Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 23
Sagt er að allt sé best í hófi og það sama á við um tedrykkju. Síðustu árin hefur margt verið skrifað og rannsakað um kosti þess að drekka te og þá einkum grænt te þar sem það er sneisafullt af andoxunarefnum. Á vefútgáfu breska blaðsins The Telegraph birtist grein í vikunni þar sem fjallað er um hugsanleg tengsl milli beinþynningar og of mikillar tedrykkju. Er vitnað til þess að fólk sem drekkur mikið te, og þá tugi bolla á dag, sé líklegra til að enda með stökk og brothætt bein. Dagblaðið vitnar í umfjöllun sem birtist í New Eng- land Journal of Medicine. Hafi einhver áhyggjur af því að á heimilinu sé drukkið of mikið te má geta þess að læknar miða við að drekka alls ekki meira en um fjóra lítra á dag af drykknum. OF MARGIR BOLLAR SKAÐLEGIR Efast um tedrykkju 21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 HEIMSFRÆGIR ÞRÍÞRAUTARÞJÁLFARAR Á LEIÐ TIL LANDSINS Í SUMAR Heims- og ólympíumeistara- þjálfun á Laugarvatni 180 kílómetrar eru hjólaðir í fullum járnkarli. Allur gangur getur verið á því hvernig sundfatnað þríþraut- arkeppendur kjósa sér. M argir af frægustu þríþrautarþjálfurum heims munu koma saman í æf- ingabúðunum á Laugarvatni í sumar. Eins og flestir vita samanstendur þríþraut af sundi, hjólreiðum og hlaupi en sem keppnisgrein nýtur þríþrautin vaxandi vinsælda hér á landi. Það tekur gríðarlega á að keppa í þríþraut og aðeins fólk í toppformi getur keppt. Heill járnkarl þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikillar hylli. Þrautin sam- anstendur 3,8 kílómetra sundi, því næst er hoppað á hjól og hjólaðir 180 kílómetrar og end- að með því að hlaupa heilt maraþon eða 42.2 kílómetra. Eins og geta má nærri þarf hálfgerð ofurmenni til að ljúka slíkri þrekraun og viða- mikinn undirbúning. Sigurður Martinsson er íslenskur þríþrauta- maður búsettur í Englandi. Hann stofnaði fyr- irtækið STRIceland og hefur fyrirtækið umsjón með æfingarbúðunum sem verða hér í sumar. Þjálfarar sem hafa bókað komu sína eru meðal annars Alan Rapley, sem er fyrrverandi fyrirliði breska ólympíuliðsins á Ólympíuleikunum í Atl- anta 1996. Hann er þjálfari Lucy Hall ólympíufara og þríþrautarkonu auk Ironman- meistarans Lucy Gossage. Rebecca Romero hafði unnið bæði silf- urverðlaun á Ólympíuleikunum og verið heims- meistari í róðri þegar hún tók upp hjólreiðar. Hún náði að verða tvöfaldur heimsmeistari og ólympíumeistari í hjólreiðum á aðeins tveimur og hálfu ári. Hún er aðeins annar kvenmaðurinn sem hefur nokkurn tímann náð að vinna Ólymp- íumedalíu í tveimur mismunandi íþróttum á sum- arólympíuleikum. Hún mætir í sumar. Tim Williams hefur þjálfað nýliða og heims- meistara í hjólreiðum. Emma Pooley, heims- meistari og Ólympíusilfurverðlaunahafi, hefur meðal annars notið góðs af þjálfun hans. Toby Garbett er ólympíufari og tvöfaldur heimsmeist- ari í róðri. Hann hefur keppt á fimm heims- meistaramótum og tvennum Ólympíuleikum. Það má því búast við blóði, svita og einhverjum tár- um við Laugarvatn í sumar. ÞRÍÞRAUT NÝTUR VAXANDI VINSÆLDA HÉR Á LANDI. Í SUMAR VERÐUR BOÐIÐ UPP Á ÆFINGABÚÐIR ÞAR SEM ÞEKKTIR ÞJÁLFARAR STJÓRNA. ÞJÁLFARAR SEM ÞEKKJA HVAÐ ÞAÐ ER AÐ SIGRA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is AFP Mörg erum við staðráðin í því að ná að innbyrða þessa fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag – sem heilsulöggur landsins mæla með að við gerum. Hvernig til tekst er svo annað mál. Það er hægt að ráða bót á þessu. Til að byrja með er gott að hafa ávöxt tilbúinn við hliðina á morgunverðarkorninu og grípa hann með. Grænmeti sem verður afgangs frá kvöldmatnum deginum áður má bæta út í naan- brauðsuppskrift með kvöldmatnum, setja það einfaldlega út í deigið. Ef samloka er snædd einhvern tíma yfir daginn er um að gera að troða græn- meti og ávöxtum inn í hana eins og hægt er. Þá má mæla með því að hafa ávexti í skál á skrifborðinu í vinnunni. Einnig nokkra á náttborðinu sem og fyrir framan sjónvarpið í skál. Lykilatriðið er að planta þeim þannig út um allt að þeir gleymist ekki, séu sýnilegir. Gott er að hafa ávextina og grænmetið innan seilingar allan daginn, í vinnunni og heima. Að ná þessum 5 á dag ÁVEXTIR OG GRÆNMETI Enginn ætti að drekka meira en fjóra lítra af te á dag samkvæmt úttekt The Telegraph.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.