þeir það út til að hlusta á fréttir með körlunum, grönnum sín- um. Í fyrsta lagi var ekki talið að konur á þessum heimilum hefðu neina þörf fyrir þekkingu og í öðru lagi höfðu þær verk að vinna. Kon- urnar máttu ekki einu sinni snerta hnappinn til að skipta um stöð.“ Birtingarmyndir valdsins Enloe sagði að þessi saga sýndi nauðsyn þess að kanna hinar hvers- dagslegu birtingarmyndir valdsins „fremur en að sitja í fjarlægum höf- uðstöðvum og giska á hvernig vald verði til, hverjir fái að kveikja á út- varpinu og á hvað sé hlustað. Það fór ekki aðeins svo að upplýsing- arnar bárust ekki til kvennanna, karlarnir gátu komist að því hvað var að gerast, konurnar ekki, og valdagjáin breikkaði, bilið á milli þekkingar og sviptingar á þekkingu.“ Enloe notaði þessa sögu til að benda á nauðsyn þess að vanda sig þegar komið væri á friði eftir átök og tryggja áhrif kvenna. Máli skipti hverjir kæmust í lykilstöðu í lög- reglu og dómskerfi. Í stríði væri of- beldi gegn konum iðulega markvisst og taka yrði á því. Í þeim efnum skipti máli hvernig staðið væri að því að láta vígamenn afhenda vopn sín. „Ef rangt er staðið að málum leynast í lyktum eins stríðs frækorn næsta stríðs,“ sagði hún. Ráðstefnuna héldu innanríkis- ráðuneytið og Institute for Cultural Diplomacy í Berlín í samvinnu við EDDU – rannsóknarsetrið við Háskóla Íslands. Valdefling kvenna og kynjagildran STRÍÐ ERU VETTVANGUR KARLA ÞÓTT OFT BEINIST OF- BELDIÐ GEGN KONUM. KONUR ERU SNIÐGENGNAR ÞEG- AR STILLA Á TIL FRIÐAR, EN SÆTU ÞÆR VIÐ BORÐIÐ DRÆGI ÚR LÍKUM Á AÐ AFTUR BLOSSUÐU UPP ÁTÖK. Sarah Taylor ÞRÝST Á UM ÁHRIF Tvær afganskar konur klæddar búrkum ganga fram hjá eldri mönnum í borginni Herat. Oft geta aðgerðir til að efla stöðu kvenna farið út um þúfur þrátt fyrir góðan ásetning ef undirbúning og greiningu skortir. AFP * Kynjagreining er ekki munaður, hún er nauðsynleg.Cynthia Enloe, rannsóknarprófessor í alþjóðlegum þróunar- og umhverfismálum og kvennafræðum við Clark-háskóla.AlþjóðamálKARL BLÖNDAL kbl@mbl.is HEIMURINN PAKISTAN ISLAMABAD Pervez Musharraf, fyrrverandi leiðtogi Pakistans, var hand- tekinn á föstudag. Hann var handtekinn fyrir að reka háttsetta dómara úr starfi þegar hann setti neyðarlög árið 2007. Hann leiddi þá herforingjastjórn landsins. Musharraf ætlaði að bjóða sig fram til kosninganna í næsta mánuði en fékk það ekki. Navaz Sharif, sem Musharraf steypti af stóli, er sigurstranglegur í kosningunum. KAMERÚN YAOUNDE Sjö manna frönsk fjölskylda, sem sex vopnaðir menn tóku í gíslingu 19. febrúar, var látin laus á föstudag. Fjölskyldan, hjón með fjögur börn, var í fríi í landinu. Íslömsku uppreisnarsamtökin Boko haram í Nígeríu stóðu að baki mannráninu. Frönsk stjórnvöld segjast ekki hafa borgað lausnargjald. VENESÚELA CARACAS Nicolas Maduro var lýstur sigurvegari í forsetakosn- ingunum í Venesúela. Hugo Chavez, sem lést af krabbameini fyrir skömmu, tilnefndi hann arftaka sinn. Mjög mjótt var hins vegar á munum í kosningunum og krafðist Henrique Capriles, andstæð- ingur Maduros, endurtalningar. Maduro tók embætti á föstudag, en yfirkjörstjórn ætlar að fara yfir niðurstöðuna þótt ekki verði endurtalið. BANDARÍKIN BOSTON Þrír létu lífið og 180 særðust þegar tvær sprengjur sprungu meðan á maraþonhlaupinu í Boston stóð á mánudag. Tveir ungir menn eru grunaðir um tilræðið. Annar lét lífið í skotbardaga við lögreglu á föstudag. 9.000 lögreglumenn leituðu hans í Watertown, kyrrlátum bæ jaðri Boston.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.