Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 57
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Allmargar glæpasögur eru á
markaði nú um stundir. Ein
þeirra er Manneskja án hunds
eftir Svíann Håkan Nesser, en
hann hefur skrifað á þriðja tug
skáldverka.
Tveir einstaklingar úr sömu
fjölskyldu hverfa sporlaust með
sólarhrings millibili. Gunnar
Barbarotti, aðalvarðstjóri í
rannsóknarlögreglunni, hefur
rannsókn og kannar sögu fjöl-
skyldunnar.
Manneskja án hunds er fyrsta
bókin af fimm um rannsókn-
arlögreglumanninn Barbarotti.
Þetta er vel gerð glæpasaga,
skrifuð af fagmennsku og með
sterkum sálfræðilegum und-
irtóni og góðum persónulýs-
ingum.
Vel gerð
glæpasaga
Í næstu viku kemur út hjá Forlaginu færeyska
barnabókin Veiða vind. Bókin tengist Ís-
landi á marga vegu – höfundur texta er Rak-
el Helmsdal sem er íslenskum lesendum
að góðu kunn sem einn af þremur höfundum
bókanna um litla skrímslið og stóra skrímslið
og auk þess má segja að íslensk bók sé
kveikjan að þessari. Þegar búið var að þýða
fyrstu bókina um Maxímús Músíkús og
flytja í Norðurlandahúsinu í Færeyjum lang-
aði Færeyinga til að búa til sína eigin sögu
sem kynnti börn fyrir klassískri tónlist. Af-
raksturinn er þessi fallega bók sem geymir,
auk sögu Rakelar, myndir eftir Janus á
Húsagarði og nýja tónlist eftir Kára Bæk.
Bókinni fylgdi geisladiskur með tónverkinu í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Færeyja og
upplestri á sögunni. Í tónlistinni er unnið
skemmtilega með færeysk þjóðstef sem
mörg hver hljóma einnig kunnuglega í ís-
lenskum eyrum.
Sagan og tónlistin verða flutt á fjölskyldu-
tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands laug-
ardaginn 11. maí. Íslensku útgáfunni af bók-
inni fylgir líka geisladiskur þar sem
Benedikt Erlingsson les söguna í frábærri
þýðingu Þórarins Eldjárn við undirleik Sin-
fóníuhljómsveitar Færeyja.
Falleg færeysk barnasaga er væntanleg.
FÆREYSK SAGA OG TÓNLIST
Abba-goðsötnin Benny And-
ersen hefur stofnað kvik-
myndafyrirtæki ásamt Ludvig
syni sínum og er fyrsta verkefni
þeirra metsölubókin Hring-
urinn eftir Mats Strandberg
og Söru B. Elfgren. Hring-
urinn kom út fyrir síðustu jól
hjá Bjarti og var valinn besta
þýdda táningaskáldsagan á Ís-
landi. Bókinni hefur verið lýst
sem samblandi af Hungurleikunum og Harry Pot-
ter en hún er nýkomin út í kilju á íslensku.
Þeir Andersen-feðgar segja að fjármögnun verði ekki
vandamál, um leið og handritið sé tilbúið geti þeir haf-
ist handa. Leikstjóri verður Levan Akin en hann er
ungur og margverðlaunaður. Opnar prufur verða haldnar fyrir leikara um gjörvalla Svíþjóð.
Englafoss er fallegt bæjarnafn en bærinn er dauðanum merktur. Nótt eina þegar tunglið er
óeðlilega rautt draga óútskýrðir kraftar sex stúlkur, sem eru nýnemar í menntaskóla, inn í yf-
irgefinn skemmtigarð. Skólabróðir þeirra hefur nýlega fundist látinn. Allir halda að hann hafi
framið sjálfsmorð. Nema þær sem þekkja sannleikann.
ABBA GOÐSÖGN KVIK-
MYNDAR HRINGINN
Benny Anderson
kvikmyndar Hringinn.
Sigurlín Bjarney Gísladóttir er
höfundur ljóðabókarinnar
Bjarg. Þetta er ljóðaflokkur um
blokk og fólkið sem í henni býr.
Fangað er eitt afdrifaríkt and-
artak í lífinu í blokkinni og
ferðast upp eftir stigagöng-
unum uns komið er á efstu
hæð.
Sigurlín hefur áður gefið út
ljóðabók og örsagna- og smá-
sagnasafn. Saga hennar Þjóð-
vegur eitt fékk Gaddakylfuna
árið 2006.
Ljóðaflokkur
um augnablik
í blokk
Glæpir,
svik, ljóð og
Gilitrutt
NÝJAR BÆKUR
ALLS KYNS BÆKUR ERU Á MARKAÐI. GLÆPASÖG-
UR ERU REYNDAR MEST ÁBERANDI EN ÞEIR SEM
GETA EKKI HUGSAÐ SÉR AÐ LESA ÞÆR EIGA VAL
UM ANNAÐ. LJÓÐAUNNENDUR LEITA Í NÝJAR
LJÓÐABÆKUR OG BÖRNIN LESA GILITRUTT.
FRÖNSK VERÐLAUNABÓK UM HEITAR ÁSTIR OG
GRIMMILEG SVIK ER SVO NÝKOMIN ÚT.
Í trúnaði eftir Helene Grémillon
gerist á umbrotatímum í Frakklandi
og fjallar um heitar ástir, sérstök
örlög og svikin loforð. Eftir að
Camille hefur misst móður sína, fær
hún send dularfull bréf með frá-
sögnum sem smám saman afhjúpa
gamalt leyndarmál. Þessi fyrsta bók
höfundar hefur hlotið fimm bók-
menntaverðlaun og verið þýdd á 24
tungumál.
Heitar ástir og
svikin loforð
Gilitrutt og hrafninn er litrík, falleg og einkar
skemmtileg bók byggð á brúðusýningu eftir Bernd
Ogrodnik. Kristín María Ingimarsdóttir sá um mynd-
hönnun og Silja Aðalsteinsdóttir bjó textann til prent-
unar.
Allir ættu að þekkja söguna um Gilitrutt og þetta er
einmitt heppileg bók til að kynna söguna fyrir börnum.
Bókin kemur einnig út á ensku og er því upplögð gjöf
til erlendra ferðamanna og vina í útlöndum.
Gilitrutt er enn á kreiki
* Amma mín veit að högg á jörðu er koss á himnum. Einar Már Guðmundsson BÓKSALA 10.-16. APRÍL
Allar bækur
Listinn er byggður á upplýsingum frá Eymundsson
1 Skýrsla 64 - kiljaJussi Adler Olsen
2 Veikburða HæstirétturJón Steinar Gunnlaugsson
3 Iceland - Small World small ed.Sigurgeir Sigurjónsson
4 Í trúnaði - kiljaHéléne Grémilon
5 Gilitrutt og hrafninnBernd Ogrodnik
6 Kaffi og rán - kiljaCatharina Ingelman-Sundberg
7 Brynhjarta - kiljaJo Nesbø
8 Svikalogn - kiljaViveca Stein
9 Úlfshjarta - kiljaStefán Máni
10 Ósjálfrátt - kiljaAuður Jónsdóttir
Kiljur
1 Skýrsla 64Jussi Adler Olsen
2 Í trúnaðiHéléne Grémillon
3 Kaffi og ránCatharina Ingelman-Sundberg
4 BrynhjartaJo Nesbø
5 SvikalognViveca Sten
6 ÚlfshjartaStefán Máni
7 ÓsjálfráttAuður Jónsdóttir
8 IllskaEiríkur Örn Norðdahl
9 VerndarenglarKristina Ohlsson
10 MeistarinnHjort & Rosenfeldt
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Eins dauði er annars brauð.