Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Síða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Síða 23
Sagt er að allt sé best í hófi og það sama á við um tedrykkju. Síðustu árin hefur margt verið skrifað og rannsakað um kosti þess að drekka te og þá einkum grænt te þar sem það er sneisafullt af andoxunarefnum. Á vefútgáfu breska blaðsins The Telegraph birtist grein í vikunni þar sem fjallað er um hugsanleg tengsl milli beinþynningar og of mikillar tedrykkju. Er vitnað til þess að fólk sem drekkur mikið te, og þá tugi bolla á dag, sé líklegra til að enda með stökk og brothætt bein. Dagblaðið vitnar í umfjöllun sem birtist í New Eng- land Journal of Medicine. Hafi einhver áhyggjur af því að á heimilinu sé drukkið of mikið te má geta þess að læknar miða við að drekka alls ekki meira en um fjóra lítra á dag af drykknum. OF MARGIR BOLLAR SKAÐLEGIR Efast um tedrykkju 21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 HEIMSFRÆGIR ÞRÍÞRAUTARÞJÁLFARAR Á LEIÐ TIL LANDSINS Í SUMAR Heims- og ólympíumeistara- þjálfun á Laugarvatni 180 kílómetrar eru hjólaðir í fullum járnkarli. Allur gangur getur verið á því hvernig sundfatnað þríþraut- arkeppendur kjósa sér. M argir af frægustu þríþrautarþjálfurum heims munu koma saman í æf- ingabúðunum á Laugarvatni í sumar. Eins og flestir vita samanstendur þríþraut af sundi, hjólreiðum og hlaupi en sem keppnisgrein nýtur þríþrautin vaxandi vinsælda hér á landi. Það tekur gríðarlega á að keppa í þríþraut og aðeins fólk í toppformi getur keppt. Heill járnkarl þykir erfiðasta fjölþrautakeppni heims og nýtur nú mikillar hylli. Þrautin sam- anstendur 3,8 kílómetra sundi, því næst er hoppað á hjól og hjólaðir 180 kílómetrar og end- að með því að hlaupa heilt maraþon eða 42.2 kílómetra. Eins og geta má nærri þarf hálfgerð ofurmenni til að ljúka slíkri þrekraun og viða- mikinn undirbúning. Sigurður Martinsson er íslenskur þríþrauta- maður búsettur í Englandi. Hann stofnaði fyr- irtækið STRIceland og hefur fyrirtækið umsjón með æfingarbúðunum sem verða hér í sumar. Þjálfarar sem hafa bókað komu sína eru meðal annars Alan Rapley, sem er fyrrverandi fyrirliði breska ólympíuliðsins á Ólympíuleikunum í Atl- anta 1996. Hann er þjálfari Lucy Hall ólympíufara og þríþrautarkonu auk Ironman- meistarans Lucy Gossage. Rebecca Romero hafði unnið bæði silf- urverðlaun á Ólympíuleikunum og verið heims- meistari í róðri þegar hún tók upp hjólreiðar. Hún náði að verða tvöfaldur heimsmeistari og ólympíumeistari í hjólreiðum á aðeins tveimur og hálfu ári. Hún er aðeins annar kvenmaðurinn sem hefur nokkurn tímann náð að vinna Ólymp- íumedalíu í tveimur mismunandi íþróttum á sum- arólympíuleikum. Hún mætir í sumar. Tim Williams hefur þjálfað nýliða og heims- meistara í hjólreiðum. Emma Pooley, heims- meistari og Ólympíusilfurverðlaunahafi, hefur meðal annars notið góðs af þjálfun hans. Toby Garbett er ólympíufari og tvöfaldur heimsmeist- ari í róðri. Hann hefur keppt á fimm heims- meistaramótum og tvennum Ólympíuleikum. Það má því búast við blóði, svita og einhverjum tár- um við Laugarvatn í sumar. ÞRÍÞRAUT NÝTUR VAXANDI VINSÆLDA HÉR Á LANDI. Í SUMAR VERÐUR BOÐIÐ UPP Á ÆFINGABÚÐIR ÞAR SEM ÞEKKTIR ÞJÁLFARAR STJÓRNA. ÞJÁLFARAR SEM ÞEKKJA HVAÐ ÞAÐ ER AÐ SIGRA. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is AFP Mörg erum við staðráðin í því að ná að innbyrða þessa fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag – sem heilsulöggur landsins mæla með að við gerum. Hvernig til tekst er svo annað mál. Það er hægt að ráða bót á þessu. Til að byrja með er gott að hafa ávöxt tilbúinn við hliðina á morgunverðarkorninu og grípa hann með. Grænmeti sem verður afgangs frá kvöldmatnum deginum áður má bæta út í naan- brauðsuppskrift með kvöldmatnum, setja það einfaldlega út í deigið. Ef samloka er snædd einhvern tíma yfir daginn er um að gera að troða græn- meti og ávöxtum inn í hana eins og hægt er. Þá má mæla með því að hafa ávexti í skál á skrifborðinu í vinnunni. Einnig nokkra á náttborðinu sem og fyrir framan sjónvarpið í skál. Lykilatriðið er að planta þeim þannig út um allt að þeir gleymist ekki, séu sýnilegir. Gott er að hafa ávextina og grænmetið innan seilingar allan daginn, í vinnunni og heima. Að ná þessum 5 á dag ÁVEXTIR OG GRÆNMETI Enginn ætti að drekka meira en fjóra lítra af te á dag samkvæmt úttekt The Telegraph.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.