Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2013, Blaðsíða 19
bæta þessa hunda með ýmsum hundategundum svo og úlfum. Innflutningur sleðahunda frá Síb- eríu til kynbóta hófst síðan í upphafi síðustu aldar og urðu af- komendur þeirrar kynblöndu vin- sælastir til notkunar sem keppn- ishundar. Hundarnir eru merktir bæði með númeri á hálsbandi svo og með örmerki. Á meðan á keppni stendur brennir hver hundur um 5.000 hitaeiningum á dag. Miðað við þyngd er þetta rúmlega þrisvar sinnum meiri brennsla en hjá hjólreiðamönnum í Frakklandshjólreiðunum. Keppnin í ár Keppnin í ár var mjög spennandi allt frá fyrsta degi. Svisslending- urinn Martin Buser náði strax í upphafi um 200 km forskoti á aðra keppendur. Hófst nú mikil keppni annarra við að ná Martin. Á Yukon fljótinu lenti hann í gríðarlegri snjókomu og síðan í hellirigningu sem gerði ferðina mjög erfiða. Martin þurfti sjálfur að troða slóðina sem var erfitt í lausamjöllinni. Þetta leiddi til þess að hann þurfti lengri hvíld en aðrir keppendur sem náðu þá að vinna upp það forskot sem hann hafði haft þar sem þeir nutu góðs af troðinni slóðinni. Síðasti áfangastaðurinn 120 km áður en komið er til Nome heitir White Mountain. Níu dögum eftir að keppnin hófst skildu aðeins 13 mínútur að fyrsta og annan keppandann, þau Mitch Seavey og Aliy Zyrkle. Í fyrra hafnaði Aliy í öðru sæti og beið þá lægri hlut fyrir Dallas Seavey syni Mitch. Hún átti því harma að hefna og stefndi á fyrsta sætið. Aliy lagði af stað frá White Mountain 13 mínútum á eftir Mitch og lýsti lokasprettinum þannig: „Í hvert sinn sem ég kom upp á hæð sá ég Mitch hverfa yfir næstu hæð og þannig koll af kolli. Að síðustu missti ég sjónar á honum og það voru 39 mínútur sem skildu okkur að við komuna til Nome. Til hamingju Mitch. Sjá nánar www.iditarod.com  Það er mikill handagangur í öskj- unni þegar lagt er af stað í keppnina í bænum Anchorage í Alaska.  Keppendum, bæði hundum og mönnum, er vel fagnað er þeir fara gegnum Willow á leið til Nome.  Þóra Hrönn Njálsdóttir stillir sér upp með einum keppendanna. 21.4. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19 112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Bessi Hönnuður: Erla Sólveig Óskarsdóttir Hægt að velja um lit og áferð að eigin vali Verð frá kr. 52.600 Gylfaflöt 16-18 • Skata Hönnuður: Halldór Hjálmarsson Fæst í beyki, eik og tekk Verð frá kr. 22.125 Sindrastóll Hönnuður: Ásgeir Einarsson Afmælisútgáfa, 50 stólar fram- leiddir, sérmerktir og númeraðir Verð stóll kr. 162.000 skemill kr. 48.000 Íslensk hönnun og framleiðsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.