Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 52
Á
Á grunnsýningu Þjóðminja-
safninu eru einungis 3% þeirra
gripa sem eru í eigu safnsins
til sýnis. Hin 97% eru í
öryggisgeymslum þar sem
gripirnir eru varðveittir við kjöraðstæður.
Starfsemi safnsins fer fram í sjö byggingum
auk þeirra 44 bygginga sem Þjóðminjasafnið
á og varðveitir um allt land. Á Vesturvör í
Kópavogi eru margir dýrgripir sem eru
ómetanlegur menningararfur og í vikunni
gafst almenningi tækifæri á því að skoða þá
gripi sem þar eru í geymslu. Að sögn Mar-
grétar Hallgrímsdóttur þjóðminjavarðar eru
um 350 þúsund gripir í eigu safnsins. ,,Þarna
er unnið að varðveislu, forvörslu og við-
gerðum gripanna. Eins hefur verið unnið
markvisst að gagnaskráningu gripanna í
gagnagrunninn og á þessu ári er stefnt að
því að opna gagnagrunn á vefsvæðinu Sarp-
ur.is. Alla jafna hafa einungis sérfræðingar
aðgang að safninu og er það hluti af öryggis-
reglum safnsins. En ekki má gleyma að jafn-
framt eru þetta minjar í eigu þjóðarinnar
undir eftirliti sérfræðinga og mikilvægt að
sem flestir fái að fræðast um það sem við
eigum í vörslu,“ segir Margrét.
Um 2.000 gripir í sýningu
Hún segir að um 2.000 gripir séu að jafnaði í
grunnsýningu á Þjóðminjasafninu og annað
eins á sérsýningum safnsins. Reglulega eru
sérsýningar þar sem ákveðnir þættir safn-
kostsins fá athygli. „Það er ekki eina mark-
miðið að sýna alla hluti. Grunnmarkmiðið er
að varðveita þessar minjar,“ segir Margrét.
Að sögn Margrétar koma nemendur og/eða
fræðimenn á hverjum degi að skoða muni í
geymslunum í Vesturvör. Þar eru viðkvæm-
ustu og dýrmætustu hlutirnir geymdir.
„Þetta er svolítið falinn hluti af starfseminni
en það getur reynst erfitt að fá nægilegt
fjármagn til þess að uppfylla geymsluþörf
safnsins. Markmiðið er að safna munum,
myndum og frumheimildum til að varpa ljósi
á ákveðna þætti sögunnar. Þjóðminjum sem
endurspegla mannlíf í gegnum tíðina. Við er-
um eilíft að reyna að fanga mannlífið á bak
við sögurnar,“ segir Margrét. Hún telur að
skilningur og áhugi á menningarminjum sé
að aukast meðal almennings. „Fólki þykir í
auknum mæli vænt um þá hluti sem það á
og það er ákveðin vakning í þessa veru. Mín
tilfinning er að áhugi á því sem á sér sögu
hafi vaxið eftir hrun. Margir vilja eiga hluti
sem eiga sér sögu.“ segir Margrét.
Listfengi í lífsbaráttu
Aðspurð hvort það sé eitthvað sérstakt hún
meti mest í safnkostinum segir hún erfitt að
taka eitthvað út. „ Ef ég ætti að nefna eitt-
hvað þá finnst mér allt sem sýnir sköp-
unargleði og listfengi í lífsbaráttunni við
kröpp kjör athyglisvert. Til dæmis bún-
ingaskart, útskurður, útskorin ílát, útsaumur
kvenna og áhöld sem eru nokkurs konar
málverk þess tíma. Þetta var það form sem
fólk notaði til að skapa list í með hógværum
hætti,“ segir Margrét.
Með aðstoð Lilju Árnadóttur fagstjóra
munasafns hjá Þjóðminjasafninu voru nokkr-
ir hlutir dregnir fram úr geymslunum og
sögu þeirra lýst fyrir lesendum.
Sjö geymslur eru undir þau hundruð þúsunda muna sem eru í eigu Þjóðminjasafnsins.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
300-400 ÞÚSUND HLUTIR ERU Í EIGU ÞJÓÐMINJASAFNSINS
Margir vilja eiga hluti
sem eiga sér sögu
ÞJÓÐMINJAR ÍSLANDS ERU Í SJÖ
GEYMSLUM ÞAR SEM UNNIÐ ER AÐ
VARÐVEISLU GRIPANNA. Á NÆST-
UNNI STENDUR TIL AÐ OPNA
GAGNAGRUNN Á VEFSVÆÐINU
SARPUR.IS ÞAR SEM HÆGT VERÐUR
AÐ NÁLGAST UPPLÝSINGAR UM
GRIPI Í EIGU SAFNSINS.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2013
Stórsveit Reykjavíkur stendur fyrir árlegu
Stórsveitamaraþoni á veitingastaðnum
Munnhörpunni í Hörpu sunnudaginn 21. apr-
íl milli kl. 13-17. Að vanda býður Stórsveitin
til sín yngri og eldri stórsveitum landsins og
leikur hver hljómsveit í u.þ.b. 30 mínútur. Að
þessu sinni koma fram: Stórsveit Reykjavíkur,
Stórsveit Suðurlands, Léttsveit Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar, Stórsveit Tónlistar-
skóla Garðabæjar, Stórsveit Öðlinga, Stór-
sveit Skólahljómsveita Reykjavíkurborgar,
Stórsveit Tónlistarskóla FÍH og Stórsveit
Samúels J. Samúelssonar. Stórsveita-
maraþonið er nú haldið í 17. sinn. Aðgangur
er ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
STÓRSVEITAMARAÞON
HALDIÐ Í 17. SINN
Stórsveit Reykjavíkur býður til sín gestum.
Duo Harpverk kemur fram á tónleikum Söng-
sveitarinnar Fílharmóníu í Seltjarnarneskirkju.
Söngsveitin Fílharmónía heldur tónleika í Sel-
tjarnarneskirkju sunnudaginn 21. apríl kl 20.
Á efnisskránni verða verk eftir m.a. Eric
Whitacre, Óliver Kentish, Þorkel Sig-
urbjörnsson, Jón Nordal, Gunnstein Ólafs-
son og Gísla Magnússon. Þá verður frumflutt
verk eftir stjórnanda kórsins, Magnús Ragn-
arsson, sem ber heitið Tíminn og vatnið og
er samið við fyrsta og annað ljóð í bálki
Steins Steinars. Sérstakur gestur á tónleik-
unum er Duo Harpverk sem skipað er
hörpuleikaranum Katie Buckley og slag-
verksleikaranum Frank Aarnink, en þau
munu flytja slagverksgjörning.
TÍMINN OG VATNIÐ
FÍLHARMÓNÍAN
Hans-Ola Ericsson leikur á
tónleikum í Langholts-
kirkju sunnudaginn 21.
apríl kl. 20. Á efnisskránni
verða tvær partitur og
þrjár prelúdíur og fúgur
eftir J. S. Bach.
Samkvæmt upplýsingum
frá skipuleggjendum er
Hans-Ola Ericsson eitt
stærsta nafn í orgelheim-
inum í dag. „Hann var nýlega skipaður pró-
fessor við McGill University í Montreal en
fram að því hafði hann frá 1988 byggt upp
einstaka orgeldeild við Tólistarskólann í Piteå
sem orgelnemendur hvaðanæva sóttu,“ segir
m.a. í tilkynningu.
Hann hefur haldið tónleika um alla Evrópu,
í Japan, Kóreu, Rússlandi og Kanada. Meðal
fjölmargra geisladiska hans má nefna heildar-
útgáfu á verkum Messiaen sem þýska tímarit-
ið Die Zeit tilnefndi eina af mikilvægustu
upptökum aldarinnar.
HEIMSÞEKKTUR PRÓFESSOR
ORGELTÓNLEIKAR
Hans-Ola
Ericsson
Orðin, tíminn og blámi vatnsins“ nefnist sýning KristínarJónsdóttur frá Munkaþverá sem opnuð verður í ListasafniASÍ laugardaginn 20. apríl kl. 15.
„Á sýningunni eru verk frá árunum 1984-2013 sem sýna ýmsar
hliðar á listsköpun Kristínar; verk unnin úr þæfðri ull með hand-
skrifuðum texta, verk máluð á plexígler og vatnslitamyndir unnar á
pappír,“ segir m.a. í tilkynningu frá safninu. Kristín stundaði nám í
Handíða- og myndlistarskólanum í Reykjavík 1949-1952. Síðan í
Kunsthåndværkerskolen í Kaupmannahöfn og einnig í Frakklandi og
á Ítalíu.
„Kristín hefur verið brautryðjandi hvað varðar þæfingu ullar til
notkunar í myndverkum og hefur vakið athygli fyrir efnisnotkun
sína. Í nýrri verkum sínum stillir hún saman ull og plexígleri eða
notar plexígler sem uppistöðu. Þessi verk eiga það sameiginlegt að
fjalla um orð og vatn, tíma og hverfulleika. Þau samþætta veflist og
ritlist og vísa jafnt til bókmenntaarfs og náttúru Íslands.“
Sýningin, sem stendur til 12. maí, er í öllu húsinu. Safnið er opið
alla daga nema mánudaga milli kl. 13-17 og aðgangur er ókeypis.
ULL OG PLEXÍGLERI STILLT SAMAN
Fjallar um
hverfulleikann
Landslag (2002). Í verkum Kristínar samþættast veflist og ritlist.
Fjörubók (1984). Kristín notar þæfða ull í myndverkum sínum.
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR FRÁ MUNKAÞVERÁ OPNAR
YFIRLITSSÝNINGU Í LISTASAFNI ASÍ
Menning