Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 45
ríkisstjórn stuðning fjölmiðlanna. Fréttastofa ríkis-
útvarpsins, uppnefnd „RÚV“ af sjálfri sér, hefur fylgt
ríkisstjórninni betur en flokksbundnir stuðningsmenn
hennar, sem eru raunar margir hættir sínum stuðn-
ingi öfugt við „RÚV“.
Fréttablaðið og ljósvikamiðlar gamla Baugs hafa
ekki verið langt undan allan tímann. Hið „frjálsa og
óháða“ Dagblað hefur verið eins og pólitískur síams-
tvíburi ríkisstjórnarinnar, sem hún er auðvitað ekki
öfundsverð af. Meira að segja Morgunblaðið stóð í að-
draganda og upphafi ferils fráfarandi ríkisstjórnar að
gagnrýnislausri þjónkun við hana, á borð við þá sem
Fréttablaðið sýnir nú, að svo miklu leyti sem það sinn-
ir fréttamennsku sem virðist núorðið hrein aukaafurð
í þeirri starfsemi. En þrátt fyrir óskabyrjun og ein-
stakt og yfirgengilegt fjölmiðlaskjól allan tímann,
stendur lítið sem ekkert eftir af stuðningi við ríkis-
stjórnina. Nú hefur hún sett upp „flóttamannabúðir“
svo villuráfandi fyrrverandi stuðningsmenn á eyði-
merkurgöngu geti slysast þangað í skjól. En sífellt
fleiri sjá í gegnum það hrófatildur sem á því ekki
bjarta framtíð.
Hið banvæna faðmlag
Og er þá rétt að víkja að enn einni „viðurkenndu“
kenningunni, sem mjög er hampað í kringum kosn-
ingar. Stjórnmálamenn og frétta- og fræðimenn, sem
bundnir eru þeim sömu í anda og fylgispekt, en gæta
þess að flokksskírteini sé alls ekki gefið út, flytja
kenninguna oft og drýgindalega.
Hún eru sú „að það tapi allir flokkar á því að fara í
stjórn með Sjálfstæðisflokknum“. Þetta hefur verið
áréttað árum saman af spekingunum og pólitískum
lagsbræðrum þeirra, af sama öryggi og þegar sagt er
að sólin komi upp í austri.
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði verst á síðustu öld þeg-
ar hann hafði verið í stjórn með Framsókn. Flokknum
hefur aldrei dottið í hug að kenna Framsókn um það.
Ríkisstjórnin sú hafði um margt verið prýðileg. Hún
tók við mun snúnara búi en sú sem sífellt hefur verið
að barma sér að undanförnu. Verðbólgan var rúmlega
80 prósent á ári og fór upp í 120 prósent mánuðina áð-
ur en sú ríkisstjórn tók við. Miklu betur var um að lit-
ast í lok þess tímabils. Sjálfstæðisflokknum tókst
samt að tapa. Og enn verr tapaði hann svo vorið 2009
en flokksmenn höfðu lengi vonað að 1987 yrði jafnan
talin hans daprasta tíð. Vorið 2009 kom flokkurinn úr
ríkisstjórn með Samfylkingu, sem átti, ef réttlætis-
kvarði er notaður, að sæta sama áfalli a.m.k. og sam-
starfsflokkurinn. Það gerði Samfylkingin ekki.
Samanburðurinn
Framsóknarflokkurinn fékk mjög viðunandi kosningu
í stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn bæði 1999
og 2003 þótt útkoma hans árið 1995, eftir fjögur ár í
stjórnarandstöðu, hafi verið enn hagstæðari.
En á þessu kjörtímabili hefur Samfylkingin verið
svo lánsöm að hafa verið í stjórnarsamstarfi við VG og
engan annan (og eru þá varahjólin, Hreyfing og Guð-
mundur Steingrímsson, ekki talin með). Og VG hefur
verið svo lánsamt að hafa verið í stjórn með andlegum
vopnabróður, Samfylkingunni. Og ekki verður betur
séð, ef marka má spár, en að varla hafi nokkur ríkis-
stjórn Íslands goldið annað eins afhroð í kosningum
eftir aðeins fjögurra ára feril.
Sjálfstæðisflokkurinn fór þannig í gegnum fernar
kosningar í röð, 1991, 1995, 1999 og 2003, að hann var
jafnan talinn sjálfkjörinn til stjórnarmyndunar. Ríkis-
stjórnir voru myndaðar fljótt og örugglega og þær
sátu allar út kjörtímabilið. Það var auðvitað gleðiríkt
fyrir alla þá sem þar áttu hlut að máli. En þýðingar-
mest var að hagur alls almennings batnaði jafnt og
þétt allan þennan tíma, kaupmáttur óx jafnt og þétt,
skuldir ríkisins minnkuðu ört og verðbólga var hófleg,
svo „verðtryggingin“ sem nú er ofarlega á baugi, var
sárasjaldan til umræðu. Það gæti verið fróðlegt að
birta næstu dagana aðgengilegar töflur sem sýna
glöggt, hvaða áhrif það hefur fyrir lífskjör fólks og
þrótt fyrirtækja, að festa og frumkvæði, afl og öryggi
sé einkennismerki stjórnarfars og leiðsagnar í land-
inu.
Morgunblaðið/Kristinn
21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 45